Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 15:33 Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans vísir/vilhelm Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu spítalans, segir það slæman kost að yfirleggja á legudeildir en það sé þó skárra en að hafa alla sjúklinga í einni kös á bráðamóttökunni. Það eru auðvitað engin nýmæli að krísuástand sé á bráðamóttökunni. Í sumar var mikið um uppsagnir hjá starfsfólki á bráðamóttöku og mikið hefur fjallað undanfarið um mönnunarvanda spítalans. Heimild er fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Um 59 stöðugildi eru nú mönnuð og því um þriðjungur stöðugilda sem eru ómönnuð. Undanfarin ár hefur fjöldi sjúkrarúma einnig fækkað hlutfallslega í samanburði við aukningu verkefna. Tilraun til að létta álag „Það hefur sorfið verulega af bráðamóttökunni. Starfsfólkið segir okkur að ef það væri ekki svo margir á göngunum væri mun betra að vinna hérna. Með því að taka þetta stig, er að minnsta kosti gerð tilraun til þess að minnka álagið. Við settum þetta af stað fyrir viku síðan og erum að reyna að vinna að þessu og viðhalda þessari ákvörðun,“ segir Már Kristjánsson. Fólki verður þó enn ráðstafað þannig að einstaklingur sem á við geðrænan vanda að stríða verði ekki lagður inn á hjartadeild, sem dæmi. Fjölveikir einstaklingar, einstaklingar með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma, hafa undanfarið að miklu leyti þurft að leggjast inn á ganga bráðamóttökunnar, að sögn Más. „Við höfum verið að þróa með okkur bráðalyflækningadeild sem er staðsett í Fossvogi og það er fyrsti áfangastaður fyrir fjölveika, eða aðrar legudeildir sem hafa pláss. Þessir einstaklingar voru gjarnan á göngunum á Bráðamóttökunni en við viljum dreifa þeim á legudeildir.“ Ekki til eftirbreytni Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í tilefni menningarnætur þar sem fyrirséð var að álagið myndi aukast. „Við stefnum að því að hafa minnst tíu á göngum, en legudeildirnar eru ekki í stakk búnar til þess að höndla það, þannig við byrjum nú á fimmtán. Þetta er í rauninni gert þar sem mikið hefur verið um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og mikil þreyta. Þannig dreifum við á legudeildir til þess að það séu tiltölulega fáir á hverri deild.“ Hann ítrekar að fyrrgreint fyrirkomulag sé hvorki ákjósanlegt né til eftirbreytni, enda sé ekki gott að hafa marga sjúklinga á legudeildum á móti hverjum heilbrigðisstarfsmanni. Skárra sé það þó en að hafa svo marga inniliggjandi á legudeildum en á bráðamóttöku. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37 Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu spítalans, segir það slæman kost að yfirleggja á legudeildir en það sé þó skárra en að hafa alla sjúklinga í einni kös á bráðamóttökunni. Það eru auðvitað engin nýmæli að krísuástand sé á bráðamóttökunni. Í sumar var mikið um uppsagnir hjá starfsfólki á bráðamóttöku og mikið hefur fjallað undanfarið um mönnunarvanda spítalans. Heimild er fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Um 59 stöðugildi eru nú mönnuð og því um þriðjungur stöðugilda sem eru ómönnuð. Undanfarin ár hefur fjöldi sjúkrarúma einnig fækkað hlutfallslega í samanburði við aukningu verkefna. Tilraun til að létta álag „Það hefur sorfið verulega af bráðamóttökunni. Starfsfólkið segir okkur að ef það væri ekki svo margir á göngunum væri mun betra að vinna hérna. Með því að taka þetta stig, er að minnsta kosti gerð tilraun til þess að minnka álagið. Við settum þetta af stað fyrir viku síðan og erum að reyna að vinna að þessu og viðhalda þessari ákvörðun,“ segir Már Kristjánsson. Fólki verður þó enn ráðstafað þannig að einstaklingur sem á við geðrænan vanda að stríða verði ekki lagður inn á hjartadeild, sem dæmi. Fjölveikir einstaklingar, einstaklingar með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma, hafa undanfarið að miklu leyti þurft að leggjast inn á ganga bráðamóttökunnar, að sögn Más. „Við höfum verið að þróa með okkur bráðalyflækningadeild sem er staðsett í Fossvogi og það er fyrsti áfangastaður fyrir fjölveika, eða aðrar legudeildir sem hafa pláss. Þessir einstaklingar voru gjarnan á göngunum á Bráðamóttökunni en við viljum dreifa þeim á legudeildir.“ Ekki til eftirbreytni Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í tilefni menningarnætur þar sem fyrirséð var að álagið myndi aukast. „Við stefnum að því að hafa minnst tíu á göngum, en legudeildirnar eru ekki í stakk búnar til þess að höndla það, þannig við byrjum nú á fimmtán. Þetta er í rauninni gert þar sem mikið hefur verið um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og mikil þreyta. Þannig dreifum við á legudeildir til þess að það séu tiltölulega fáir á hverri deild.“ Hann ítrekar að fyrrgreint fyrirkomulag sé hvorki ákjósanlegt né til eftirbreytni, enda sé ekki gott að hafa marga sjúklinga á legudeildum á móti hverjum heilbrigðisstarfsmanni. Skárra sé það þó en að hafa svo marga inniliggjandi á legudeildum en á bráðamóttöku.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37 Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59
Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37
Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35