Tilkynning um pláss á leikskóla dregin til baka skömmu síðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 11:39 Langþreyttir foreldrar í ráðhúsinu á mótmælum fyrir skömmu. vísir/vilhelm Fjölmargir foreldrar héldu að löng bið eftir leikskólaplássi hafi tekið enda í gær er þau fengu tilkynningu frá Ævintýraborgum í Nauthólsvík um að tekið verði á móti börnum viðtakenda í byrjun september. Svo reyndist ekki vera og var tilkynningin leiðrétt skömmu síðar en tölvupóstur hafði verið sendur á „töluvert stærri hóp en hann átti að fara á,“ eins og það var orðað af skólastjóra. Margir verða því að bíða eitthvað lengur en skólastjóri Ævintýraborgar segir öll af vilja gerð og foreldrar séu flestallir jákvæðir. „Kæru foreldrar og forráðafólk. Ótrúlega gaman að senda ykkur þennan póst.“ Svona hefst tölvupóstur frá Birnu Bjarkardóttur, skólastjóra á Ævintýraborg við Nauthólsveg, sem kveðst ætla að taka inn börnin á leikskólann í byrjun september. Eins og greint hefur verið frá er stefnt á að opna Ævintýraborg við Nauthólsveg í september og er það eitt helsta úrræði borgarinnar sem kynnt var á blaðamannafundi í ráðhúsinu eftir kröftug mótmæli langþreytta foreldra. „Því miður áttu þau mannlegu mistök sér stað að ég, Birna Bjarkardóttir skólastjóri á Ævintýraborg sendi út póst á töluvert stærri hóp en hann átti að fara á. […] Þó vissulega sé gott að allir foreldrar sem hafa sótt um vistun við skólann fyrir börn sín hafi fengið upplýsingar um að við séum á fullu að undirbúa og opna skólann þá átti þessi tiltekni póstur aðeins að fara á foreldra/forráðamenn þeirra barna sem nú þegar hafa fengið boð um vistun við skólann. Ég harma það að hafa valdið misskilningi.“ Þannig hljómar síðari póstur sem barst frá skólastjóranum. Mörgum foreldrum var því snarlega kippt niður á jörðina. Frá framkvæmdum á lóð Ævintýraborga við Nauthólsveg.vísir/egill Stefnt að opnun í byrjun september og starfsfólk jákvætt Birna segir í samtali við fréttastofu að mannleg mistök hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar gengið vel að flýta fyrir innritun margra barna og þau horfi björtum augum á framhaldið. „Við erum núna að heyra í foreldrum sem hafa fengið boð um vistun í október og nóvember. Við sjáum fram á að geta flýtt öllum þeim börnum. Núna erum við bara að klára að ráða inn fólk og þess háttar,“ segir Birna. Nú sé lítil aðstaða á Eggertsgötu fyrir 25 börn sem verða flutt yfir á Nauthólsveg. „Við flytjum í byrjun september. Nú er úttekt hjá heilbrigðiseftirlitinu og svo þurfum við nokkra daga til að koma okkur fyrir og á mánudaginn 12. september erum við að taka inn fyrsta holl. Hún segir að öðru leyti öll af vilja gerð og að gott samstarf sé við marga foreldra sem séu allir jákvæðir. „Það skiptir máli að halda uppi jákvæðum fréttum og jákvæðum ummælum ekki bara alltaf að taka það neikvæða. Við starfsfólkið tökum þetta á jákvæðninni og það gera allir foreldrar sem ég tala við,“ segir Birna að lokum. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. 18. ágúst 2022 21:47 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Svo reyndist ekki vera og var tilkynningin leiðrétt skömmu síðar en tölvupóstur hafði verið sendur á „töluvert stærri hóp en hann átti að fara á,“ eins og það var orðað af skólastjóra. Margir verða því að bíða eitthvað lengur en skólastjóri Ævintýraborgar segir öll af vilja gerð og foreldrar séu flestallir jákvæðir. „Kæru foreldrar og forráðafólk. Ótrúlega gaman að senda ykkur þennan póst.“ Svona hefst tölvupóstur frá Birnu Bjarkardóttur, skólastjóra á Ævintýraborg við Nauthólsveg, sem kveðst ætla að taka inn börnin á leikskólann í byrjun september. Eins og greint hefur verið frá er stefnt á að opna Ævintýraborg við Nauthólsveg í september og er það eitt helsta úrræði borgarinnar sem kynnt var á blaðamannafundi í ráðhúsinu eftir kröftug mótmæli langþreytta foreldra. „Því miður áttu þau mannlegu mistök sér stað að ég, Birna Bjarkardóttir skólastjóri á Ævintýraborg sendi út póst á töluvert stærri hóp en hann átti að fara á. […] Þó vissulega sé gott að allir foreldrar sem hafa sótt um vistun við skólann fyrir börn sín hafi fengið upplýsingar um að við séum á fullu að undirbúa og opna skólann þá átti þessi tiltekni póstur aðeins að fara á foreldra/forráðamenn þeirra barna sem nú þegar hafa fengið boð um vistun við skólann. Ég harma það að hafa valdið misskilningi.“ Þannig hljómar síðari póstur sem barst frá skólastjóranum. Mörgum foreldrum var því snarlega kippt niður á jörðina. Frá framkvæmdum á lóð Ævintýraborga við Nauthólsveg.vísir/egill Stefnt að opnun í byrjun september og starfsfólk jákvætt Birna segir í samtali við fréttastofu að mannleg mistök hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar gengið vel að flýta fyrir innritun margra barna og þau horfi björtum augum á framhaldið. „Við erum núna að heyra í foreldrum sem hafa fengið boð um vistun í október og nóvember. Við sjáum fram á að geta flýtt öllum þeim börnum. Núna erum við bara að klára að ráða inn fólk og þess háttar,“ segir Birna. Nú sé lítil aðstaða á Eggertsgötu fyrir 25 börn sem verða flutt yfir á Nauthólsveg. „Við flytjum í byrjun september. Nú er úttekt hjá heilbrigðiseftirlitinu og svo þurfum við nokkra daga til að koma okkur fyrir og á mánudaginn 12. september erum við að taka inn fyrsta holl. Hún segir að öðru leyti öll af vilja gerð og að gott samstarf sé við marga foreldra sem séu allir jákvæðir. „Það skiptir máli að halda uppi jákvæðum fréttum og jákvæðum ummælum ekki bara alltaf að taka það neikvæða. Við starfsfólkið tökum þetta á jákvæðninni og það gera allir foreldrar sem ég tala við,“ segir Birna að lokum.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. 18. ágúst 2022 21:47 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37
Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. 18. ágúst 2022 21:47