Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2022 13:59 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna á Landspítalanum aldrei hafa verið jafn slæma og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að manneklan væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Hann segir að fjölga verði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir,“ sagði Runólfur sem tók við starfi forstjóra í febrúar á þessu ári eftir átta ára setu Páls Matthíassonar í embætti. Telur alltof marga á skrifstofunni Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, sagði á Sprengisandi á dögunum að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, var ósammála Birni. Markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu væri fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verið sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ sagði Magnús Karl. Tækifæri til rannsókna takmörkuð Þá sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, í viðtali í Morgunblaðinu á dögunum að fá tækifæri til rannsókna hér á landi fældi menntaða lækna frá því að koma til Íslands. Samkvæmt skýrslu McKinsey hefur Landspítalinn, sem eitt sinn var besta háskólasjúkrahúsið í vísindum á Norðurlöndunum, fallið niður í botnsætið. „Það er bara eitt háskólasjúkrahús hérlendis og það hefur barist í bökkum árum saman. Það er ekki nógu vel búið að Landspítalanum til að hann geti staðist samkeppnina við erlend háskólasjúkrahús um vinnuafl af krafti,“ sagði Steinunn um skort á fjölbreytileika í starfsumhverfi lækna. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættir hjá Landspítala og verður leiðtogi öldrunarþjónustu hjá borginni Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri á Landspítala, hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Síðustu níu ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. 16. ágúst 2022 10:47 Skortur á tækifærum og fjölbreytileika fæli nýja lækna frá Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir það fæla fólk frá því að koma heim eftir læknanám erlendis að tækifæri til að stunda rannsóknir hérlendis séu hverfandi. 12. ágúst 2022 07:21 Stórt hlutfall íslenskra lækna útskrifast erlendis Tæplega helmingur lækna frá Íslandi útskrifast nú úr grunnámi við erlenda háskóla. 11. ágúst 2022 06:56 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að manneklan væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Hann segir að fjölga verði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir,“ sagði Runólfur sem tók við starfi forstjóra í febrúar á þessu ári eftir átta ára setu Páls Matthíassonar í embætti. Telur alltof marga á skrifstofunni Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, sagði á Sprengisandi á dögunum að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, var ósammála Birni. Markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu væri fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verið sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ sagði Magnús Karl. Tækifæri til rannsókna takmörkuð Þá sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, í viðtali í Morgunblaðinu á dögunum að fá tækifæri til rannsókna hér á landi fældi menntaða lækna frá því að koma til Íslands. Samkvæmt skýrslu McKinsey hefur Landspítalinn, sem eitt sinn var besta háskólasjúkrahúsið í vísindum á Norðurlöndunum, fallið niður í botnsætið. „Það er bara eitt háskólasjúkrahús hérlendis og það hefur barist í bökkum árum saman. Það er ekki nógu vel búið að Landspítalanum til að hann geti staðist samkeppnina við erlend háskólasjúkrahús um vinnuafl af krafti,“ sagði Steinunn um skort á fjölbreytileika í starfsumhverfi lækna.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hættir hjá Landspítala og verður leiðtogi öldrunarþjónustu hjá borginni Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri á Landspítala, hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Síðustu níu ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. 16. ágúst 2022 10:47 Skortur á tækifærum og fjölbreytileika fæli nýja lækna frá Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir það fæla fólk frá því að koma heim eftir læknanám erlendis að tækifæri til að stunda rannsóknir hérlendis séu hverfandi. 12. ágúst 2022 07:21 Stórt hlutfall íslenskra lækna útskrifast erlendis Tæplega helmingur lækna frá Íslandi útskrifast nú úr grunnámi við erlenda háskóla. 11. ágúst 2022 06:56 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Hættir hjá Landspítala og verður leiðtogi öldrunarþjónustu hjá borginni Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri á Landspítala, hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Síðustu níu ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. 16. ágúst 2022 10:47
Skortur á tækifærum og fjölbreytileika fæli nýja lækna frá Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir það fæla fólk frá því að koma heim eftir læknanám erlendis að tækifæri til að stunda rannsóknir hérlendis séu hverfandi. 12. ágúst 2022 07:21
Stórt hlutfall íslenskra lækna útskrifast erlendis Tæplega helmingur lækna frá Íslandi útskrifast nú úr grunnámi við erlenda háskóla. 11. ágúst 2022 06:56
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent