Fjórir skrifstofumenn fyrir hvern klínískan starfsmann Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. júlí 2022 11:51 Heilbrigðisráðherra skipaði nýja stjórn Landspítala fyrr í júlí. Vísir Formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, segir að fjórir til fimm skrifstofumenn hafi verið ráðnir á síðustu árum á móti einum klínískum starfsmanni. Hagræðingar á borð við fækkun starfsfólks á spítalanum komi mögulega til greina til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi og formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, olli usla í vikunni þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ og formaður Félags lífeindafræðinga sagði spítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Björn ræddi málið á Sprengisandi í morgun en segir að ekki sé tímabært að grípa til aðgerða. Forstjóri Landspítalans eigi enda lokaorðið og gögn og tölfræði yfir rekstur spítalans vanti. Verkefni nýrrar stjórnar verði að kanna betur starfsemina. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. „Allt þetta fólk er að vinna góða vinnu, það er að vinna eitthvað sem er þarft - ef það er til endalaust af peningum. En þegar þú þarft að hugsa til framtíðarinnar og þarft að leggja áherslu á eitthvað þá leggurðu áhersluna á það sem maður getur kallað kjarnastarfsmenn, en þetta er bara spurning um forgangsröðun eins og alltaf,“ segir Björn. Með kjarnastarfsmönnum á Björn við starfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum eða óbeinum hætti. Hann segir umræðu um rekstur heilbrigðisþjónustu viðkvæma og koma þurfi í ljós á næstu mánuðum hvort og þá á hvaða sviðum fækka þurfi starfsfólki. „Það getur vel verið að við séum undirfjármögnuð miðað við það starfsfólk sem við erum með akkúrat núna en ef það eru ekki til meiri peningar þá þurfum við að forgangsraða í það sem við getum gert,“ ítrekar Björn. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Björn Zoëga, forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi og formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, olli usla í vikunni þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ og formaður Félags lífeindafræðinga sagði spítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Björn ræddi málið á Sprengisandi í morgun en segir að ekki sé tímabært að grípa til aðgerða. Forstjóri Landspítalans eigi enda lokaorðið og gögn og tölfræði yfir rekstur spítalans vanti. Verkefni nýrrar stjórnar verði að kanna betur starfsemina. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. „Allt þetta fólk er að vinna góða vinnu, það er að vinna eitthvað sem er þarft - ef það er til endalaust af peningum. En þegar þú þarft að hugsa til framtíðarinnar og þarft að leggja áherslu á eitthvað þá leggurðu áhersluna á það sem maður getur kallað kjarnastarfsmenn, en þetta er bara spurning um forgangsröðun eins og alltaf,“ segir Björn. Með kjarnastarfsmönnum á Björn við starfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum eða óbeinum hætti. Hann segir umræðu um rekstur heilbrigðisþjónustu viðkvæma og koma þurfi í ljós á næstu mánuðum hvort og þá á hvaða sviðum fækka þurfi starfsfólki. „Það getur vel verið að við séum undirfjármögnuð miðað við það starfsfólk sem við erum með akkúrat núna en ef það eru ekki til meiri peningar þá þurfum við að forgangsraða í það sem við getum gert,“ ítrekar Björn. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent