Laumaðist á æfingar þegar hún átti að vera í kirkju og á nú heimsmet Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 08:31 Tobi Amusan þurfti að laumast á æfingar á sínum yngri árum. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Nígeríska spretthlaupakonan Tobi Amusan setti nýtt heimsmet í 100m grindahlaupi á lokadegi HM í frjálsíþróttum um helgina. Faðir hennar taldi þó að íþróttaiðkun hennar væri tímasóun og hún þurfti því oft að laumast á æfingar á sínum yngri árum. Þessi 25 ára spretthlaupakona hafnaði í fjórða sæti á HM í frjálsíþróttum 2019 og Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar. Nú á hún heimsmetið í 100m grindahlaupi eftir að hún kom í mark á 12,12 sekúndum í undanúrslitahlaupinu á HM um helgina, ásamt því að tryggja sér gullið í úrslitahlaupinu. Hún hefur þó þurft að yfirstíga ýmsar hindranir á sínum ferli sem hlaupakona þar sem foreldrar hennar voru ekki alltaf fylgjandi því að hún væri að eyða tíma sínum í íþróttir. „Foreldrar mínir eru báðir kennarar og þau eru mjög ströng,“ sagði Amusan í samtali við BBC eftir að hún bætti heimsmetið. „Þegar maður elst upp á svoleiðis heimili þá finnst foreldrum manns eins og maður eigi að einbeita sér að skólanum. Og þar sem ég er kona þá fannst þeim eins og ég væri að villast af leið, missa einbeitinguna og allt það.“ „En mamma sá eitthvað í mér sem ég sá ekki sjálf og henni fannst hún þurfa að gefa mér tækifæri. Hún var alltaf að segja mér að ég ætti ekki að valda henni vonbrigðum.“ „Hún sagði pabba stundum að ég væri að fara í kirkju svo ég gæti laumast á æfingu. Stundum sagði hún að ég væri að fara að taka þátt í ræðukeppni á vegum skólans ef ég var að fara að keppa einhversstaðar í burtu. Þannig byrjaði þetta allt.“ „Pabbi varð mjög reiður þegar hann komst að því að ég væri að hlaupa. Hann brenndi öll æfingafötin mín og sagði mömmu að þetta væri í seinasta skipti sem hann vildi sjá mig inni á leikvangi,“ sagði Amusan að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sjá meira
Þessi 25 ára spretthlaupakona hafnaði í fjórða sæti á HM í frjálsíþróttum 2019 og Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar. Nú á hún heimsmetið í 100m grindahlaupi eftir að hún kom í mark á 12,12 sekúndum í undanúrslitahlaupinu á HM um helgina, ásamt því að tryggja sér gullið í úrslitahlaupinu. Hún hefur þó þurft að yfirstíga ýmsar hindranir á sínum ferli sem hlaupakona þar sem foreldrar hennar voru ekki alltaf fylgjandi því að hún væri að eyða tíma sínum í íþróttir. „Foreldrar mínir eru báðir kennarar og þau eru mjög ströng,“ sagði Amusan í samtali við BBC eftir að hún bætti heimsmetið. „Þegar maður elst upp á svoleiðis heimili þá finnst foreldrum manns eins og maður eigi að einbeita sér að skólanum. Og þar sem ég er kona þá fannst þeim eins og ég væri að villast af leið, missa einbeitinguna og allt það.“ „En mamma sá eitthvað í mér sem ég sá ekki sjálf og henni fannst hún þurfa að gefa mér tækifæri. Hún var alltaf að segja mér að ég ætti ekki að valda henni vonbrigðum.“ „Hún sagði pabba stundum að ég væri að fara í kirkju svo ég gæti laumast á æfingu. Stundum sagði hún að ég væri að fara að taka þátt í ræðukeppni á vegum skólans ef ég var að fara að keppa einhversstaðar í burtu. Þannig byrjaði þetta allt.“ „Pabbi varð mjög reiður þegar hann komst að því að ég væri að hlaupa. Hann brenndi öll æfingafötin mín og sagði mömmu að þetta væri í seinasta skipti sem hann vildi sjá mig inni á leikvangi,“ sagði Amusan að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sjá meira