Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Snorri Másson skrifar 3. september 2022 09:31 Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. G7-ríkin komu sér í dag saman um hámarksverð sem greiða megi fyrir rússneska olíu í von um að takmarka áhrif Rússa á heimsmarkaði með orku; og um leið í von um að bjarga eigin hagkerfum. Frá því að dregið var úr gasviðskiptum við Rússa vegna stríðsins hafa miklar sviptingar orðið á evrópskum orkumarkaði. Hér heima finna fáir fyrir miklum hækkunum í orkuverði en Íslendingar erlendis gera það sannarlega. Eiríkur Ragnarsson hagfræðingur segir þýskt efnahagslíf ekki fara varhluta af verðhækkunum á orkumarkaði - og að leitað sé leiða til að lágmarka notkun gass.Eikonomics Eiríkur Ragnarsson hefur búið í Þýskalandi um árabil og er nú í Marburg. „Ég er búinn að vera að gera fullt. Ég er búinn að taka og fylla báða kofana hjá okkur af timbri til að skipta út gasi. Við erum með ansi fínan vatnshitunarbúnað sem hitar vatn úr sólinni. Þannig að ég ætla að takast á við veturinn með nánast engu gasi eins og ég get,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Helgi Birnir Helgason hefur búið á Spáni í meira en tuttugu ár og annast það meðal annars að hjálpa Íslendingum á Spáni að fá betri samninga við orkufyrirtæki. Sjálfur rekur hann Subway á Benidorm - rafmagnsreikningurinn þar hefur farið úr 1.500 evrum í 3.500 evrur á einu ári. „Ég er búinn að borga júlí en mér hrýs hugur við ágústreikngnum, hvort hann verði 4.000 evrur eða meira. Þetta er rosalega erfitt. Maður er alltaf að heyra fleiri dæmi af því að einstaklingar bara geta ekki notað þetta og það er bara allt skorið niður,“ segir Helgi Birnir. Fjöldi Íslendinga býr í spænskum borgum og bæjum á borð við Benidorm, þar á meðal Helgi Birnir Helgason, sem er rekstraraðili Subway á staðnum. Orkureikningurinn hefur þrefaldast á innan við ári hjá mörgum.Getty Images Kristín Jónsdóttir Parísardaman svonefnda upplýsir fréttastofu um að það sé ekki óalgengt á kaffihúsum borgarinnar þessa dagana að fólk ræði það við hvert annað, og ekki alltaf á léttum nótum, hvort því verði nokkuð kalt í vetur. Þess eru dæmi í Frakklandi að rafmagnsreikningurinn hafi hækkað um 200% á skömmum tíma. Í Þýskalandi eru raddir á hinu pólitíska sviði sem segja: Þýska hagkerfið hlýtur að skipta meira máli en svo að við getum leyft stríðinu að halda áfram. Svona gangi þetta ekki. Eiríkur segir þessar raddir þó á jaðri stjórnmálanna. „Svona almennt sættir 75% samfélagsins sig við það að þetta er krísa og það sem við verðum að gera er það sem við verðum að gera og það er að styðja Úkraínu, halda áfram og þramma eins og við getum,“ segir Eiríkur. Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
G7-ríkin komu sér í dag saman um hámarksverð sem greiða megi fyrir rússneska olíu í von um að takmarka áhrif Rússa á heimsmarkaði með orku; og um leið í von um að bjarga eigin hagkerfum. Frá því að dregið var úr gasviðskiptum við Rússa vegna stríðsins hafa miklar sviptingar orðið á evrópskum orkumarkaði. Hér heima finna fáir fyrir miklum hækkunum í orkuverði en Íslendingar erlendis gera það sannarlega. Eiríkur Ragnarsson hagfræðingur segir þýskt efnahagslíf ekki fara varhluta af verðhækkunum á orkumarkaði - og að leitað sé leiða til að lágmarka notkun gass.Eikonomics Eiríkur Ragnarsson hefur búið í Þýskalandi um árabil og er nú í Marburg. „Ég er búinn að vera að gera fullt. Ég er búinn að taka og fylla báða kofana hjá okkur af timbri til að skipta út gasi. Við erum með ansi fínan vatnshitunarbúnað sem hitar vatn úr sólinni. Þannig að ég ætla að takast á við veturinn með nánast engu gasi eins og ég get,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Helgi Birnir Helgason hefur búið á Spáni í meira en tuttugu ár og annast það meðal annars að hjálpa Íslendingum á Spáni að fá betri samninga við orkufyrirtæki. Sjálfur rekur hann Subway á Benidorm - rafmagnsreikningurinn þar hefur farið úr 1.500 evrum í 3.500 evrur á einu ári. „Ég er búinn að borga júlí en mér hrýs hugur við ágústreikngnum, hvort hann verði 4.000 evrur eða meira. Þetta er rosalega erfitt. Maður er alltaf að heyra fleiri dæmi af því að einstaklingar bara geta ekki notað þetta og það er bara allt skorið niður,“ segir Helgi Birnir. Fjöldi Íslendinga býr í spænskum borgum og bæjum á borð við Benidorm, þar á meðal Helgi Birnir Helgason, sem er rekstraraðili Subway á staðnum. Orkureikningurinn hefur þrefaldast á innan við ári hjá mörgum.Getty Images Kristín Jónsdóttir Parísardaman svonefnda upplýsir fréttastofu um að það sé ekki óalgengt á kaffihúsum borgarinnar þessa dagana að fólk ræði það við hvert annað, og ekki alltaf á léttum nótum, hvort því verði nokkuð kalt í vetur. Þess eru dæmi í Frakklandi að rafmagnsreikningurinn hafi hækkað um 200% á skömmum tíma. Í Þýskalandi eru raddir á hinu pólitíska sviði sem segja: Þýska hagkerfið hlýtur að skipta meira máli en svo að við getum leyft stríðinu að halda áfram. Svona gangi þetta ekki. Eiríkur segir þessar raddir þó á jaðri stjórnmálanna. „Svona almennt sættir 75% samfélagsins sig við það að þetta er krísa og það sem við verðum að gera er það sem við verðum að gera og það er að styðja Úkraínu, halda áfram og þramma eins og við getum,“ segir Eiríkur.
Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira