Með varnarleik skal landið byggja Björn Már Ólafsson skrifar 26. ágúst 2022 11:01 Chris Smalling tryggði Roma annan 1-0 sigurinn í röð, Paulo Dybala til mikillar gleði. EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI Þau voru ekki ýkja mörg, mörkin í ítölsku A deildinnu um liðna helgi. Eftir fjöruga upphafsumferð þar sem 34 mörk litu dagsins ljós var önnur umferðin afturhvarf til níunda áratugarins hvað varðar markaskorun. 13 urðu mörkin alls. Það er huggun harmi gegn að nokkur þeirra voru með því fallegara sem við munum fá að sjá á tímabilinu. Domenico Berardi skoraði eftirminnilegt mark úr viðstöðulausu skoti utan teigs á meðan Maradona Kákasusfjallanna, Khvicha Kvaratskhelia, hélt uppteknum hætti og skoraði tvö glæsileg mörk – annað einkar laglegt af löngu færi. En það var varnarleikurinn sem var í fyrirrúmi þessa helgina og alls urðu markalausu jafnteflin fjögur talsins. Ítalski boltinn hefur löngum haft það orð á sér í Norður-Evrópu að vera varnarsinnaður og lengst framan af var það réttnefni. En það á sér líka nokkuð einfalda útskýringu. Ítalir voru 13 árum á eftir Englendingum að taka upp þriggja stiga regluna. Þriggja stiga reglan verðlaunar sóknarsinnaðri liðum, á meðan tveggja stiga reglan hvetur lið til að sækja til sigurs á heimavelli en leggja liðsrútunni góðu fyrir framan markið á útivelli og sætta sig við jafnteflið. Eftir að þriggja stiga reglan var tekin upp í ítölsku deildinni jókst markaskorun þar og síðustu 15-20 ár hefur ekki verið teljanlegur munur á markaskorun í ensku og ítölsku úrvalsdeildinni. Hugmyndasnauðir Juventusmenn Juventus var eitt liðanna sem þurfti að láta sér nægja 0-0 jafntefli gegn Sampdoria á útivelli. Gamla daman átti ekki sinn besta dag og sóknarleikur liðsins var sérlega bragðdaufur. Ángel Di María sem átti svo fallega frumraun í svarthvíta búningnum var fjarri góðu gamni og án hans varð stóknarleikurinn einstaklega hreyfingarlaus og Dusan Vlahović fékk enga þjónustu. Raunar snerti hann knöttinn aðeins þrisvar í fyrri hálfleik, og þar af var ein snertingin sjálf upphafsspyrnan. Fótbolti er því miður fyrir hann ekki leikur án snertingar. Filip Kostić lék sinn fyrsta leik fyrir Juventus á vinstri kantinum en stórir og stæðilegir miðverðir Sampdoria áttu ekki í teljandi vandræðum með að skalla fyrirsjáanlegar fyrirgjafir hans í burtu. Þá var uppspilið hjá svarthvíta liðinu svo pínlegt á að horfa að ég hef séð málningu þorna með meiri tilþrifum en liðið sýndi á köflum. Max Allegri bíður ekkert auðvelt verkefni við að byggja upp nýtt Juventus lið og strax í næsta leik bíður Jose Mourinho með sína ógnarsterku rómversku hersveit. Margir höfðu efasemdir um endurkomu Allegris sem þjálfara hjá Juventus eftir tveggja ára sjálfsskipaða útlegð úr knattspyrnuheiminum. Tvö ár eru langur tími í fótbolta og hann virðist nokkuð hugmyndasnauður á hliðarlínunni. Nýr leikmaður – sömu gömlu mörkin Á meðan stuðningsmenn Juventus eru langt niðri eftir frammistöðu liðsins um helgina er aðra sögu að segja um stuðningsmenn Napoli. Bláklædda liðið úr suðrinu hefur farið best af stað af öllum liðum deildarinnar og þrátt fyrir auðvelt leikjaprógram í upphafi tímabils verður að segjast að sérstaklega sóknarleikurinn er afar sannfærandi. Kvaratskhelia byrjaði markaveisluna gegn Monza með glæsilegu hægrifótarskoti utan teigs – rakleiðis upp í samskeytin. Þetta er nákvæmlega sama tegund af marki og forveri hans á vinstri kantinum, Lorenzo Insigne, gerði ódauðlegt á sínum tíma. Kötta inn af vinstri kantinum og snudda boltann fallega í fjærhornið. Tiraggir kalla stuðningsmenn Napoli þessa tegund af mörkum og söknuðurinn eftir brotthvarf Insignes hefur minnkað talsvert með þessum frammistöðum arftaka hans. Victor Osimhen heldur áfram að skora fyrir Napoli.Giuseppe Maffia/Getty Images Victor Osimhen jók forystu Napoli í fyrri hálfleik áður en Kvaratshkelia bætti öðru marki við með frábærri einstaklingsframmistöðu. Það var svo annar nýr leikmaður, Kim Min-Jae, sem rak síðasta naglann í kistu Monza í uppbótatíma. Lærisveinar Berlusconis hjá Monza fara því afar illa af stað á þessu tímabili með tveimur töpum í fyrstu tveimur leikjunum. Silvio skildi þó ekki vera á þeim buxunum að reka þjálfarann? LuLa tvíeykið mætt til leiks Annað lið sem fer vel af stað er Internazionale sem mætti Íslendingaliðinu Spezia á heimavelli sínum. Úr varð öruggur 3-0 sigur þar sem framherjaparið LuLa, Romelo Lukaku og Lautaro Martínez, minnti vel á sig. Lautaro skoraði fyrsta markið eftir stoðsendingu frá þeim fyrrnefnda og samvinna þeirra í vetur verður lykillinn að veru þeirra í toppbaráttunni. Hakan Çalhanoğlu bætti öðru marki við áður en Edin Dzeko lagði upp þriðja markið á Argentínumanninn Joaquin Correa. Mikael Egill Ellertsson kom inná rétt fyrir lok leiks og hefur því komið við sögu í fyrstu tveimur leikjum Spezia. Þórir Jóhann aukaspyrnusérfræðingur liðsins Hitt Íslendingaliðið í deildinni Lecce tapaði einnig um helgina. Þórir Jóhann lék síðasta hálftímann gegn Sassuolo. Þeir grænklæddu komust yfir með glæsimarki frá Domenico Berardi. Lecce átti tögl og haldir í leiknum eftir það en tókst ekki að skora þrátt fyrir nokkur ágæt tækifæri. Þórir Jóhann komst einnig nálægt því með góðri aukaspyrnu en inn vildi boltinn ekki. Ef hann fær áfram traustið í aukaspyrnunum þá hlýtur að styttast í fyrsta mark hans í Serie A. Lecce þarf að fara safna stigum hið snarasta.Emmanuele Mastrodonato/Getty Images Lecce hefur ekki lokið sér af á félagsskiptamarkaðnum því félagið hefur nú óvænt samið við varnarmanninn og heimsmeistarann Samuel Umtiti sem kemur á láni frá Barcelona. Hann mun styrkja félagið í baráttu sinni fyrir sæti í deildinni á næsta tímabili, ef hann helst heill heilsu. Meiðslavandræði í Rómarborg Ógæfan virðist elta Jose Mourinho á röndum þessa dagana. Giorgio Wijnaldum var ekki fyrr búin að skrifa undir samning við félagið þegar hann sköflungsbrotnaði á æfingu og verður frá í nokkra mánuði. Hann var því ekki í leikmannahópi liðsins sem mætti Cremonese á mánudaginn var. Roma var með mikla yfirburði í leiknum en að sönnum Mourinho-sið létu þeir sér nægja 1-0 sigur á nýliðum Cremonese þar sem Chris Smalldini Smalling skoraði eina mark leiksins. Vondu fréttirnar fyrir rauðgula liðið frá Rómarborg voru þær að framherjinn Nicolò Zaniolo fór úr axlarlið í fyrri hálfleik og verður frá næsta mánuðinn eða svo. Mourinho gerði meiðslavandræðin að umtalsefni sínu í viðtölum eftir leik og væntir þess að félagið komi honum til bjargar með fleiri leikmönnum. Landsliðsframherjinn Andrea Belotti virðist vera á leið til félagsins, sem gæti fyllt skarð Zaniolos. AS Roma are now closing on Andrea Belotti deal as free agent. Felix Afena Gyan joins Cremonese on permanent deal for 6m plus 3m add-ons, so Roma will now be able to complete Belotti deal. #ASRomaVerbal agreement already in place between Roma and Belotti since weeks. pic.twitter.com/acV5YClBCP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2022 Hörkujafntefli í stórleik helgarinnar Stórleikurin helgarinnar var í Bergamo á Norður-Ítalíu þar sem spútniklið síðustu ára Atalanta fékk ríkjandi meistarana í AC Milan í heimsókn. Leikurinn var nokkuð jafn og einkenndist af mikilli baráttu. Úkraínumaðurinn Ruslan Malinovsky kom Atalanta yfir gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik með skoti sem átti viðkomu í varnarmanni. Stefano Piolo þjálfari AC Milan ákvað að henda öllum sínum sterkustu sóknarmönnum inn á völlinn. Nýi maðurinn Charles de Ketelaere, Olivier Giroud, Divock Origi og Alexis Saelemaekers komu allir inná en jöfnunarmarkið kom úr óvæntri átt. Miðumaðurinn knái Ismael Bennacer þrumaði boltanum í fjærhornið eftir frábæran einleik og kórónaði flottar frammistöðu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hvorugt liðið virtist líklegt til að skora það sem eftir lifði leiks. Ismael Bennacer fagnar marki sínu um síðustu helgi.EPA-EFE/PAOLO MAGNI Eftir tvær umferðir er það því Napoli sem trónir á toppnum með fullt hús stiga líkt og Internazionale og Roma. Hinar systurnar raða sér í sætin þar á eftir, Juventus, AC Milan, Atalanta, Fiorentina og Lazio. Á botninun án stiga má hins vegar sjá Monza, Lecce og Cremonese. Dramatík í uppbótatíma í Íslendingadeildinni Íslendingarnir voru á ferð og flugi í B deildinni líkt og í síðustu viku. Albert Guðmundsson lék allan leikinn í 0-0 jafntefli Genoa við Benevento á heimavelli. Hjörtur Hermansson lék allan leikinn í hjarta varnar Pisa sem náði í dramatískt jafntefli á lokamínútu leiksins gegn Como. Spænski miðjumaðurinn Cesc Fàbregas gekk til liðs við Como fyrir skömmu eins og frægt varð, en hann var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. Íslendingaliðið Venezia náði svo í sigur í uppbótatíma gegn Südtirol á útivelli lengst uppi í Dólómítafjallgarðinum. Enginn Íslendingar var þó í hóp Venezia að þessu sinni. Dybala mætir gömlu félögunum Um komandi helgi eru spennandi leikir á dagskránni, sem allir verða sýndir á Stöð 2 Sport. Á föstudagskvöldið heimsækir Internazionale Lazio, þar sem Simone Inzaghi þjálfari Inter mætir sínum gömlu lærisveinum. Á laugardaginn er svo stærsti leikur helgarinnar þegar Jose Mourinho og félagar í Roma heimsækja Juventus Stadium. Paulo Dybala mætir þar sínum fyrrum liðsfélögum í áhugaverðum slag. Á sunnudaginn fáum við svo áhugaverðan leik í Flórens þar sem Napoli mætir Fiorentina í kvöldleik á Stadio Artemio Franchi. Hér að neðan má sjá dagskrá Serie A á rásum Stöðvar 2 Sport um helgina. Föstudagur 26. ágúst Monza - Udinese (Stöð 2 Sport 2) kl. 16.20 Lazio - Inter Milan (Stöð 2 Sport 2) kl. 18.35 Laugardagur 27. ágúst Juventus - Roma (Stöð 2 Sport 2) kl. 16.20 Cremonese - Torino (Stöð 2 Sport 3) kl. 16.20 AC Milan - Bologna (Stöð 2 Sport 2) kl. 18.35 Spezia - Sassuolo (Stöð 2 Sport 3) kl. 18.35 Sunnudagur 28. ágúst Hellas Verona - Atalanta (Stöð 2 Sport 2) kl. 16.20 Salernitana - Sampdoria (Stöð 2 Sport 3) kl. 16.20 Fiorentina - Napoli (Stöð 2 Sport 2) kl. 18.35 Lecce - Empoli (Stöð 2 Sport 3) kl. 18.35 Fótbolti Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Það er huggun harmi gegn að nokkur þeirra voru með því fallegara sem við munum fá að sjá á tímabilinu. Domenico Berardi skoraði eftirminnilegt mark úr viðstöðulausu skoti utan teigs á meðan Maradona Kákasusfjallanna, Khvicha Kvaratskhelia, hélt uppteknum hætti og skoraði tvö glæsileg mörk – annað einkar laglegt af löngu færi. En það var varnarleikurinn sem var í fyrirrúmi þessa helgina og alls urðu markalausu jafnteflin fjögur talsins. Ítalski boltinn hefur löngum haft það orð á sér í Norður-Evrópu að vera varnarsinnaður og lengst framan af var það réttnefni. En það á sér líka nokkuð einfalda útskýringu. Ítalir voru 13 árum á eftir Englendingum að taka upp þriggja stiga regluna. Þriggja stiga reglan verðlaunar sóknarsinnaðri liðum, á meðan tveggja stiga reglan hvetur lið til að sækja til sigurs á heimavelli en leggja liðsrútunni góðu fyrir framan markið á útivelli og sætta sig við jafnteflið. Eftir að þriggja stiga reglan var tekin upp í ítölsku deildinni jókst markaskorun þar og síðustu 15-20 ár hefur ekki verið teljanlegur munur á markaskorun í ensku og ítölsku úrvalsdeildinni. Hugmyndasnauðir Juventusmenn Juventus var eitt liðanna sem þurfti að láta sér nægja 0-0 jafntefli gegn Sampdoria á útivelli. Gamla daman átti ekki sinn besta dag og sóknarleikur liðsins var sérlega bragðdaufur. Ángel Di María sem átti svo fallega frumraun í svarthvíta búningnum var fjarri góðu gamni og án hans varð stóknarleikurinn einstaklega hreyfingarlaus og Dusan Vlahović fékk enga þjónustu. Raunar snerti hann knöttinn aðeins þrisvar í fyrri hálfleik, og þar af var ein snertingin sjálf upphafsspyrnan. Fótbolti er því miður fyrir hann ekki leikur án snertingar. Filip Kostić lék sinn fyrsta leik fyrir Juventus á vinstri kantinum en stórir og stæðilegir miðverðir Sampdoria áttu ekki í teljandi vandræðum með að skalla fyrirsjáanlegar fyrirgjafir hans í burtu. Þá var uppspilið hjá svarthvíta liðinu svo pínlegt á að horfa að ég hef séð málningu þorna með meiri tilþrifum en liðið sýndi á köflum. Max Allegri bíður ekkert auðvelt verkefni við að byggja upp nýtt Juventus lið og strax í næsta leik bíður Jose Mourinho með sína ógnarsterku rómversku hersveit. Margir höfðu efasemdir um endurkomu Allegris sem þjálfara hjá Juventus eftir tveggja ára sjálfsskipaða útlegð úr knattspyrnuheiminum. Tvö ár eru langur tími í fótbolta og hann virðist nokkuð hugmyndasnauður á hliðarlínunni. Nýr leikmaður – sömu gömlu mörkin Á meðan stuðningsmenn Juventus eru langt niðri eftir frammistöðu liðsins um helgina er aðra sögu að segja um stuðningsmenn Napoli. Bláklædda liðið úr suðrinu hefur farið best af stað af öllum liðum deildarinnar og þrátt fyrir auðvelt leikjaprógram í upphafi tímabils verður að segjast að sérstaklega sóknarleikurinn er afar sannfærandi. Kvaratskhelia byrjaði markaveisluna gegn Monza með glæsilegu hægrifótarskoti utan teigs – rakleiðis upp í samskeytin. Þetta er nákvæmlega sama tegund af marki og forveri hans á vinstri kantinum, Lorenzo Insigne, gerði ódauðlegt á sínum tíma. Kötta inn af vinstri kantinum og snudda boltann fallega í fjærhornið. Tiraggir kalla stuðningsmenn Napoli þessa tegund af mörkum og söknuðurinn eftir brotthvarf Insignes hefur minnkað talsvert með þessum frammistöðum arftaka hans. Victor Osimhen heldur áfram að skora fyrir Napoli.Giuseppe Maffia/Getty Images Victor Osimhen jók forystu Napoli í fyrri hálfleik áður en Kvaratshkelia bætti öðru marki við með frábærri einstaklingsframmistöðu. Það var svo annar nýr leikmaður, Kim Min-Jae, sem rak síðasta naglann í kistu Monza í uppbótatíma. Lærisveinar Berlusconis hjá Monza fara því afar illa af stað á þessu tímabili með tveimur töpum í fyrstu tveimur leikjunum. Silvio skildi þó ekki vera á þeim buxunum að reka þjálfarann? LuLa tvíeykið mætt til leiks Annað lið sem fer vel af stað er Internazionale sem mætti Íslendingaliðinu Spezia á heimavelli sínum. Úr varð öruggur 3-0 sigur þar sem framherjaparið LuLa, Romelo Lukaku og Lautaro Martínez, minnti vel á sig. Lautaro skoraði fyrsta markið eftir stoðsendingu frá þeim fyrrnefnda og samvinna þeirra í vetur verður lykillinn að veru þeirra í toppbaráttunni. Hakan Çalhanoğlu bætti öðru marki við áður en Edin Dzeko lagði upp þriðja markið á Argentínumanninn Joaquin Correa. Mikael Egill Ellertsson kom inná rétt fyrir lok leiks og hefur því komið við sögu í fyrstu tveimur leikjum Spezia. Þórir Jóhann aukaspyrnusérfræðingur liðsins Hitt Íslendingaliðið í deildinni Lecce tapaði einnig um helgina. Þórir Jóhann lék síðasta hálftímann gegn Sassuolo. Þeir grænklæddu komust yfir með glæsimarki frá Domenico Berardi. Lecce átti tögl og haldir í leiknum eftir það en tókst ekki að skora þrátt fyrir nokkur ágæt tækifæri. Þórir Jóhann komst einnig nálægt því með góðri aukaspyrnu en inn vildi boltinn ekki. Ef hann fær áfram traustið í aukaspyrnunum þá hlýtur að styttast í fyrsta mark hans í Serie A. Lecce þarf að fara safna stigum hið snarasta.Emmanuele Mastrodonato/Getty Images Lecce hefur ekki lokið sér af á félagsskiptamarkaðnum því félagið hefur nú óvænt samið við varnarmanninn og heimsmeistarann Samuel Umtiti sem kemur á láni frá Barcelona. Hann mun styrkja félagið í baráttu sinni fyrir sæti í deildinni á næsta tímabili, ef hann helst heill heilsu. Meiðslavandræði í Rómarborg Ógæfan virðist elta Jose Mourinho á röndum þessa dagana. Giorgio Wijnaldum var ekki fyrr búin að skrifa undir samning við félagið þegar hann sköflungsbrotnaði á æfingu og verður frá í nokkra mánuði. Hann var því ekki í leikmannahópi liðsins sem mætti Cremonese á mánudaginn var. Roma var með mikla yfirburði í leiknum en að sönnum Mourinho-sið létu þeir sér nægja 1-0 sigur á nýliðum Cremonese þar sem Chris Smalldini Smalling skoraði eina mark leiksins. Vondu fréttirnar fyrir rauðgula liðið frá Rómarborg voru þær að framherjinn Nicolò Zaniolo fór úr axlarlið í fyrri hálfleik og verður frá næsta mánuðinn eða svo. Mourinho gerði meiðslavandræðin að umtalsefni sínu í viðtölum eftir leik og væntir þess að félagið komi honum til bjargar með fleiri leikmönnum. Landsliðsframherjinn Andrea Belotti virðist vera á leið til félagsins, sem gæti fyllt skarð Zaniolos. AS Roma are now closing on Andrea Belotti deal as free agent. Felix Afena Gyan joins Cremonese on permanent deal for 6m plus 3m add-ons, so Roma will now be able to complete Belotti deal. #ASRomaVerbal agreement already in place between Roma and Belotti since weeks. pic.twitter.com/acV5YClBCP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2022 Hörkujafntefli í stórleik helgarinnar Stórleikurin helgarinnar var í Bergamo á Norður-Ítalíu þar sem spútniklið síðustu ára Atalanta fékk ríkjandi meistarana í AC Milan í heimsókn. Leikurinn var nokkuð jafn og einkenndist af mikilli baráttu. Úkraínumaðurinn Ruslan Malinovsky kom Atalanta yfir gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik með skoti sem átti viðkomu í varnarmanni. Stefano Piolo þjálfari AC Milan ákvað að henda öllum sínum sterkustu sóknarmönnum inn á völlinn. Nýi maðurinn Charles de Ketelaere, Olivier Giroud, Divock Origi og Alexis Saelemaekers komu allir inná en jöfnunarmarkið kom úr óvæntri átt. Miðumaðurinn knái Ismael Bennacer þrumaði boltanum í fjærhornið eftir frábæran einleik og kórónaði flottar frammistöðu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hvorugt liðið virtist líklegt til að skora það sem eftir lifði leiks. Ismael Bennacer fagnar marki sínu um síðustu helgi.EPA-EFE/PAOLO MAGNI Eftir tvær umferðir er það því Napoli sem trónir á toppnum með fullt hús stiga líkt og Internazionale og Roma. Hinar systurnar raða sér í sætin þar á eftir, Juventus, AC Milan, Atalanta, Fiorentina og Lazio. Á botninun án stiga má hins vegar sjá Monza, Lecce og Cremonese. Dramatík í uppbótatíma í Íslendingadeildinni Íslendingarnir voru á ferð og flugi í B deildinni líkt og í síðustu viku. Albert Guðmundsson lék allan leikinn í 0-0 jafntefli Genoa við Benevento á heimavelli. Hjörtur Hermansson lék allan leikinn í hjarta varnar Pisa sem náði í dramatískt jafntefli á lokamínútu leiksins gegn Como. Spænski miðjumaðurinn Cesc Fàbregas gekk til liðs við Como fyrir skömmu eins og frægt varð, en hann var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. Íslendingaliðið Venezia náði svo í sigur í uppbótatíma gegn Südtirol á útivelli lengst uppi í Dólómítafjallgarðinum. Enginn Íslendingar var þó í hóp Venezia að þessu sinni. Dybala mætir gömlu félögunum Um komandi helgi eru spennandi leikir á dagskránni, sem allir verða sýndir á Stöð 2 Sport. Á föstudagskvöldið heimsækir Internazionale Lazio, þar sem Simone Inzaghi þjálfari Inter mætir sínum gömlu lærisveinum. Á laugardaginn er svo stærsti leikur helgarinnar þegar Jose Mourinho og félagar í Roma heimsækja Juventus Stadium. Paulo Dybala mætir þar sínum fyrrum liðsfélögum í áhugaverðum slag. Á sunnudaginn fáum við svo áhugaverðan leik í Flórens þar sem Napoli mætir Fiorentina í kvöldleik á Stadio Artemio Franchi. Hér að neðan má sjá dagskrá Serie A á rásum Stöðvar 2 Sport um helgina. Föstudagur 26. ágúst Monza - Udinese (Stöð 2 Sport 2) kl. 16.20 Lazio - Inter Milan (Stöð 2 Sport 2) kl. 18.35 Laugardagur 27. ágúst Juventus - Roma (Stöð 2 Sport 2) kl. 16.20 Cremonese - Torino (Stöð 2 Sport 3) kl. 16.20 AC Milan - Bologna (Stöð 2 Sport 2) kl. 18.35 Spezia - Sassuolo (Stöð 2 Sport 3) kl. 18.35 Sunnudagur 28. ágúst Hellas Verona - Atalanta (Stöð 2 Sport 2) kl. 16.20 Salernitana - Sampdoria (Stöð 2 Sport 3) kl. 16.20 Fiorentina - Napoli (Stöð 2 Sport 2) kl. 18.35 Lecce - Empoli (Stöð 2 Sport 3) kl. 18.35
Föstudagur 26. ágúst Monza - Udinese (Stöð 2 Sport 2) kl. 16.20 Lazio - Inter Milan (Stöð 2 Sport 2) kl. 18.35 Laugardagur 27. ágúst Juventus - Roma (Stöð 2 Sport 2) kl. 16.20 Cremonese - Torino (Stöð 2 Sport 3) kl. 16.20 AC Milan - Bologna (Stöð 2 Sport 2) kl. 18.35 Spezia - Sassuolo (Stöð 2 Sport 3) kl. 18.35 Sunnudagur 28. ágúst Hellas Verona - Atalanta (Stöð 2 Sport 2) kl. 16.20 Salernitana - Sampdoria (Stöð 2 Sport 3) kl. 16.20 Fiorentina - Napoli (Stöð 2 Sport 2) kl. 18.35 Lecce - Empoli (Stöð 2 Sport 3) kl. 18.35
Fótbolti Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira