Starfsfólk spítalans rífist hvert við annað Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. ágúst 2022 13:08 Magnús Karl segir að millistjórnendur og skrifstofufólk séu ekki vandamálið. Háskóli Íslands Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Millistjórnendur séu ekki vandamálið á Landspítalanum en pólitískum ákvörðunum sé um að kenna. Þróunin hafi átt sér stað á síðustu tuttugu árum. Björn Zoëga, nýr formaður stjórnar Landspítalans olli usla fyrr í mánuðinum þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Hann sagði að fjórir til fimm skrifstofumenn væru ráðnir fyrir hvern klínískan starfsmann og að forgangsraða þyrfti verkefnum. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ræddi málið á Sprengisandi í morgun og hann kveðst ósammála Birni. Hann segir að markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu síðustu árin sé fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verð sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ segir Magnús Karl. Hann telur að umræðan hafi skapað slæman anda á spítalanum. Sjálfsagt sé að hagræða í rekstri ef það sé raunin en liggi einfaldlega ekki ljóst fyrir. „Við erum komin núna í þessar hörðu deilur innan stofnunarinnar um það hverjum við eigum að kenna um, þegar við erum að horfa á þróun sem hefur átt sér stað yfir 20-25 ár, þar sem við vorum með mest útgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu borið saman við Norðurlöndin, yfir í það að vera umtalsvert lægst á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Karl. Starfsfólk berjist í bökkum „Ef að við erum með óþarfa millilög þá er sjálfsagt mál að hreinsa út en í mínum huga, samkvæmt almennri skynsemi, ef að við erum með litla peninga í kerfi, þá bendir það ekki beint til þess að það sé mikil sóun í því kerfi. Þegar við horfum á þessar stóru tölur í heilbrigðismálum, hvernig stöndum við okkur? Við stöndum okkur bara býsna vel,“ heldur hann áfram. Magnús Karl ítrekar að augljós þreyta sé meðal starfsmanna á Landspítalanum. Þreytuna sé ekki hægt að skrifa á skipan spítalans eða einstakar deildir, enda sé nýting á spítalanum 90-95 prósent, sem sé langt umfram það sem telja megi eðlilegt. „Þetta er þreyta, þar sem fólk er stöðugt að berjast í bökkum og getur kannski ekki sinnt sínum störfum vegna fjárskorts; vegna mönnunarvanda og munum að mönnunarvandi er bara það sama og fjárskortur. Við getum ráðið inn í kerfið ef við höfum næga peninga. Mönnunarvandinn er að stórum hluta vegna þess að það er fjárskortur,“ segir Magnús Karl. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Björn Zoëga, nýr formaður stjórnar Landspítalans olli usla fyrr í mánuðinum þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Hann sagði að fjórir til fimm skrifstofumenn væru ráðnir fyrir hvern klínískan starfsmann og að forgangsraða þyrfti verkefnum. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ræddi málið á Sprengisandi í morgun og hann kveðst ósammála Birni. Hann segir að markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu síðustu árin sé fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verð sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ segir Magnús Karl. Hann telur að umræðan hafi skapað slæman anda á spítalanum. Sjálfsagt sé að hagræða í rekstri ef það sé raunin en liggi einfaldlega ekki ljóst fyrir. „Við erum komin núna í þessar hörðu deilur innan stofnunarinnar um það hverjum við eigum að kenna um, þegar við erum að horfa á þróun sem hefur átt sér stað yfir 20-25 ár, þar sem við vorum með mest útgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu borið saman við Norðurlöndin, yfir í það að vera umtalsvert lægst á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Karl. Starfsfólk berjist í bökkum „Ef að við erum með óþarfa millilög þá er sjálfsagt mál að hreinsa út en í mínum huga, samkvæmt almennri skynsemi, ef að við erum með litla peninga í kerfi, þá bendir það ekki beint til þess að það sé mikil sóun í því kerfi. Þegar við horfum á þessar stóru tölur í heilbrigðismálum, hvernig stöndum við okkur? Við stöndum okkur bara býsna vel,“ heldur hann áfram. Magnús Karl ítrekar að augljós þreyta sé meðal starfsmanna á Landspítalanum. Þreytuna sé ekki hægt að skrifa á skipan spítalans eða einstakar deildir, enda sé nýting á spítalanum 90-95 prósent, sem sé langt umfram það sem telja megi eðlilegt. „Þetta er þreyta, þar sem fólk er stöðugt að berjast í bökkum og getur kannski ekki sinnt sínum störfum vegna fjárskorts; vegna mönnunarvanda og munum að mönnunarvandi er bara það sama og fjárskortur. Við getum ráðið inn í kerfið ef við höfum næga peninga. Mönnunarvandinn er að stórum hluta vegna þess að það er fjárskortur,“ segir Magnús Karl. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12