Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Bjarki Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2022 20:08 Viktor hefur stórtapað á frestun tónleikanna. Vísir/Vésteinn Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. Viktor býr á Reyðarfirði ásamt kærustu sinni, Helgu Guðrúnu. Þau flugu til Reykjavíkur snemma í gærmorgun til að fara á tónleika með stórsöngvaranum Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Um hádegisbilið í gær barst síðan tilkynning frá tónleikahaldaranum Reykjavík Live. Þar kom fram að fyrirtækið neyddist til þess að fresta tónleikunum „vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd fyrirhugaðara tónleika“. Viktor og Helga flugu til Reykjavíkur frá Egilsstöðum en stuttu eftir komuna var þeim tjáð að tónleikunum væri frestað. Þegar tilkynningin barst var einungis rúmur sólarhringur í tónleikana og Viktor og Helga mætt til Reykjavíkur, búin að leigja bílaleigubíl og redda sumarfríi. Í samtali við fréttastofu segist Viktor áætla að þetta séu um hundrað þúsund krónur sem þau tapa á þessu. „Svo vorum við beðin um að setja okkur í samband við þau en svörin sem við fengum þar voru mjög svipuð og svörin sem þau gáfu öllum. Að við ættum að bíða og sjá hvað þeir geti gert eftir að þeir tilkynna nýja dagsetningu,“ segir Viktor. „Þetta eru frekar loðin svör sem fólk er að fá frá þeim. Mér finnst það hljóma svolítið þannig eins og þeir vilji ekki segja hvað gerðist.“ Hann vill þó meina að þau séu heppin að hafa ekki tapað meiru en þau gátu fengið fría gistingu hjá vinum þeirra og eru með góða afslætti. Tjónið hefði því getað verið mun meira. „Þetta er leiðinlegt en þetta er líka leiðinlegt fyrir tónleikahaldarana. Ég óska þeim hins besta og vonandi verður hægt að finna einhverja lausn á þessu. Vonandi græjast þetta allt saman og þessir tónleikar verða bara haldnir fyrr eða síðar,“ segir Viktor. Tónleikar á Íslandi Neytendur Reykjavík Fjarðabyggð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Viktor býr á Reyðarfirði ásamt kærustu sinni, Helgu Guðrúnu. Þau flugu til Reykjavíkur snemma í gærmorgun til að fara á tónleika með stórsöngvaranum Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Um hádegisbilið í gær barst síðan tilkynning frá tónleikahaldaranum Reykjavík Live. Þar kom fram að fyrirtækið neyddist til þess að fresta tónleikunum „vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd fyrirhugaðara tónleika“. Viktor og Helga flugu til Reykjavíkur frá Egilsstöðum en stuttu eftir komuna var þeim tjáð að tónleikunum væri frestað. Þegar tilkynningin barst var einungis rúmur sólarhringur í tónleikana og Viktor og Helga mætt til Reykjavíkur, búin að leigja bílaleigubíl og redda sumarfríi. Í samtali við fréttastofu segist Viktor áætla að þetta séu um hundrað þúsund krónur sem þau tapa á þessu. „Svo vorum við beðin um að setja okkur í samband við þau en svörin sem við fengum þar voru mjög svipuð og svörin sem þau gáfu öllum. Að við ættum að bíða og sjá hvað þeir geti gert eftir að þeir tilkynna nýja dagsetningu,“ segir Viktor. „Þetta eru frekar loðin svör sem fólk er að fá frá þeim. Mér finnst það hljóma svolítið þannig eins og þeir vilji ekki segja hvað gerðist.“ Hann vill þó meina að þau séu heppin að hafa ekki tapað meiru en þau gátu fengið fría gistingu hjá vinum þeirra og eru með góða afslætti. Tjónið hefði því getað verið mun meira. „Þetta er leiðinlegt en þetta er líka leiðinlegt fyrir tónleikahaldarana. Ég óska þeim hins besta og vonandi verður hægt að finna einhverja lausn á þessu. Vonandi græjast þetta allt saman og þessir tónleikar verða bara haldnir fyrr eða síðar,“ segir Viktor.
Tónleikar á Íslandi Neytendur Reykjavík Fjarðabyggð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira