Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2022 23:05 Franskar, sambærilegar þeim sem gefur að líta á þessari mynd, eru ekki lengur framleiddar hér á landi. Franskarnar á myndinni eru erlendar. Getty Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að útreikningarnir byggi á tölum Hagstofunnar um innflutning. „Tollar hækka innflutningsverð franskra kartaflna um ríflega 46% og útsöluverð til neytenda hækkar í samræmi við það. Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðherra erindi og bent á að verndartollur á franskar kartöflur verndi ekkert lengur, eftir að eini innlendi framleiðandi vörunnar hætti framleiðslu. Engin svör hafa fengist við erindinu,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á tímabilinu hafi verið fluttar til landsins franskar kartöflur fyrir 1,7 milljarða. Innflutningurinn hafi verið meiri í krónum talið á síðasta ári heldur en 2020. Þá hafi verið greiddar 300 milljónir króna í tolla. Í ár stefni í frekari aukningu og í lok júlí hafi neytendur þegar staðið undir 237,6 milljóna króna tollgreiðslum. Verndartollur sem ekkert verndar „Fullur tollur á franskar kartöflur er 76% og stendur í vegi fyrir innflutningi frá ríkjum sem ekki hafa fríverslunarsamning við Ísland um lægri toll. Tölur Hagstofunnar sýna að innflutningur frá þeim ríkjum er hverfandi. Þannig voru fluttar inn franskar kartöflur frá Bandaríkjunum á tímabilinu fyrir um átta milljónir króna og frá Tyrklandi fyrir um 95 þúsund krónur. Innflutningurinn kemur nánast eingöngu frá ríkjum Evrópusambandsins og Kanada, en samkvæmt fríverslunarsamningum er tollur á franskar kartöflur frá þeim ríkjum „aðeins“ 46%.“ Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að tölurnar sýni svart á hvítu hve mikið sé í húfi fyrir neytendur, verslun og veitingageirann að fella niður „verndartoll sem ekkert verndar lengur.“ Með þessum orðum á Ólafur við þær fréttir sem bárust í ágúst, að eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. „Tollarnir nema 300-400 milljónum á ári og á tímum þegar matarverð hækkar stöðugt munar um slíkar fjárhæðir,“ er haft eftir Ólafi. „Besta svarið frá fjármálaráðherranum væri frumvarp um niðurfellingu tollsins strax á haustþinginu.“ Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að útreikningarnir byggi á tölum Hagstofunnar um innflutning. „Tollar hækka innflutningsverð franskra kartaflna um ríflega 46% og útsöluverð til neytenda hækkar í samræmi við það. Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðherra erindi og bent á að verndartollur á franskar kartöflur verndi ekkert lengur, eftir að eini innlendi framleiðandi vörunnar hætti framleiðslu. Engin svör hafa fengist við erindinu,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á tímabilinu hafi verið fluttar til landsins franskar kartöflur fyrir 1,7 milljarða. Innflutningurinn hafi verið meiri í krónum talið á síðasta ári heldur en 2020. Þá hafi verið greiddar 300 milljónir króna í tolla. Í ár stefni í frekari aukningu og í lok júlí hafi neytendur þegar staðið undir 237,6 milljóna króna tollgreiðslum. Verndartollur sem ekkert verndar „Fullur tollur á franskar kartöflur er 76% og stendur í vegi fyrir innflutningi frá ríkjum sem ekki hafa fríverslunarsamning við Ísland um lægri toll. Tölur Hagstofunnar sýna að innflutningur frá þeim ríkjum er hverfandi. Þannig voru fluttar inn franskar kartöflur frá Bandaríkjunum á tímabilinu fyrir um átta milljónir króna og frá Tyrklandi fyrir um 95 þúsund krónur. Innflutningurinn kemur nánast eingöngu frá ríkjum Evrópusambandsins og Kanada, en samkvæmt fríverslunarsamningum er tollur á franskar kartöflur frá þeim ríkjum „aðeins“ 46%.“ Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að tölurnar sýni svart á hvítu hve mikið sé í húfi fyrir neytendur, verslun og veitingageirann að fella niður „verndartoll sem ekkert verndar lengur.“ Með þessum orðum á Ólafur við þær fréttir sem bárust í ágúst, að eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. „Tollarnir nema 300-400 milljónum á ári og á tímum þegar matarverð hækkar stöðugt munar um slíkar fjárhæðir,“ er haft eftir Ólafi. „Besta svarið frá fjármálaráðherranum væri frumvarp um niðurfellingu tollsins strax á haustþinginu.“
Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56