Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2022 07:20 Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra á árunum 1988 til 1995. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Alþýðuflokksmaður, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þessa og hafi Jón Baldvin svo fengið boðsbréf á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin segist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. „Þeir sem hafa undirbúið fundinn hafa vitandi vits haldið Jóni Baldvini frá,“ segir Sighvatur, og bætir við að Jón eigi stærstan persónulegan þátt í því að ríkin hafi fengið sjálfstæði. Sighvatur segir ólíðandi að íslensk stjórnvöld komi þannig fram við mann sem hafi verið sýknaður fyrir dómstólum. Jón Baldvin var í nóvember síðastliðinn sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. „Ég virðist vera í starfs- og framkomubanni,“ segir Jón Baldvin við Fréttablaðið og vísar til þess að hann hafi ekki verið fenginn til kennslu í Háskóla Íslands síðan árið 2015. Á viðburðinum verður þriggja áratuga stjórnmálasambandi Íslands og Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháens fagnað en Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði þeirra árið 1992 – í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins. Uppfært klukkan 9:26: Í yfirlýsingu frá forseta Íslands kemur fram að Jón Baldvin hafi fengið boð á sama tíma og aðrir gestir. Fullyrðingar í forsíðufrétt Fréttablaðsins séu því rangar. Vegna fréttar á forsíðu Fréttablaðsins í dag, 24. ágúst, vill embætti forseta Íslands koma eftirfarandi á framfæri: Ósatt er með öllu að til hafi staðið að bjóða ekki Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm 30 ár eru liðin frá því að Ísland tók á ný upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Á boðslista viðburðarins eru, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988-1991 og 1991-1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Einnig má taka fram að þegar aldarfjórðungur var liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 bauð forseti Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Háskólar Eistland Lettland Litháen Sovétríkin Skóla - og menntamál Utanríkismál Tengdar fréttir „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Alþýðuflokksmaður, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þessa og hafi Jón Baldvin svo fengið boðsbréf á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin segist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. „Þeir sem hafa undirbúið fundinn hafa vitandi vits haldið Jóni Baldvini frá,“ segir Sighvatur, og bætir við að Jón eigi stærstan persónulegan þátt í því að ríkin hafi fengið sjálfstæði. Sighvatur segir ólíðandi að íslensk stjórnvöld komi þannig fram við mann sem hafi verið sýknaður fyrir dómstólum. Jón Baldvin var í nóvember síðastliðinn sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. „Ég virðist vera í starfs- og framkomubanni,“ segir Jón Baldvin við Fréttablaðið og vísar til þess að hann hafi ekki verið fenginn til kennslu í Háskóla Íslands síðan árið 2015. Á viðburðinum verður þriggja áratuga stjórnmálasambandi Íslands og Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháens fagnað en Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði þeirra árið 1992 – í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins. Uppfært klukkan 9:26: Í yfirlýsingu frá forseta Íslands kemur fram að Jón Baldvin hafi fengið boð á sama tíma og aðrir gestir. Fullyrðingar í forsíðufrétt Fréttablaðsins séu því rangar. Vegna fréttar á forsíðu Fréttablaðsins í dag, 24. ágúst, vill embætti forseta Íslands koma eftirfarandi á framfæri: Ósatt er með öllu að til hafi staðið að bjóða ekki Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm 30 ár eru liðin frá því að Ísland tók á ný upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Á boðslista viðburðarins eru, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988-1991 og 1991-1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Einnig má taka fram að þegar aldarfjórðungur var liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 bauð forseti Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna.
Vegna fréttar á forsíðu Fréttablaðsins í dag, 24. ágúst, vill embætti forseta Íslands koma eftirfarandi á framfæri: Ósatt er með öllu að til hafi staðið að bjóða ekki Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm 30 ár eru liðin frá því að Ísland tók á ný upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Á boðslista viðburðarins eru, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988-1991 og 1991-1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Einnig má taka fram að þegar aldarfjórðungur var liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 bauð forseti Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Háskólar Eistland Lettland Litháen Sovétríkin Skóla - og menntamál Utanríkismál Tengdar fréttir „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30