Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2022 19:29 Saga Kjartansdóttir er verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Vísir/Egill Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. Kjaradeild Fagfélaganna segir að fólkið, þrír erlendir starfsmenn veitingastaðanna Bambus og Flame, hafi fengið allt of lág laun miðað við unna tíma. Þá hafi fólkið ekki fengið greitt orlof, vaktálag, yfirvinnu eða uppbætur. Tjónið geti hlaupið á milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Eigandi Bambus og Flame segir áskanir um launaþjófnað rangar, og að fólkið, sem bjó í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns, hafi valið að búa þar. Stéttarfélög komi fólki ekki alltaf í húsnæði Verkefnastjóri hjá Alþýðusambandinu segir stöðu starfsfólksins sem um ræðir vera skárri en margra annarra. „Það sem er kannski sérstakt við þetta mál er hversu vel tókst að leysa úr því, hversu föstum tökum stéttarfélagið gat tekið málið. Þau gátu komið þeim í húsnæði og meira að segja aðstoðað þau við að komast í ný störf, sem skiptir auðvitað bara sköpum fyrir þetta fólk, þessa þolendur,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Hins vegar sé almennt þörf á úrræðum af hálfu félagsþjónustunnar fyrir fórnarlömb launaþjófnaðar og vinnumansals, sem búið hefur í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns. „Fólk er að fara í neyðarskýli á vegum borgarinnar og bæjarfélaganna, og konur í kvennaathvarfið. En það vantar alveg klárlega annað húsnæðisúrræði.“ Þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í mánuðinum Nokkuð sé um að fólk finni sig í þeirri stöðu að eiga ekki í nein hús að venda, eftir að hafa tilkynnt um launaþjófnað eða vinnumansal. Slíkum málum sé að fjölga. „Bara sem dæmi get ég sagt frá því að ASÍ hefur bara í þessum mánuði, ágústmánuði, sent þrjár tilkynningar á mansalsteymi lögreglunnar, þar sem er grunur um mansal.“ Þá séu engin eiginleg refsiviðurlög við launaþjófnaði. „Eins og er er það þannig að atvinnurekendur þurfa í versta falli að greiða aftur launin. Með þetta tiltekna mál get ég ekki sagt til um hvernig lögreglan er að skoða það, en það að ekki séu viðurlög við launaþjófnaði almennt er auðvitað gríðarlega slæmt, og eitthvað sem þarf að laga.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Kjaradeild Fagfélaganna segir að fólkið, þrír erlendir starfsmenn veitingastaðanna Bambus og Flame, hafi fengið allt of lág laun miðað við unna tíma. Þá hafi fólkið ekki fengið greitt orlof, vaktálag, yfirvinnu eða uppbætur. Tjónið geti hlaupið á milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Eigandi Bambus og Flame segir áskanir um launaþjófnað rangar, og að fólkið, sem bjó í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns, hafi valið að búa þar. Stéttarfélög komi fólki ekki alltaf í húsnæði Verkefnastjóri hjá Alþýðusambandinu segir stöðu starfsfólksins sem um ræðir vera skárri en margra annarra. „Það sem er kannski sérstakt við þetta mál er hversu vel tókst að leysa úr því, hversu föstum tökum stéttarfélagið gat tekið málið. Þau gátu komið þeim í húsnæði og meira að segja aðstoðað þau við að komast í ný störf, sem skiptir auðvitað bara sköpum fyrir þetta fólk, þessa þolendur,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Hins vegar sé almennt þörf á úrræðum af hálfu félagsþjónustunnar fyrir fórnarlömb launaþjófnaðar og vinnumansals, sem búið hefur í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns. „Fólk er að fara í neyðarskýli á vegum borgarinnar og bæjarfélaganna, og konur í kvennaathvarfið. En það vantar alveg klárlega annað húsnæðisúrræði.“ Þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í mánuðinum Nokkuð sé um að fólk finni sig í þeirri stöðu að eiga ekki í nein hús að venda, eftir að hafa tilkynnt um launaþjófnað eða vinnumansal. Slíkum málum sé að fjölga. „Bara sem dæmi get ég sagt frá því að ASÍ hefur bara í þessum mánuði, ágústmánuði, sent þrjár tilkynningar á mansalsteymi lögreglunnar, þar sem er grunur um mansal.“ Þá séu engin eiginleg refsiviðurlög við launaþjófnaði. „Eins og er er það þannig að atvinnurekendur þurfa í versta falli að greiða aftur launin. Með þetta tiltekna mál get ég ekki sagt til um hvernig lögreglan er að skoða það, en það að ekki séu viðurlög við launaþjófnaði almennt er auðvitað gríðarlega slæmt, og eitthvað sem þarf að laga.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06