Stympingar í Langholtshverfi eftir ólöglega flugeldasýningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2022 12:03 Kvörtunum rigndi yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna flugeldasýningar í brúðkaupi í hverfinu. Getty Fjöldinn allur af kvörtunum rigndi yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna ólöglegrar flugeldasýningar sem haldin var í tengslum við brúðkaup í Skipasundi. Óánægja á meðal nágranna í Langholtshverfi leiddi að lokum til stympinga. Íbúi í Langholtshverfi biðlar til nágranna að sýna náungakærleika. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að upp úr klukkan tíu í gærkvöldi hafi lögreglan sinnt útkalli vegna ónæðis frá ólöglegri flugeldasýningu í Langholtshverfi. Fjöldi kvartana hafi borist lögreglu því nágrannar hafi verið verulega ósáttir með ónæðið sem hafi truflað nætursvefn og heimilisdýrin hafi verið dauðskelkuð. Guðmundur segir að á einum tímapunkti hafi nágrannar mætt á svæðið til að láta í ljós óánægju sína en að lokum hafi soðið upp úr og til átaka komið á milli tveggja nágranna. Hann segir að á þessu stigi máls sé ekki hægt að fullyrða um hvor þeirra hafi haft frumkvæðið. Í Facebook-hópi hverfisins má sjá að spennustigið er hátt, Þórdís Rún Þórisdóttir, einn af íbúum í hverfinu, fann sig knúna til að reyna að stilla til friðar. „Við erum í þessu hverfi nýbúin að upplifa það að þarna lét maður lífið út af nágrannerjum og svo horfi ég á þessa pósta í morgun og það er allt við suðumark af því að þarna er einhver nágranni sem er ekki að fara eftir lögum og reglum,“ segir Þórdís Rún. Þarna vísar Þórdís í manndrápsmálið í Barðavogi sem varð í júní. „En mitt sjónarhorn er það að við búum í samfélagi og það eru jafn margir og ólíkir einstaklingar í samfélaginu eins og búa í því. Við erum alltaf að ætlast til þess að allir hegði sér eftir lögum og reglum og geri aldrei neitt rangt en það er bara ekki raunhæft og þá held ég að við þurfum bara sem samfélag aðeins að sýna pínu þolinmæði og nærgætni og átta okkur á því að við erum ekki að fara að stjórna gjörðum annarra en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við.“ Í stórborg sé það alveg ljóst að sumir muni fara út fyrir þann ramma sem við höfum sett en að fólk verði að hugsa um stóra samhengið. „Að vera nýbúin að upplifa svona hryllilegan atburð í Barðavogi og sjá fólk vera að missa sig yfir flugeldasýningu mér finnst að fólk þurfi aðeins að staldra aðeins við og hugsa, er þetta þess virði að fara að hjóla þarna í mann og annan og enda kannski með líkamsmeiðingar og jafnvel andlát eins og gerðist þarna fyrr í sumar. Mér finnst fólk bara vera aðeins farið að missa sjónar á því sem skiptir máli í þessu lífi,“segir Þórdís Rún Þórisdóttir, íbúi í Langholtshverfi. Reykjavík Flugeldar Lögreglumál Brúðkaup Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að upp úr klukkan tíu í gærkvöldi hafi lögreglan sinnt útkalli vegna ónæðis frá ólöglegri flugeldasýningu í Langholtshverfi. Fjöldi kvartana hafi borist lögreglu því nágrannar hafi verið verulega ósáttir með ónæðið sem hafi truflað nætursvefn og heimilisdýrin hafi verið dauðskelkuð. Guðmundur segir að á einum tímapunkti hafi nágrannar mætt á svæðið til að láta í ljós óánægju sína en að lokum hafi soðið upp úr og til átaka komið á milli tveggja nágranna. Hann segir að á þessu stigi máls sé ekki hægt að fullyrða um hvor þeirra hafi haft frumkvæðið. Í Facebook-hópi hverfisins má sjá að spennustigið er hátt, Þórdís Rún Þórisdóttir, einn af íbúum í hverfinu, fann sig knúna til að reyna að stilla til friðar. „Við erum í þessu hverfi nýbúin að upplifa það að þarna lét maður lífið út af nágrannerjum og svo horfi ég á þessa pósta í morgun og það er allt við suðumark af því að þarna er einhver nágranni sem er ekki að fara eftir lögum og reglum,“ segir Þórdís Rún. Þarna vísar Þórdís í manndrápsmálið í Barðavogi sem varð í júní. „En mitt sjónarhorn er það að við búum í samfélagi og það eru jafn margir og ólíkir einstaklingar í samfélaginu eins og búa í því. Við erum alltaf að ætlast til þess að allir hegði sér eftir lögum og reglum og geri aldrei neitt rangt en það er bara ekki raunhæft og þá held ég að við þurfum bara sem samfélag aðeins að sýna pínu þolinmæði og nærgætni og átta okkur á því að við erum ekki að fara að stjórna gjörðum annarra en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við.“ Í stórborg sé það alveg ljóst að sumir muni fara út fyrir þann ramma sem við höfum sett en að fólk verði að hugsa um stóra samhengið. „Að vera nýbúin að upplifa svona hryllilegan atburð í Barðavogi og sjá fólk vera að missa sig yfir flugeldasýningu mér finnst að fólk þurfi aðeins að staldra aðeins við og hugsa, er þetta þess virði að fara að hjóla þarna í mann og annan og enda kannski með líkamsmeiðingar og jafnvel andlát eins og gerðist þarna fyrr í sumar. Mér finnst fólk bara vera aðeins farið að missa sjónar á því sem skiptir máli í þessu lífi,“segir Þórdís Rún Þórisdóttir, íbúi í Langholtshverfi.
Reykjavík Flugeldar Lögreglumál Brúðkaup Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira