Sport

Dagskráin í dag: Besta-deild kvenna, Olís-deild karla og golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukar taka á móti KA í Olís-deild karla í kvöld.
Haukar taka á móti KA í Olís-deild karla í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en alls verður boðið upp á sjö beinar útsendingar úr hinum ýmsu íþróttum frá morgni til kvölds.

Við hefjum leik klukkan 11:00 þegar fyrstu menn fara af stað á BMW PGA Championship mótinu í golfi á Evrópumótaröðinni, DP World Tour, á Stöð 2 Sport 5.

Klukkan 12:00 hefst svo bein útsending frá Ladies Swiss Open á LET-mótaröðinni á Stöð 2 Sport 4 áður en Kroger Queen City Championship á LPGA-mótaröðinni hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 5.

Þá eru einnig tveir leikir í Bestu-deild kvenna á dagskrá í dag og hefjast beinar útsendingar frá þeim báðum klukkan 16:50. Á Stöð 2 Sport taka Eyjakonur á móti Breiðablik og á hliðarrás Bestu-deildarinnar eigast KA og Valur við í Reykjavíkurslag.

Að lokum er Olís-deild karla í handbolta farin af stað í öllu sínu veldi og klukkan 19:15 hefst bein útsending frá viðureign Hauka og KA á Stöð 2 Sport áður en Seinni bylgjan tekur við eftir leik og fer ítarlega yfir fyrstu umferð vetrarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×