Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 26. ágúst 2022 15:00 Úttekt innri endurskoðunar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Ýmislegt kom fram í henni. Það sem kom mest á óvart er að einkareknir leikskólar hafa heimildir til þess að greiða sér út arð, og það án neinna skilyrða. Engar kvaðir eru af hálfu borgarinnar um arðgreiðslur eða hvernig rekstrarafgangur sem rekja má til opinberra framlaga skuli nýttur. Greiddur er umtalsverður arður út til eigenda sem jafnframt eru á launaskrá hjá leikskólanum. Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út. Yfir 100 milljónir í arðgreiðslur Sautján sjálfstætt starfandi leikskólar eru í Reykjavíkurborg sem hljóta samtals 2,9 milljarðar króna rekstrarframlags frá borginni auk húsnæðisframlags upp á 311 milljónir króna. Þetta eru háar upphæðir og því mikilvægt að við vitum að þær séu alveg örugglega að nýtast börnunum og starfi leikskólanna. Nokkrir þessara leikskóla eru félagslega reknir og því er tryggt að allt fé renni beint aftur í leikskólastarfið og ekki í neitt annað. En því miður gildir svo ekki um alla sjálfstætt rekna leikskóla. Hluti þeirra hefur á síðustu árum greitt sér út meira en 100 milljónir í arð samkvæmt skýrslunni. Það þýðir að í stað þess að fé sem borgin er að styðja leikskólanna með renni beint í leikskólastarfið er hluti þess að enda í vasa eigendanna. Hvernig erum við þarna að tryggja sem bestu gæði leikskólastarfs í borginni? Ég get ekki séð hvernig svo er. Fé rennur í vasa eigenda í stað þess að hlúa að börnum Þrír leikskólanna hafa greitt út rúmlega 20 milljónir í arð á síðustu árum. Einn þeirra sker sig sérstaklega úr og hefur greitt út 65 milljónir á tveimur árum. Auk þess er þar rukkað sérstakt aukagjald umfram það hámark á leikskólagjöldum sem leyfi er gefið fyrir í samningi við borgina. Annar leikskóli keypti íbúðarhúsnæði sem ekki er vitað til hvaða nota er ætlað. Dæmi eru um að leikskólar séu að greiða sér út arð í bullandi taprekstri. Útsvarinu okkar er ekki best borgið í að viðhalda arðgreiðslum og einhverju sem lítur út fyrir að vera íbúðabrask. Borgaryfirvöld leyfa þessu að viðgangast. Engin mörk virðast sett á hömluleysið. Heimildir borgarinnar fyrir skilyrðislausum arðgreiðslum eru að bitna á börnunum. Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna. Við eigum að mæta grunnþörfum þeirra í stað þess að búa til gróðamaskínur í kringum þau. Gróðastarfsemi leikskóla bitnar á börnunum Sósíalistar hafa ekkert á móti því að til séu öðruvísi leikskólar en þeir sem borgin rekur. Sjálfseignarstofnanir eða félagslega reknir leikskólar vinna gott starf og það er gott að hafa fjölbreytni. Það er ekki í lagi að leikskólar séu reknir til þess að raka fé frá börnum. Gróðastarfsemi á ekki heima innan þeirra því það hefur í för með sér hvata til þess að draga úr þjónustu við börnin og setja aukið álag á starfsfólkið, sem getur auk þess ógnað öryggi barnanna. Hverjar eru okkar frumforsendur sem samfélags? Það er ekki þetta. Að börn séu nýtt sem viðskiptatækifæri. Í sjálfstætt reknum grunnskólum borgarinnar eru þau skilyrði sett að þeir megi ekki greiða sér út arð. Hvers vegna gildir hið sama ekki um leikskóla? Það minnsta sem meirihlutinn í borginni getur gert nú er að setja reglur um að arðgreiðslur ættu að fara beint aftur í skólana og nýtast börnunum, með því að fjölga kennurum, bæta leikvöllinn eða sinna viðhaldi á skólabyggingunni. Tryggjum gjaldfrjálsa leikskóla Ein af aðaláherslum Sósíalista er að börn eigi ekki að þurfa borga fyrir þjónustu borgarinnar. Það felur í sér að þau séu ekki rukkuð um leikskólagjöld. Með því að tryggja það komum við í veg fyrir að leikskólar geti sópað fé út úr starfinu og fært í vasa eigenda. Borgin á ekki að vera að niðurgreiða slíka starfsemi, heldur einfaldlega tryggja að það sé engin gjaldskrá. Við eigum öll að geta sammælst um það að börnin séu sett í fyrsta sæti og verið fullviss um að fé úr okkar sameiginlega sjóði sé að renna til barnanna og ekki neitt annað. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu innri endurskoðunar um úttekt á sjálfstætt reknum grunn- og leikskólum geta afritað þennan hlekk og límt á vafranum sínum: https://borgarvernd-web.cdn.prismic.io/borgarvernd-web/0820859a-5c9b-4b7d-8acf-df5883295013_Innri+endurskodun+skyrsla+leik+og+grunnskolar_24.03.2022.pdf Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Úttekt innri endurskoðunar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Ýmislegt kom fram í henni. Það sem kom mest á óvart er að einkareknir leikskólar hafa heimildir til þess að greiða sér út arð, og það án neinna skilyrða. Engar kvaðir eru af hálfu borgarinnar um arðgreiðslur eða hvernig rekstrarafgangur sem rekja má til opinberra framlaga skuli nýttur. Greiddur er umtalsverður arður út til eigenda sem jafnframt eru á launaskrá hjá leikskólanum. Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út. Yfir 100 milljónir í arðgreiðslur Sautján sjálfstætt starfandi leikskólar eru í Reykjavíkurborg sem hljóta samtals 2,9 milljarðar króna rekstrarframlags frá borginni auk húsnæðisframlags upp á 311 milljónir króna. Þetta eru háar upphæðir og því mikilvægt að við vitum að þær séu alveg örugglega að nýtast börnunum og starfi leikskólanna. Nokkrir þessara leikskóla eru félagslega reknir og því er tryggt að allt fé renni beint aftur í leikskólastarfið og ekki í neitt annað. En því miður gildir svo ekki um alla sjálfstætt rekna leikskóla. Hluti þeirra hefur á síðustu árum greitt sér út meira en 100 milljónir í arð samkvæmt skýrslunni. Það þýðir að í stað þess að fé sem borgin er að styðja leikskólanna með renni beint í leikskólastarfið er hluti þess að enda í vasa eigendanna. Hvernig erum við þarna að tryggja sem bestu gæði leikskólastarfs í borginni? Ég get ekki séð hvernig svo er. Fé rennur í vasa eigenda í stað þess að hlúa að börnum Þrír leikskólanna hafa greitt út rúmlega 20 milljónir í arð á síðustu árum. Einn þeirra sker sig sérstaklega úr og hefur greitt út 65 milljónir á tveimur árum. Auk þess er þar rukkað sérstakt aukagjald umfram það hámark á leikskólagjöldum sem leyfi er gefið fyrir í samningi við borgina. Annar leikskóli keypti íbúðarhúsnæði sem ekki er vitað til hvaða nota er ætlað. Dæmi eru um að leikskólar séu að greiða sér út arð í bullandi taprekstri. Útsvarinu okkar er ekki best borgið í að viðhalda arðgreiðslum og einhverju sem lítur út fyrir að vera íbúðabrask. Borgaryfirvöld leyfa þessu að viðgangast. Engin mörk virðast sett á hömluleysið. Heimildir borgarinnar fyrir skilyrðislausum arðgreiðslum eru að bitna á börnunum. Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna. Við eigum að mæta grunnþörfum þeirra í stað þess að búa til gróðamaskínur í kringum þau. Gróðastarfsemi leikskóla bitnar á börnunum Sósíalistar hafa ekkert á móti því að til séu öðruvísi leikskólar en þeir sem borgin rekur. Sjálfseignarstofnanir eða félagslega reknir leikskólar vinna gott starf og það er gott að hafa fjölbreytni. Það er ekki í lagi að leikskólar séu reknir til þess að raka fé frá börnum. Gróðastarfsemi á ekki heima innan þeirra því það hefur í för með sér hvata til þess að draga úr þjónustu við börnin og setja aukið álag á starfsfólkið, sem getur auk þess ógnað öryggi barnanna. Hverjar eru okkar frumforsendur sem samfélags? Það er ekki þetta. Að börn séu nýtt sem viðskiptatækifæri. Í sjálfstætt reknum grunnskólum borgarinnar eru þau skilyrði sett að þeir megi ekki greiða sér út arð. Hvers vegna gildir hið sama ekki um leikskóla? Það minnsta sem meirihlutinn í borginni getur gert nú er að setja reglur um að arðgreiðslur ættu að fara beint aftur í skólana og nýtast börnunum, með því að fjölga kennurum, bæta leikvöllinn eða sinna viðhaldi á skólabyggingunni. Tryggjum gjaldfrjálsa leikskóla Ein af aðaláherslum Sósíalista er að börn eigi ekki að þurfa borga fyrir þjónustu borgarinnar. Það felur í sér að þau séu ekki rukkuð um leikskólagjöld. Með því að tryggja það komum við í veg fyrir að leikskólar geti sópað fé út úr starfinu og fært í vasa eigenda. Borgin á ekki að vera að niðurgreiða slíka starfsemi, heldur einfaldlega tryggja að það sé engin gjaldskrá. Við eigum öll að geta sammælst um það að börnin séu sett í fyrsta sæti og verið fullviss um að fé úr okkar sameiginlega sjóði sé að renna til barnanna og ekki neitt annað. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu innri endurskoðunar um úttekt á sjálfstætt reknum grunn- og leikskólum geta afritað þennan hlekk og límt á vafranum sínum: https://borgarvernd-web.cdn.prismic.io/borgarvernd-web/0820859a-5c9b-4b7d-8acf-df5883295013_Innri+endurskodun+skyrsla+leik+og+grunnskolar_24.03.2022.pdf Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun