Umboðsmenn þénuðu tæpa 70 milljarða í sumarglugganum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. september 2022 07:00 Umboðsmaður Antony Santos fékk líklega væna summu þegar leikmaðurinn var keyptur til Manchester United á rúmlega 80 milljónir punda. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Umboðsmenn knattspyrnumanna þurfa margir hverjir ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir salti í grautinn á næstunni. Samkvæmt alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA þénuðu þeir tæplega 431 milljón punda í félagsskiptaglugga sumarsins sem lokaði í seinustu viku. Það samvarar rétt tæplega 70 milljörðum íslenskra króna, en FIFA birti í gær skjáskot sem sýndi greiningu á hinum alþjóðlega leikmannamarkaði. Þar mátti sjá að umboðsmenn karlkyns knattspyrnumanna fengu um það bil tíu prósent af kökunni, en heildarverðmæti leikmanna í sumar var um 4,36 milljarðar punda. Það er tæplega 30 prósent hærri tala en í fyrra. Þá vekur einnig athygli að umboðsmenn eru nú að taka hlutfallslega mun stærri sneið af kökunni en hér áður fyrr. Á seinustu tíu árum hafa umboðsmenn farið úr því að taka að meðaltali 6,1 prósent í þjónustugjald (e. service fee) upp í 9,9 prósent. FIFA have been crunching the transfer numbers. https://t.co/c25lJZ5ZDk— Simon Stone (@sistoney67) September 8, 2022 Allskonar félagsskiptamet Það má með sanni segja að félagsskiptaglugginn í sumar hafi slegið hvert metið á fætur öðru. Fjöldi félagsskipta jókst bæði í karla- og kvennaboltanum frá því í fyrra, enska úrvalsdeildin eyddi metfé og svo mætti lengi telja. Alls voru gerð 684 alþjóðleg félagsskipti í kvennaboltanum, en það er 14,4 prósent aukning frá því í fyrra, á meðan 16,2 prósent aukning varð í karlaboltanum þar sem 9.717 alþjóðleg félagsskipti fóru fram. Eins og var greint frá hér á Vísi á dögunum þá eyddu lið í ensku úrvalsdeildinni langmest af öllum deildum í heiminum þar sem heildarupphæðin fór upp í 1,9 milljarð punda. Manchester United, Chelsea og Nottingham Forest bættu einnig met í glugganum. United gerði Brasilíumanninn Antony að dýrasta leikmanni gluggadagsins frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þegar félagið keypti hann á 81,3 milljónir punda, Chelsea eyddi meira fé í sumar en nokkurt enskt úrvalsdeildarfélag hefur gert áður en félagið eyddi yfir 260 milljónum punda og Nottingham Forest keypti fleiri leikmenn á einu sumri en nokkurt enskt félag hefur gert áður, eða 21 talsins. Enski boltinn FIFA Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Það samvarar rétt tæplega 70 milljörðum íslenskra króna, en FIFA birti í gær skjáskot sem sýndi greiningu á hinum alþjóðlega leikmannamarkaði. Þar mátti sjá að umboðsmenn karlkyns knattspyrnumanna fengu um það bil tíu prósent af kökunni, en heildarverðmæti leikmanna í sumar var um 4,36 milljarðar punda. Það er tæplega 30 prósent hærri tala en í fyrra. Þá vekur einnig athygli að umboðsmenn eru nú að taka hlutfallslega mun stærri sneið af kökunni en hér áður fyrr. Á seinustu tíu árum hafa umboðsmenn farið úr því að taka að meðaltali 6,1 prósent í þjónustugjald (e. service fee) upp í 9,9 prósent. FIFA have been crunching the transfer numbers. https://t.co/c25lJZ5ZDk— Simon Stone (@sistoney67) September 8, 2022 Allskonar félagsskiptamet Það má með sanni segja að félagsskiptaglugginn í sumar hafi slegið hvert metið á fætur öðru. Fjöldi félagsskipta jókst bæði í karla- og kvennaboltanum frá því í fyrra, enska úrvalsdeildin eyddi metfé og svo mætti lengi telja. Alls voru gerð 684 alþjóðleg félagsskipti í kvennaboltanum, en það er 14,4 prósent aukning frá því í fyrra, á meðan 16,2 prósent aukning varð í karlaboltanum þar sem 9.717 alþjóðleg félagsskipti fóru fram. Eins og var greint frá hér á Vísi á dögunum þá eyddu lið í ensku úrvalsdeildinni langmest af öllum deildum í heiminum þar sem heildarupphæðin fór upp í 1,9 milljarð punda. Manchester United, Chelsea og Nottingham Forest bættu einnig met í glugganum. United gerði Brasilíumanninn Antony að dýrasta leikmanni gluggadagsins frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þegar félagið keypti hann á 81,3 milljónir punda, Chelsea eyddi meira fé í sumar en nokkurt enskt úrvalsdeildarfélag hefur gert áður en félagið eyddi yfir 260 milljónum punda og Nottingham Forest keypti fleiri leikmenn á einu sumri en nokkurt enskt félag hefur gert áður, eða 21 talsins.
Enski boltinn FIFA Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira