Borgarstjórn á beinni braut Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 7. september 2022 08:00 „Hver er sérstaða þín flokks?” er ég stundum spurð. “Hver er munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu?” eru spurningar sem fylgja gjarnan á eftir. Það vefst ekki fyrir mér að svara þessu, enda er Viðreisn með sitt eigið hryggjarstykki, sína eigin sérstöðu sem við erum stolt af. Viðreisn er nútímalegur frjálslyndur Evrópuflokkur sem vinnur alltaf að almannahagsmunum og trúir því að jafnrétti og loftslagsmál séu lykilbreytur í öllu sem við gerum, hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum. Styrkurinn felst í breiddinni Í nútíðinni leynist samvinna margra flokka. Samstarf og málamiðlanir er það sem koma skal. Fjórflokkurinn er liðinn undir lok og nýir flokkar hafa bæst við flóruna. Með þessari þróun í pólitíkinni munum við venjast samstarfi fleiri flokka en áður sem sameinast um sameiginlega sýn og markmið. Þetta kallar á að vinnu við að finna það sem flokkarnir eiga sameiginlegt. En þessi veruleiki kallar líka á það að í samstarfi margra flokka þurfa allir verða að fá sitt svið fyrir það sem aðgreinir þá. Í gær fórum við í borgarstjórn yfir nýjan samstarfssáttmála ólíkra flokka sem mynda meirihlutann í borginni. Samstarfssáttmálinn er einmitt gott dæmi um mikilvægi samvinnu. Í upphafi nýs kjörtímabils sammældumst við um gott samkomulag sem byggir á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá. Við erum ólíkir flokkar og það er okkar styrkur. Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Ætlum að vera óþreytandi Í samstarfsáttmálanum settum við fram ítarlegan verkefnalista þar sem dregin eru fram 18 verkefni sem hefja á strax og sáttmála um stór sem lítil verkefni sem við munum vinna að á næstu fjórum árum. Við í Viðreisn höfum í meirhluta verið óþreytandi að benda á mikilvægi fjölbreytts reksturs og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað verði leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin séu tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðila að semja við sig til niðurstöðu. Ný og betri borgarstjórn Umræðan í borgarstjórn í gær var afar góð, uppbyggileg og skemmtileg. Allir flokkar ræddu sín mál, kynntu sín rök og pólitíska sýn. Upptakturinn var sérdeilis góður og málefnalegur og fagna ég því sérstaklega. Borgarstjórn sýndi pólitíska breidd sína og styrk, þvert á flokka sem er afar jákvætt fyrir alla borgarbúa. Framtíðin leynist í samvinnu marga flokka, og við sem leiðum þá vinnu búum yfir yfirsýn sem þarf til að sú samvinna beri árangur. Með þekkingu og reynslu í farteskinu langar mig að byggja frjálst og réttlátt borgarsamfélag og ég hlakka til þess að gera það með allri borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
„Hver er sérstaða þín flokks?” er ég stundum spurð. “Hver er munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu?” eru spurningar sem fylgja gjarnan á eftir. Það vefst ekki fyrir mér að svara þessu, enda er Viðreisn með sitt eigið hryggjarstykki, sína eigin sérstöðu sem við erum stolt af. Viðreisn er nútímalegur frjálslyndur Evrópuflokkur sem vinnur alltaf að almannahagsmunum og trúir því að jafnrétti og loftslagsmál séu lykilbreytur í öllu sem við gerum, hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum. Styrkurinn felst í breiddinni Í nútíðinni leynist samvinna margra flokka. Samstarf og málamiðlanir er það sem koma skal. Fjórflokkurinn er liðinn undir lok og nýir flokkar hafa bæst við flóruna. Með þessari þróun í pólitíkinni munum við venjast samstarfi fleiri flokka en áður sem sameinast um sameiginlega sýn og markmið. Þetta kallar á að vinnu við að finna það sem flokkarnir eiga sameiginlegt. En þessi veruleiki kallar líka á það að í samstarfi margra flokka þurfa allir verða að fá sitt svið fyrir það sem aðgreinir þá. Í gær fórum við í borgarstjórn yfir nýjan samstarfssáttmála ólíkra flokka sem mynda meirihlutann í borginni. Samstarfssáttmálinn er einmitt gott dæmi um mikilvægi samvinnu. Í upphafi nýs kjörtímabils sammældumst við um gott samkomulag sem byggir á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá. Við erum ólíkir flokkar og það er okkar styrkur. Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Ætlum að vera óþreytandi Í samstarfsáttmálanum settum við fram ítarlegan verkefnalista þar sem dregin eru fram 18 verkefni sem hefja á strax og sáttmála um stór sem lítil verkefni sem við munum vinna að á næstu fjórum árum. Við í Viðreisn höfum í meirhluta verið óþreytandi að benda á mikilvægi fjölbreytts reksturs og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað verði leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin séu tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðila að semja við sig til niðurstöðu. Ný og betri borgarstjórn Umræðan í borgarstjórn í gær var afar góð, uppbyggileg og skemmtileg. Allir flokkar ræddu sín mál, kynntu sín rök og pólitíska sýn. Upptakturinn var sérdeilis góður og málefnalegur og fagna ég því sérstaklega. Borgarstjórn sýndi pólitíska breidd sína og styrk, þvert á flokka sem er afar jákvætt fyrir alla borgarbúa. Framtíðin leynist í samvinnu marga flokka, og við sem leiðum þá vinnu búum yfir yfirsýn sem þarf til að sú samvinna beri árangur. Með þekkingu og reynslu í farteskinu langar mig að byggja frjálst og réttlátt borgarsamfélag og ég hlakka til þess að gera það með allri borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun