Íslenska verkalýðshreyfingin. Sýn Sólveigar og raunveruleikinn Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 16. ágúst 2022 16:01 Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár. Um margt áhugaverð grein og ég ætla ekki að taka afstöðu til eða tjá mig um allt í henni, nema það sem snýr að efnahags- og skattanefnd ASÍ, en ég hef setið í þeirri nefnd síðan 2018 og sit enn. Ég sat í henni á sama tíma og Sólveig og var oftar en ekki hjartanlega sammála henni, eiginlega bara í flestu. En það voru ekki allir sammála, eðlilega. Þarna koma fulltrúar mismunandi starfsgreina og stéttarfélaga og eru eðlilega með mismunandi sýn á hlutina. Ég var og er hjartanlega sammála Sólveigu um „tillögu um leiðréttingu á þeirri óeðlilegu tilfærslu skatt-byrði sem hafði átt sér stað á undangengnum árum“. Aftur á móti heldur Sólveig því seinna meir fram í greininni að „nefndin hafi verið tekin í nokkurskonar gíslingu“, og hvers vegna heldur hún því fram? Jú vegna þess að nefndarmenn, sér í lagi fulltrúar sjómanna og iðnaðarmanna voru ekki sammála tillögunni. Mér fannst sjónarmið sjómanna og iðnaðarmanna vera fáránleg, að vera ekki tilbúin að hrófla aðeins við kjörum hátekjufólks sem var með um og yfir milljón til að bæta hag þeirra launalægstu, en það fékk ekki hljómgrunn, vegna þess að fulltrúar iðnaðarmanna og sjómanna voru ekki sammála, þeir voru að vinna fyrir þann hóp, í þess umboði sem þeir sátu fyrir í nefndinni, rétt eins og Sólveig var að gera fyrir sitt fólk. Menn voru ósammála og fóru fyrir hagsmunum mismunandi starfsgreina. Nefndin var ekki tekin í gíslingu þó svo að skoðanir Sólveigar, míns og annarra hafi ekki náð í gegn. Lýðræði og samvinna virkar þannig að stundum fær maður ekki allt sem maður vill. Svo man ég ekki betur en að efnahags- og skattanefnd hafi skilað af sér ágætis tillögu þegar upp var staðið? Vildi ég sjá lengra gengið? Auðvitað, en það er ekki alltaf hægt að gleypa allt í einum bita. Að lokum er ómaklega vegið að starfsmönnum ASÍ í þessari grein. Þú ert kannski ekki sammála hagfræðingum ASÍ, ég er það ekki alltaf, en þeir eru bara að koma með gögn, tölur og staðreyndir fyrir okkur sem við eigum svo að taka ákvörðun út frá. Þó þú viljir ekki hlusta á þá, þá vilja aðrir gera það og það er ekki þeim að kenna að þú sért ekki sammála, þeirra vinna er að taka saman gögn, tölur og staðreyndir, hvort sem þér þóknist sannleikurinn eða ekki. Ég var og er sammála Sólveigu Önnu í hennar störfum innan efnahags- og skattanefndar, en það þýðir ekki að allir þurfa að vera sammála og fjarri því að „nefndin hafi verið tekin í gíslingu“ eða að starfsmenn ASÍ hafi ekki unnið faglega í sínum störfum. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og nefndarmaður í efnahags- og skattanefnd ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár. Um margt áhugaverð grein og ég ætla ekki að taka afstöðu til eða tjá mig um allt í henni, nema það sem snýr að efnahags- og skattanefnd ASÍ, en ég hef setið í þeirri nefnd síðan 2018 og sit enn. Ég sat í henni á sama tíma og Sólveig og var oftar en ekki hjartanlega sammála henni, eiginlega bara í flestu. En það voru ekki allir sammála, eðlilega. Þarna koma fulltrúar mismunandi starfsgreina og stéttarfélaga og eru eðlilega með mismunandi sýn á hlutina. Ég var og er hjartanlega sammála Sólveigu um „tillögu um leiðréttingu á þeirri óeðlilegu tilfærslu skatt-byrði sem hafði átt sér stað á undangengnum árum“. Aftur á móti heldur Sólveig því seinna meir fram í greininni að „nefndin hafi verið tekin í nokkurskonar gíslingu“, og hvers vegna heldur hún því fram? Jú vegna þess að nefndarmenn, sér í lagi fulltrúar sjómanna og iðnaðarmanna voru ekki sammála tillögunni. Mér fannst sjónarmið sjómanna og iðnaðarmanna vera fáránleg, að vera ekki tilbúin að hrófla aðeins við kjörum hátekjufólks sem var með um og yfir milljón til að bæta hag þeirra launalægstu, en það fékk ekki hljómgrunn, vegna þess að fulltrúar iðnaðarmanna og sjómanna voru ekki sammála, þeir voru að vinna fyrir þann hóp, í þess umboði sem þeir sátu fyrir í nefndinni, rétt eins og Sólveig var að gera fyrir sitt fólk. Menn voru ósammála og fóru fyrir hagsmunum mismunandi starfsgreina. Nefndin var ekki tekin í gíslingu þó svo að skoðanir Sólveigar, míns og annarra hafi ekki náð í gegn. Lýðræði og samvinna virkar þannig að stundum fær maður ekki allt sem maður vill. Svo man ég ekki betur en að efnahags- og skattanefnd hafi skilað af sér ágætis tillögu þegar upp var staðið? Vildi ég sjá lengra gengið? Auðvitað, en það er ekki alltaf hægt að gleypa allt í einum bita. Að lokum er ómaklega vegið að starfsmönnum ASÍ í þessari grein. Þú ert kannski ekki sammála hagfræðingum ASÍ, ég er það ekki alltaf, en þeir eru bara að koma með gögn, tölur og staðreyndir fyrir okkur sem við eigum svo að taka ákvörðun út frá. Þó þú viljir ekki hlusta á þá, þá vilja aðrir gera það og það er ekki þeim að kenna að þú sért ekki sammála, þeirra vinna er að taka saman gögn, tölur og staðreyndir, hvort sem þér þóknist sannleikurinn eða ekki. Ég var og er sammála Sólveigu Önnu í hennar störfum innan efnahags- og skattanefndar, en það þýðir ekki að allir þurfa að vera sammála og fjarri því að „nefndin hafi verið tekin í gíslingu“ eða að starfsmenn ASÍ hafi ekki unnið faglega í sínum störfum. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og nefndarmaður í efnahags- og skattanefnd ASÍ.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun