„Við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. september 2022 20:06 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, skorar á olíufélögin og fleiri að bjóða landsbyggðinni upp á sambærileg kjör og höfuðborgarbúar njóta. Gríðarlegt óréttlæti felst í þvi að eldsneytisverð sé umtalsvert hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann skorar á olíufélögin að sýna landsbyggðinni virðingu og bjóða sambærileg kjör alls staðar, en landsbyggðin hafi þurft að þola að margt annað sé talsvert dýrara sökum fákeppni. Verð á bensínlítranum fór á dögunum undir 300 krónur hjá Costco og er lægsta verð hjá öðrum bensínstöðvum tæplega 302 krónur. Lítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var hann víða kominn yfir 350 krónur. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda fagnaði því í hádegisfréttum í gær að félögin virðast farin að taka við sér og lækka verð en það hafi verið löngu tímabært. Verðið er hagstæðast á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en annars staðar á landinu er verðið umtalsvert hærra. Lægsta verðið á suðvesturhorninu er 313 krónur, 314 krónur á Vesturlandi, rúmar 323 krónur á Vestfjörðum, og 325 krónur á Suður- og Austurlandi samkvæmt verðkönnun GSMbensín. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og verkalýðsfélags Akraness, segir þetta skjóta skökku við. „Í þessu er bara fólgið mikið óréttlæti gagnvart fólki sem býr úti á landi og við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Fákeppni frekar en flutningskostnaður sem skýri líklega muninn Á Akranesi kosti um 1200 krónum meira að fylla 55 lítra bensíntank miðað við lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu hjá N1. Hann tekur sem dæmi að ef fjölskylda sem ferðast mikið þurfi að fylla tankinn þrisvar í mánuði þurfi laun þeirra að vera um sex þúsund krónum hærri til að ráðstöfunartekjur geti svarað þeim kostnaði. „Mér finnst þetta bara sláandi munur og hvernig er verið að koma fram við landsbyggðina,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að aukinn flutningskostnaður sé skýringin, verð á lítrann sé til að mynda um tíu krónum lægra á Borgarnesi heldur en á Akranesi. „Það er alla vega ljóst að ef það er hægt að bjóða upp á lægra bensínverð í Borgarnesi þá er lengra til Borgarness en upp á Akranes. Þannig þau rök halda ekki , ég held að þetta sé fyrst og fremst út af þeirri fákeppni sem ríkir á olíumarkaðinum,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ekki ómögulegt að bjóða lægra verð þó flutningskostnaður spili inn í en hann vísar til þess að Bónus hafi ákveðið að bjóða sambærilegt verð alls staðar á landinu. Vilhjálmur skorar á olíufélögin að gera slíkt hið sama en hærra eldsneytisverð sé ekki það eina sem landsbyggðin þurfi að þola. „Við höfum þurft að þola það úti á landsbyggðinni að það er margt dýrara sökum fákeppni þannig að við erum bara að reyna að vekja athygli á þessu og skorum bara á alla aðila að sýna landsbyggðinni þá virðingu að bjóða sambærileg kjör,“ segir hann. Neytendur Verðlag Bensín og olía Akranes Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Verð á bensínlítranum fór á dögunum undir 300 krónur hjá Costco og er lægsta verð hjá öðrum bensínstöðvum tæplega 302 krónur. Lítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var hann víða kominn yfir 350 krónur. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda fagnaði því í hádegisfréttum í gær að félögin virðast farin að taka við sér og lækka verð en það hafi verið löngu tímabært. Verðið er hagstæðast á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en annars staðar á landinu er verðið umtalsvert hærra. Lægsta verðið á suðvesturhorninu er 313 krónur, 314 krónur á Vesturlandi, rúmar 323 krónur á Vestfjörðum, og 325 krónur á Suður- og Austurlandi samkvæmt verðkönnun GSMbensín. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og verkalýðsfélags Akraness, segir þetta skjóta skökku við. „Í þessu er bara fólgið mikið óréttlæti gagnvart fólki sem býr úti á landi og við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Fákeppni frekar en flutningskostnaður sem skýri líklega muninn Á Akranesi kosti um 1200 krónum meira að fylla 55 lítra bensíntank miðað við lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu hjá N1. Hann tekur sem dæmi að ef fjölskylda sem ferðast mikið þurfi að fylla tankinn þrisvar í mánuði þurfi laun þeirra að vera um sex þúsund krónum hærri til að ráðstöfunartekjur geti svarað þeim kostnaði. „Mér finnst þetta bara sláandi munur og hvernig er verið að koma fram við landsbyggðina,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að aukinn flutningskostnaður sé skýringin, verð á lítrann sé til að mynda um tíu krónum lægra á Borgarnesi heldur en á Akranesi. „Það er alla vega ljóst að ef það er hægt að bjóða upp á lægra bensínverð í Borgarnesi þá er lengra til Borgarness en upp á Akranes. Þannig þau rök halda ekki , ég held að þetta sé fyrst og fremst út af þeirri fákeppni sem ríkir á olíumarkaðinum,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ekki ómögulegt að bjóða lægra verð þó flutningskostnaður spili inn í en hann vísar til þess að Bónus hafi ákveðið að bjóða sambærilegt verð alls staðar á landinu. Vilhjálmur skorar á olíufélögin að gera slíkt hið sama en hærra eldsneytisverð sé ekki það eina sem landsbyggðin þurfi að þola. „Við höfum þurft að þola það úti á landsbyggðinni að það er margt dýrara sökum fákeppni þannig að við erum bara að reyna að vekja athygli á þessu og skorum bara á alla aðila að sýna landsbyggðinni þá virðingu að bjóða sambærileg kjör,“ segir hann.
Neytendur Verðlag Bensín og olía Akranes Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira