„Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 19:00 Birna Kristín Sigurjónsdóttir sjálfboðaliði hjá samtökunum Pepp Arnar Halldórsson Einstæð móðir og sjálfboðaliði í samtökum um fátækt segir fólk kvíða hækkandi útgjöldum sem fylgja skólabyrjun. Hún leggur til að börnum verði útvegaðar skólatöskur. Vaxandi verðbólga bitni helst á þeim sem glíma við fátækt. Birna Kristín Sigurjónsdóttir er einstæð móðir og sjálfboðaliði í Pepp- samtökum fólks í fátækt. Hún segir sívaxandi verðbólgu hafa gríðarleg áhrif á afkomu þeirra sem þegar standa höllum fæti. Þá hafi inneignarkort hjá hjálparsamtökum eins og Hjálparstofnun kirkjunnar ekki hækkað í takt við verðbólgu sem nú mælist um tíu prósent. „Við sem erum að slást við fátækt erum rosalega þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fáum en þessi inneignarkort duga skammt í dag vegna dýrtíðarinnar,“ segir Birna. Hún segir foreldra í slíkum sporum kvíða fyrir útgjöldum sem fylgja því þegar börnin þeirra byrja í skólanum. „Ég er einstæð móðir á örorku og finn fyrir rosalegum kvíða þegar kemur að skólanum. Ég var til dæmis í Hagkaup um daginn og dóttir mín benti á að hana langaði í skólatösku sem kostaði næstum tuttugu og sex þúsund krónur. Ég þurfti eins og svo oft áður að segja, „ekki núna kannski seinna“. Sem betur fer hef ég sterkt stuðningnet í kringum okkur en ég hitti daglega fólk sem er ekki með það. Ég get rétt ímyndað mér hvernig fólki í slíkri stöðu líður. Það að senda barnið sitt í skóla kostar mikil útgjöld, það þarf oft að kaupa skólatösku, fatnað og útifatnað. Þetta hefur rosalega kvíðavaldandi áhrif á marga foreldra sem glíma við fátækt,“ segir Birna. Of algengt að börn lendi í einelti vegna fátæktar Hún segir börn bera sig saman og því erfitt að geta ekki veitt barninu sínu það sem öðrum þykir sjálfsagt. „Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun. Ég veit líka um mörg börn sem hafa verið lögð í einelti út af fatnaði sem þau gengu í eða út af því hvernig skólatösku þau voru með,“ segir hún. Margir grunnskólar útvega nemum helstu nauðsynjar eins og bækur og skriffæri. Birna segir að skólarnir gætu komið enn betur á móts við þennan hóp. „Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum. Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Birna Kristín Sigurjónsdóttir er einstæð móðir og sjálfboðaliði í Pepp- samtökum fólks í fátækt. Hún segir sívaxandi verðbólgu hafa gríðarleg áhrif á afkomu þeirra sem þegar standa höllum fæti. Þá hafi inneignarkort hjá hjálparsamtökum eins og Hjálparstofnun kirkjunnar ekki hækkað í takt við verðbólgu sem nú mælist um tíu prósent. „Við sem erum að slást við fátækt erum rosalega þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fáum en þessi inneignarkort duga skammt í dag vegna dýrtíðarinnar,“ segir Birna. Hún segir foreldra í slíkum sporum kvíða fyrir útgjöldum sem fylgja því þegar börnin þeirra byrja í skólanum. „Ég er einstæð móðir á örorku og finn fyrir rosalegum kvíða þegar kemur að skólanum. Ég var til dæmis í Hagkaup um daginn og dóttir mín benti á að hana langaði í skólatösku sem kostaði næstum tuttugu og sex þúsund krónur. Ég þurfti eins og svo oft áður að segja, „ekki núna kannski seinna“. Sem betur fer hef ég sterkt stuðningnet í kringum okkur en ég hitti daglega fólk sem er ekki með það. Ég get rétt ímyndað mér hvernig fólki í slíkri stöðu líður. Það að senda barnið sitt í skóla kostar mikil útgjöld, það þarf oft að kaupa skólatösku, fatnað og útifatnað. Þetta hefur rosalega kvíðavaldandi áhrif á marga foreldra sem glíma við fátækt,“ segir Birna. Of algengt að börn lendi í einelti vegna fátæktar Hún segir börn bera sig saman og því erfitt að geta ekki veitt barninu sínu það sem öðrum þykir sjálfsagt. „Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun. Ég veit líka um mörg börn sem hafa verið lögð í einelti út af fatnaði sem þau gengu í eða út af því hvernig skólatösku þau voru með,“ segir hún. Margir grunnskólar útvega nemum helstu nauðsynjar eins og bækur og skriffæri. Birna segir að skólarnir gætu komið enn betur á móts við þennan hóp. „Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum.
„Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum.
Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45