Verkkvíði ríkisstjórnar í loftslagsmálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:30 Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki. Forysturíki í orði en ekki á borði Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland á að verða fyrsta ríkið sem er óháð jarðefnaeldsneyti og á að ná kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum ekki seinna en árið 2040. Það er stefnt að því að fyrir árið 2030 dragist losun gróðurhúsalofttegunda saman um 55% frá því sem var árið 2005. Í heil fimm ár hefur forsætisráðherra talað um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Fréttir af ræðum hennar á erlendri grundu vekja athygli. Engu að síður hefur vantað allar aðgerðir til að ná fram þeim markmiðum sem eiga að gera Ísland að þessu forysturíki. Nýr umhverfisráðherra hefur sjálfur sagt að til þess að þessi markmið náist þurfi að herða róðurinn verulega. Enn sem komið er liggja fyrir orð en ekki efndir. Loftslagsráð hefur bent á að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 séu óljós og ófullnægjandi. Ráðið telur nauðsynlegt að stjórnvöld skýri og útfæri markmiðin nánar. Í grænni skýrslu umhverfisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki fylgt eftir markmiðum sínum um orkuskipti með skýrum ákvörðunum um orkuöflun. Ungir umhverfissinnar hafa gefið ríkisstjórninni falleinkunn í loftslagsmálum. Ekkert af þessu rímar við orð Katrínar Jakobsdóttur um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Og raddirnar heyrast víðar. Háleit markmið en svo ekkert Ríkisstjórnin hefur hvatt aðra til dáða og biðlað til almennings sem og atvinnulífsins um að gera sitt. Auðvitað þarf allt samfélagið að leggja sitt af mörkum en stjórnvöld verða að taka að sér stærra hlutverk til að ná eigin markmiðum. Ríkisstjórnin hefur öll tækifæri til að hafa jákvæð áhrif og ætti að vera meira en álitsgjafi í fjölmiðlum eða málstofa vel meinandi fólks. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar, heldur hvernig er stjórnað. Á síðasta þingi lagði ég fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hversu hátt hlutfall fjárfestinga ríkisins styður við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar. Nánar tiltekið um þær fjárfestingar ríkisins sem snúa að verndun vistkerfa, markmiðum um losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eða stuðla að því að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar á sviði loftslagsmála. Grænar fjárfestingar í stuttu máli. Auðvitað er ekki alveg einfalt erfitt að leggja mat á þetta en samkvæmt svari ráðherra námu þær fjárfestingar sem beinlínis styðja við loftslagsmarkmiðin – og geta kallað grænar - 2,9 milljörðum. Svarið verður skýrara þegar sú tala er sett í samhengi við heildartölu fjárfestinga. Þá sést að þessar grænu fjárfestingar voru 2% af heildarfjárfestingum á síðasta ári. Ríkisstjórnin fegrar svo bókhaldið með því að telja til fjárfestingar sem styðja „með óbeinum hætti“ við loftslagsmarkmiðin. Það bókhald virðist í anda skapandi skrifa enda útgjöld til nýs landspítala þá talin til grænna fjárfestinga. Tímasett plan og skýr verkstjórn takk Það er sjálfstætt áhyggjuefni að ríkisstjórnin getur illa skilgreint hvað raunverulega telst til grænna fjárfestinga, þrátt fyrir sín háleitu markmið.Loftslagsráð hefur einmitt bent á að í fjármálaáætlun sé erfitt að átta sig á því hvaða forsendur, gögn og greiningar liggja að baki forgangsröðun fjármuna og hvaða ávinnings er að vænta af framlögum til einstakra aðgerða. Það dregur úr líkum þess að ríkisstjórnin nái fram markmiðum sínum þegar yfirsýnin er lítil og fólk vinnur í blindflugi. Eftir stendur þó að það jákvæða í stöðunni er að það er algjörlega raunhæft að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sett sér. Allt sem þarf er að vinna eftir skýrri hugmyndafræði og verkstjórn og fylgja markvissum og tímasettum aðgerðum eftir. Fyrst þarf ríkisstjórnin bara að losa sig við verkkvíðann sem hindrar árangur í þeim málaflokki sem er nú og mun lengi verða sá allra mikilvægasti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki. Forysturíki í orði en ekki á borði Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland á að verða fyrsta ríkið sem er óháð jarðefnaeldsneyti og á að ná kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum ekki seinna en árið 2040. Það er stefnt að því að fyrir árið 2030 dragist losun gróðurhúsalofttegunda saman um 55% frá því sem var árið 2005. Í heil fimm ár hefur forsætisráðherra talað um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Fréttir af ræðum hennar á erlendri grundu vekja athygli. Engu að síður hefur vantað allar aðgerðir til að ná fram þeim markmiðum sem eiga að gera Ísland að þessu forysturíki. Nýr umhverfisráðherra hefur sjálfur sagt að til þess að þessi markmið náist þurfi að herða róðurinn verulega. Enn sem komið er liggja fyrir orð en ekki efndir. Loftslagsráð hefur bent á að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 séu óljós og ófullnægjandi. Ráðið telur nauðsynlegt að stjórnvöld skýri og útfæri markmiðin nánar. Í grænni skýrslu umhverfisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki fylgt eftir markmiðum sínum um orkuskipti með skýrum ákvörðunum um orkuöflun. Ungir umhverfissinnar hafa gefið ríkisstjórninni falleinkunn í loftslagsmálum. Ekkert af þessu rímar við orð Katrínar Jakobsdóttur um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Og raddirnar heyrast víðar. Háleit markmið en svo ekkert Ríkisstjórnin hefur hvatt aðra til dáða og biðlað til almennings sem og atvinnulífsins um að gera sitt. Auðvitað þarf allt samfélagið að leggja sitt af mörkum en stjórnvöld verða að taka að sér stærra hlutverk til að ná eigin markmiðum. Ríkisstjórnin hefur öll tækifæri til að hafa jákvæð áhrif og ætti að vera meira en álitsgjafi í fjölmiðlum eða málstofa vel meinandi fólks. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar, heldur hvernig er stjórnað. Á síðasta þingi lagði ég fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hversu hátt hlutfall fjárfestinga ríkisins styður við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar. Nánar tiltekið um þær fjárfestingar ríkisins sem snúa að verndun vistkerfa, markmiðum um losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eða stuðla að því að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar á sviði loftslagsmála. Grænar fjárfestingar í stuttu máli. Auðvitað er ekki alveg einfalt erfitt að leggja mat á þetta en samkvæmt svari ráðherra námu þær fjárfestingar sem beinlínis styðja við loftslagsmarkmiðin – og geta kallað grænar - 2,9 milljörðum. Svarið verður skýrara þegar sú tala er sett í samhengi við heildartölu fjárfestinga. Þá sést að þessar grænu fjárfestingar voru 2% af heildarfjárfestingum á síðasta ári. Ríkisstjórnin fegrar svo bókhaldið með því að telja til fjárfestingar sem styðja „með óbeinum hætti“ við loftslagsmarkmiðin. Það bókhald virðist í anda skapandi skrifa enda útgjöld til nýs landspítala þá talin til grænna fjárfestinga. Tímasett plan og skýr verkstjórn takk Það er sjálfstætt áhyggjuefni að ríkisstjórnin getur illa skilgreint hvað raunverulega telst til grænna fjárfestinga, þrátt fyrir sín háleitu markmið.Loftslagsráð hefur einmitt bent á að í fjármálaáætlun sé erfitt að átta sig á því hvaða forsendur, gögn og greiningar liggja að baki forgangsröðun fjármuna og hvaða ávinnings er að vænta af framlögum til einstakra aðgerða. Það dregur úr líkum þess að ríkisstjórnin nái fram markmiðum sínum þegar yfirsýnin er lítil og fólk vinnur í blindflugi. Eftir stendur þó að það jákvæða í stöðunni er að það er algjörlega raunhæft að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sett sér. Allt sem þarf er að vinna eftir skýrri hugmyndafræði og verkstjórn og fylgja markvissum og tímasettum aðgerðum eftir. Fyrst þarf ríkisstjórnin bara að losa sig við verkkvíðann sem hindrar árangur í þeim málaflokki sem er nú og mun lengi verða sá allra mikilvægasti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun