Sport

Dagskráin í dag: Besta deildin og Meistaradeild

Valur Páll Eiríksson skrifar
Afturelding á mikilvægan leik fyrir höndum.
Afturelding á mikilvægan leik fyrir höndum. Vísir/Hulda Margrét

Af nógu er að taka í heimi fótboltans þegar kemur að beinum útsendingum á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld.

Besta deild kvenna

Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna en aðalleikur kvöldsins er gríðarmikilvægur fallbaráttuslagur milli Aftureldingar og Keflavíkur í Mosfellsbæ. Aðeins eitt stig aðskilur liðin en Afturelding er með níu stig í 9. sæti en Keflavík með tíu stig í því sjöunda.

Bein útsending hefst klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport.

Þór/KA er í sömu sporum og ofangreindu liðin en Norðankonur sitja á milli liðanna tveggja í deildinni, með tíu stig, rétt eins og Keflavík. Þær þurfa sigur er þeir heimsækja Selfoss en Sunnankonur hafa spilað fimm deildarleiki í röð án þess að sigra og skora mark. Þær eiga því í hættu á því að dragast niður í fallbaráttuna, tapi þær í kvöld.

Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 17:55 á Stöð 2 Besta deildin 2.

Á sama tíma, klukkan 17:55, hefst bein útsending frá leik Þróttar og ÍBV á Stöð 2 Besta deildin.

Farið verður yfir leikina þrjá og öll helstu atvikin í Bestu mörkunum klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport.

Meistaradeild Evrópu

Komið er að síðustu umferð Meistaradeildar Evrópu fyrir riðlakeppnina. Fyrri leikir í umspili um sæti í riðlinum fara fram í kvöld og á morgun. Tveir leikir verða sýndir í kvöld.

Rangers frá Skotlandi mætir hollenska liðinu PSV Eindhoven á Ibrox í Glasgow en bein útsending hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 2.

Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í Bodö/Glimt frá Noregi fá þá krótísku meistarana Dinamo Zagreb í heimsókn og hefst bein útsending einnig klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×