Sykurpúða snillingurinn hann Ragnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 10:31 VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi. En hvernig ætlar snillingurinn hann Ragnar að ná þessu fram. Þetta er launhækkun upp á 2,87% í formi orlofs. Og þetta er krafa sem er aðskilin kröfu um almenna launahækkun. Svona auka bónus í vasa launþega. Mig langar til að vera bjartsýn og allt það og ég vonast til að þetta náist í gegn, en kannski er ekki vitlaust að hafa smá varaáætlun. Eitthvað sem tryggir að þetta nái fram að ganga. Það situr í mér og ég viðurkenni að ég varð frekar sár eftir kjarasamningsgerð 2016 þegar það var samþykkt af hendi verkalýðshreyfingarinnar að hækka mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð. Hækkunin var upp á heil 3,5%. Sem sagt útgjöld atvinnurekanda jukust en launþeginn fékk ekki neinn pening til sín. Vegna aukinna útgjalda fyrirtækja þá áttu launþegar erfiðar með að labba upp á skrifstofu og biðja um auka launahækkun. Sem er jú eitthvað sem launþegar gera stundum þegar þeir telja sig hafa unnið fyrir því eða þurfa á því að halda. Hugsunin um þessa sátt skilur enn smá óbragð eftir í munninum hjá mér. Þarna voru hagsmunir lífeyrissjóða settir ofar hagsmunum launþega. Verkalýðshreyfingin samþykkti að veita lífeyrissjóðum auka lán á minn kostnað. Þeir sýndu mér þá forræðishyggju og leyfðu sér að taka þá ákvörðun að ég gæti ekki ávaxtað fé mitt betur en lífeyrissjóðirnir. Mér hefur líka verið hugsað til þess, hvað ef ég næ aldrei þeim aldri að verða 67 ára? Hvað verður um peninginn sem lífeyrissjóðurinn tók til sín sem lánsfé? Honum verður eflaust ekki skilað til barnanna minna. Mætti ekki segja það upphátt að í þeim aðstæðum hafi verkalýðshreyfingin gefið grænt ljós á stuld úr vasa launþega yfir í vasa lífeyrissjóða? Hvernig hefur lífeyrissjóðurinn nýtt sér svo þennan stuld? Það er kannski kaldhæðnasta af öllu. Þeir hafa nýtt peninginn til að hækka verð fasteigna og standa nú í keppni við barnið mitt við kaup á húsnæði. Væri ekki upplagt tækifæri nú að skila aftur þessum 3,5%. Taka þau bara frá lífeyrissjóðunum og færa inn á bankabók launþega í formi orlofs. Leiðrétti þyrfti reyndar kröfuna upp á 31 dag í orlof, en hver myndi kvarta yfir því? Atvinnurekendur ættu að geta samþykkt þetta og launþegar ættu að vera sömuleiðis sáttir. Það var mjög sætt af Ragnari að læða þessu inn í kröfugerðina fyrir okkur. Vonandi nýtir hann tækifærið og leiðréttir líka tilbaka þann stuld sem átti sér stað árið 2016. Fyrir mitt leyti þá þakka ég innilega fyrir. Höfundur er launþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi. En hvernig ætlar snillingurinn hann Ragnar að ná þessu fram. Þetta er launhækkun upp á 2,87% í formi orlofs. Og þetta er krafa sem er aðskilin kröfu um almenna launahækkun. Svona auka bónus í vasa launþega. Mig langar til að vera bjartsýn og allt það og ég vonast til að þetta náist í gegn, en kannski er ekki vitlaust að hafa smá varaáætlun. Eitthvað sem tryggir að þetta nái fram að ganga. Það situr í mér og ég viðurkenni að ég varð frekar sár eftir kjarasamningsgerð 2016 þegar það var samþykkt af hendi verkalýðshreyfingarinnar að hækka mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð. Hækkunin var upp á heil 3,5%. Sem sagt útgjöld atvinnurekanda jukust en launþeginn fékk ekki neinn pening til sín. Vegna aukinna útgjalda fyrirtækja þá áttu launþegar erfiðar með að labba upp á skrifstofu og biðja um auka launahækkun. Sem er jú eitthvað sem launþegar gera stundum þegar þeir telja sig hafa unnið fyrir því eða þurfa á því að halda. Hugsunin um þessa sátt skilur enn smá óbragð eftir í munninum hjá mér. Þarna voru hagsmunir lífeyrissjóða settir ofar hagsmunum launþega. Verkalýðshreyfingin samþykkti að veita lífeyrissjóðum auka lán á minn kostnað. Þeir sýndu mér þá forræðishyggju og leyfðu sér að taka þá ákvörðun að ég gæti ekki ávaxtað fé mitt betur en lífeyrissjóðirnir. Mér hefur líka verið hugsað til þess, hvað ef ég næ aldrei þeim aldri að verða 67 ára? Hvað verður um peninginn sem lífeyrissjóðurinn tók til sín sem lánsfé? Honum verður eflaust ekki skilað til barnanna minna. Mætti ekki segja það upphátt að í þeim aðstæðum hafi verkalýðshreyfingin gefið grænt ljós á stuld úr vasa launþega yfir í vasa lífeyrissjóða? Hvernig hefur lífeyrissjóðurinn nýtt sér svo þennan stuld? Það er kannski kaldhæðnasta af öllu. Þeir hafa nýtt peninginn til að hækka verð fasteigna og standa nú í keppni við barnið mitt við kaup á húsnæði. Væri ekki upplagt tækifæri nú að skila aftur þessum 3,5%. Taka þau bara frá lífeyrissjóðunum og færa inn á bankabók launþega í formi orlofs. Leiðrétti þyrfti reyndar kröfuna upp á 31 dag í orlof, en hver myndi kvarta yfir því? Atvinnurekendur ættu að geta samþykkt þetta og launþegar ættu að vera sömuleiðis sáttir. Það var mjög sætt af Ragnari að læða þessu inn í kröfugerðina fyrir okkur. Vonandi nýtir hann tækifærið og leiðréttir líka tilbaka þann stuld sem átti sér stað árið 2016. Fyrir mitt leyti þá þakka ég innilega fyrir. Höfundur er launþegi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun