Helga lauk BSc-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og MSc-prófi í hjúkrunarstjórnun frá sama skóla árið 2011.
Hún hefur síðustu sex ár starfað sem hjúkrunarfræðingur hjá Landspítalanum en þar áður starfaði hún í heimahjúkrun og á endurhæfingardeild í Þýskalandi. Þá starfaði hún um tíma sem hjúkrunarforstjóri á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili Akraness.