Laumaðist á æfingar þegar hún átti að vera í kirkju og á nú heimsmet Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 08:31 Tobi Amusan þurfti að laumast á æfingar á sínum yngri árum. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Nígeríska spretthlaupakonan Tobi Amusan setti nýtt heimsmet í 100m grindahlaupi á lokadegi HM í frjálsíþróttum um helgina. Faðir hennar taldi þó að íþróttaiðkun hennar væri tímasóun og hún þurfti því oft að laumast á æfingar á sínum yngri árum. Þessi 25 ára spretthlaupakona hafnaði í fjórða sæti á HM í frjálsíþróttum 2019 og Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar. Nú á hún heimsmetið í 100m grindahlaupi eftir að hún kom í mark á 12,12 sekúndum í undanúrslitahlaupinu á HM um helgina, ásamt því að tryggja sér gullið í úrslitahlaupinu. Hún hefur þó þurft að yfirstíga ýmsar hindranir á sínum ferli sem hlaupakona þar sem foreldrar hennar voru ekki alltaf fylgjandi því að hún væri að eyða tíma sínum í íþróttir. „Foreldrar mínir eru báðir kennarar og þau eru mjög ströng,“ sagði Amusan í samtali við BBC eftir að hún bætti heimsmetið. „Þegar maður elst upp á svoleiðis heimili þá finnst foreldrum manns eins og maður eigi að einbeita sér að skólanum. Og þar sem ég er kona þá fannst þeim eins og ég væri að villast af leið, missa einbeitinguna og allt það.“ „En mamma sá eitthvað í mér sem ég sá ekki sjálf og henni fannst hún þurfa að gefa mér tækifæri. Hún var alltaf að segja mér að ég ætti ekki að valda henni vonbrigðum.“ „Hún sagði pabba stundum að ég væri að fara í kirkju svo ég gæti laumast á æfingu. Stundum sagði hún að ég væri að fara að taka þátt í ræðukeppni á vegum skólans ef ég var að fara að keppa einhversstaðar í burtu. Þannig byrjaði þetta allt.“ „Pabbi varð mjög reiður þegar hann komst að því að ég væri að hlaupa. Hann brenndi öll æfingafötin mín og sagði mömmu að þetta væri í seinasta skipti sem hann vildi sjá mig inni á leikvangi,“ sagði Amusan að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Sjá meira
Þessi 25 ára spretthlaupakona hafnaði í fjórða sæti á HM í frjálsíþróttum 2019 og Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar. Nú á hún heimsmetið í 100m grindahlaupi eftir að hún kom í mark á 12,12 sekúndum í undanúrslitahlaupinu á HM um helgina, ásamt því að tryggja sér gullið í úrslitahlaupinu. Hún hefur þó þurft að yfirstíga ýmsar hindranir á sínum ferli sem hlaupakona þar sem foreldrar hennar voru ekki alltaf fylgjandi því að hún væri að eyða tíma sínum í íþróttir. „Foreldrar mínir eru báðir kennarar og þau eru mjög ströng,“ sagði Amusan í samtali við BBC eftir að hún bætti heimsmetið. „Þegar maður elst upp á svoleiðis heimili þá finnst foreldrum manns eins og maður eigi að einbeita sér að skólanum. Og þar sem ég er kona þá fannst þeim eins og ég væri að villast af leið, missa einbeitinguna og allt það.“ „En mamma sá eitthvað í mér sem ég sá ekki sjálf og henni fannst hún þurfa að gefa mér tækifæri. Hún var alltaf að segja mér að ég ætti ekki að valda henni vonbrigðum.“ „Hún sagði pabba stundum að ég væri að fara í kirkju svo ég gæti laumast á æfingu. Stundum sagði hún að ég væri að fara að taka þátt í ræðukeppni á vegum skólans ef ég var að fara að keppa einhversstaðar í burtu. Þannig byrjaði þetta allt.“ „Pabbi varð mjög reiður þegar hann komst að því að ég væri að hlaupa. Hann brenndi öll æfingafötin mín og sagði mömmu að þetta væri í seinasta skipti sem hann vildi sjá mig inni á leikvangi,“ sagði Amusan að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Sjá meira