Fjórir skrifstofumenn fyrir hvern klínískan starfsmann Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. júlí 2022 11:51 Heilbrigðisráðherra skipaði nýja stjórn Landspítala fyrr í júlí. Vísir Formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, segir að fjórir til fimm skrifstofumenn hafi verið ráðnir á síðustu árum á móti einum klínískum starfsmanni. Hagræðingar á borð við fækkun starfsfólks á spítalanum komi mögulega til greina til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi og formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, olli usla í vikunni þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ og formaður Félags lífeindafræðinga sagði spítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Björn ræddi málið á Sprengisandi í morgun en segir að ekki sé tímabært að grípa til aðgerða. Forstjóri Landspítalans eigi enda lokaorðið og gögn og tölfræði yfir rekstur spítalans vanti. Verkefni nýrrar stjórnar verði að kanna betur starfsemina. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. „Allt þetta fólk er að vinna góða vinnu, það er að vinna eitthvað sem er þarft - ef það er til endalaust af peningum. En þegar þú þarft að hugsa til framtíðarinnar og þarft að leggja áherslu á eitthvað þá leggurðu áhersluna á það sem maður getur kallað kjarnastarfsmenn, en þetta er bara spurning um forgangsröðun eins og alltaf,“ segir Björn. Með kjarnastarfsmönnum á Björn við starfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum eða óbeinum hætti. Hann segir umræðu um rekstur heilbrigðisþjónustu viðkvæma og koma þurfi í ljós á næstu mánuðum hvort og þá á hvaða sviðum fækka þurfi starfsfólki. „Það getur vel verið að við séum undirfjármögnuð miðað við það starfsfólk sem við erum með akkúrat núna en ef það eru ekki til meiri peningar þá þurfum við að forgangsraða í það sem við getum gert,“ ítrekar Björn. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Björn Zoëga, forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi og formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, olli usla í vikunni þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ og formaður Félags lífeindafræðinga sagði spítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Björn ræddi málið á Sprengisandi í morgun en segir að ekki sé tímabært að grípa til aðgerða. Forstjóri Landspítalans eigi enda lokaorðið og gögn og tölfræði yfir rekstur spítalans vanti. Verkefni nýrrar stjórnar verði að kanna betur starfsemina. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. „Allt þetta fólk er að vinna góða vinnu, það er að vinna eitthvað sem er þarft - ef það er til endalaust af peningum. En þegar þú þarft að hugsa til framtíðarinnar og þarft að leggja áherslu á eitthvað þá leggurðu áhersluna á það sem maður getur kallað kjarnastarfsmenn, en þetta er bara spurning um forgangsröðun eins og alltaf,“ segir Björn. Með kjarnastarfsmönnum á Björn við starfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum eða óbeinum hætti. Hann segir umræðu um rekstur heilbrigðisþjónustu viðkvæma og koma þurfi í ljós á næstu mánuðum hvort og þá á hvaða sviðum fækka þurfi starfsfólki. „Það getur vel verið að við séum undirfjármögnuð miðað við það starfsfólk sem við erum með akkúrat núna en ef það eru ekki til meiri peningar þá þurfum við að forgangsraða í það sem við getum gert,“ ítrekar Björn. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira