Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2022 07:40 Liz Cheney ávarpar stuðningsmenn sína eftir að ljóst var að Harriet Hageman hafi hlotið fleiri atkvæði í forkosningunum. AP Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. Cheney beið lægri hlut fyrir Harriet Hageman í forkosningunum í gær. Hageman er tiltölulega ný á hinu pólitíska sviði og naut hún ötuls stuðnings Trumps og bandamanna hans. Hin 56 ára Cheney var önnur af einungis tveimur þingmönnum Repúblikana sem átti sæti í þingnefnd sem rannsakaði tilraunir Trumps til að halda völdum eftir að hann tapaði fyrir Demókratanum Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Cheney, sem er dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta, þótti áður ein af helstu vonarstjörnunum innan Repúblikanaflokksins. Harriet Hageman eftir sigurinn í gærkvöldi.AP Í frétt BBC segir að allir þeir tíu þingmenn Repúblikana, sem greiddu atkvæði með því að ákæra Trump eftir að stuðningsmenn hans réðust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021, hafi orðið að skotmörkum stuðningsmanna Trumps sem hafa unnið að því hörðum höndum að bola þeim frá völdum eða úr flokknum. Enn sem komið er hafa fjórir þeirra ákveðið að setjast í helgan stein og fjórir þeirra hafa beðið lægri hlut í forkosningum flokksins vegna þingkosninganna í nóvember næstkomandi, gegn frambjóðanda sem nýtur stuðnings Trumps – í Wyoming, Washington, Michigan og Suður-Karólínu. Hinum tveimur hefur þó tekist að vinna sigra í forkosningunum flokksins og verða þeir í framboði fyrir flokkinn í kosningunum sem fram fara 8. nóvember. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. 14. maí 2021 15:12 Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. 12. maí 2021 14:44 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Cheney beið lægri hlut fyrir Harriet Hageman í forkosningunum í gær. Hageman er tiltölulega ný á hinu pólitíska sviði og naut hún ötuls stuðnings Trumps og bandamanna hans. Hin 56 ára Cheney var önnur af einungis tveimur þingmönnum Repúblikana sem átti sæti í þingnefnd sem rannsakaði tilraunir Trumps til að halda völdum eftir að hann tapaði fyrir Demókratanum Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Cheney, sem er dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta, þótti áður ein af helstu vonarstjörnunum innan Repúblikanaflokksins. Harriet Hageman eftir sigurinn í gærkvöldi.AP Í frétt BBC segir að allir þeir tíu þingmenn Repúblikana, sem greiddu atkvæði með því að ákæra Trump eftir að stuðningsmenn hans réðust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021, hafi orðið að skotmörkum stuðningsmanna Trumps sem hafa unnið að því hörðum höndum að bola þeim frá völdum eða úr flokknum. Enn sem komið er hafa fjórir þeirra ákveðið að setjast í helgan stein og fjórir þeirra hafa beðið lægri hlut í forkosningum flokksins vegna þingkosninganna í nóvember næstkomandi, gegn frambjóðanda sem nýtur stuðnings Trumps – í Wyoming, Washington, Michigan og Suður-Karólínu. Hinum tveimur hefur þó tekist að vinna sigra í forkosningunum flokksins og verða þeir í framboði fyrir flokkinn í kosningunum sem fram fara 8. nóvember.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. 14. maí 2021 15:12 Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. 12. maí 2021 14:44 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11
Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53
Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28
Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. 14. maí 2021 15:12
Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. 12. maí 2021 14:44