Gagnrýna hækkun hæstu áfengisskatta í Evrópu Árni Sæberg skrifar 12. september 2022 18:04 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkun áfengisgjalda í nýjum fjárlögum. Í nýjum fjárlögum, sem kynnt voru í morgun, er gert ráð fyrir að almennt áfengisgjald hækki um 7,7 prósent og að áfengisgjald í fríhafnarverslunum hækki um 150 prósent, úr 10 prósent af almennu áfengisgjaldi í 25 prósent. Félagi atvinnurekenda líst ekki á blikuna, ef marka má tilkynningu á vef félagsins. Þar má sjá samantekt því hversu mikið einstakar tegundir áfengis munu hækka í smásölu, bæði í fríhöfn og í vínbúðinni. Þar segir að kassi af vinsælu léttvíni mun þannig hækka um 600 krónur í Vínbúðinni og bjórkippa um tæplega 150 krónur, en eins lítra ginflaska um 663 krónur. Í Fríhöfninni gæti ginflaskan hækkað um 2.300 krónur og léttvínskassinn um 1.800 krónur. Á myndinni hér að neðan má sjá dæmi um það hvernig verð breytist milli ára í vínbúð og hvernig það skiptist niður. „Vekja má athygli á því að ríkið tekur í sinn hlut 92,3% af útsöluverði vodkaflöskunnar, 73,4% af verði kassavínsins og 61% af verði bjórflöskunnar,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda Snúnara að reikna út verð í fríhöfn „Ef litið er á líklegar verðbreytingar í Fríhöfninni er ögn snúnara að reikna dæmið þar sem álagning hennar er ekki föst og lögbundin eins og hjá ÁTVR,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt sé það ekki heildsalinn eða framleiðandi áfengisins sem standi skil til ríkissjóðs á áfengisgjaldinu áður en varan er afhent Fríhöfninni, heldur greiði Fríhöfnin það eftir á. Á myndinni hér að neðan má sjá raunhæf dæmi, sem Félag atvinnurekenda hefur tekið saman, um líklegar verðbreytingar í Fríhöfninni. Félag atvinnurekenda „Hér má sjá að léttvínskassi sem kostar í dag um 5.000 krónur gæti hækkað um rúmlega 1.800 krónur og ginflaska á svipuðu verði um hátt í 2.300 krónur. Léttvínsflaska sem í dag kostar tæplega 2.300 krónur gæti hækkað um 300 krónur og bjórkippa, sem í dag selst á tæplega 1.700 krónur gæti hækkað um 237 krónur,“ segir í tilkynningunni. Rengja staðhæfingar um óbreytt gjöld Félag atvinnurekenda gefur lítið fyrir þær fullyrðingar fjármálaráðuneytisins í greinargerð fjárlagafrumvarpsins þess efnis að gjöld haldi verðgildi sínu milli ára í stað þess að rýrna enn frekar að raunvirði eins og þau hafi mörg gert undanfarin ár. „Þar segir jafnframt að þessi gjöld hafi verið „óbreytt frá árinu 2019“. Í tilviki áfengisgjaldsins er þetta alrangt; það hefur verið hækkað árlega og nemur uppsöfnuð hækkun þess 16% frá 2019 til 2023, miðað við frumvarpið,“ segir í tilkynningunni. Skattlagning komin út úr korti Í tilkynningunni segir að í greinargerð fjárlagafrumvarpsins sé áætlað að skattahækkunin skili 1,64 milljarða tekjuhækkun í ríkissjóð og tekjur af áfengisgjaldi verði 25,5 milljarðar á næsta ári. „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag. „Skattlagning á áfenga drykki á Íslandi er löngu komin út úr öllu korti og bitnar til dæmis hart á samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar. Við höfum oft kallað eftir rökstuðningi fyrir því að þessir skattar eigi að vera svona miklu hærri en í nágrannalöndum okkar, en komum þar ævinlega að tómum kofunum hjá stjórnmálamönnum,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, í tilkynningu félagsins. Skattar og tollar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Óhófsfólk á brennivín látið stoppa í götin Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segist greina dauðastríð ríkisstjórnarinnar í nýju fjárlagafrumvarpi. 12. september 2022 14:57 Hækka gjald á áfengi og tóbak Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. 12. september 2022 10:15 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Í nýjum fjárlögum, sem kynnt voru í morgun, er gert ráð fyrir að almennt áfengisgjald hækki um 7,7 prósent og að áfengisgjald í fríhafnarverslunum hækki um 150 prósent, úr 10 prósent af almennu áfengisgjaldi í 25 prósent. Félagi atvinnurekenda líst ekki á blikuna, ef marka má tilkynningu á vef félagsins. Þar má sjá samantekt því hversu mikið einstakar tegundir áfengis munu hækka í smásölu, bæði í fríhöfn og í vínbúðinni. Þar segir að kassi af vinsælu léttvíni mun þannig hækka um 600 krónur í Vínbúðinni og bjórkippa um tæplega 150 krónur, en eins lítra ginflaska um 663 krónur. Í Fríhöfninni gæti ginflaskan hækkað um 2.300 krónur og léttvínskassinn um 1.800 krónur. Á myndinni hér að neðan má sjá dæmi um það hvernig verð breytist milli ára í vínbúð og hvernig það skiptist niður. „Vekja má athygli á því að ríkið tekur í sinn hlut 92,3% af útsöluverði vodkaflöskunnar, 73,4% af verði kassavínsins og 61% af verði bjórflöskunnar,“ segir í tilkynningu Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda Snúnara að reikna út verð í fríhöfn „Ef litið er á líklegar verðbreytingar í Fríhöfninni er ögn snúnara að reikna dæmið þar sem álagning hennar er ekki föst og lögbundin eins og hjá ÁTVR,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt sé það ekki heildsalinn eða framleiðandi áfengisins sem standi skil til ríkissjóðs á áfengisgjaldinu áður en varan er afhent Fríhöfninni, heldur greiði Fríhöfnin það eftir á. Á myndinni hér að neðan má sjá raunhæf dæmi, sem Félag atvinnurekenda hefur tekið saman, um líklegar verðbreytingar í Fríhöfninni. Félag atvinnurekenda „Hér má sjá að léttvínskassi sem kostar í dag um 5.000 krónur gæti hækkað um rúmlega 1.800 krónur og ginflaska á svipuðu verði um hátt í 2.300 krónur. Léttvínsflaska sem í dag kostar tæplega 2.300 krónur gæti hækkað um 300 krónur og bjórkippa, sem í dag selst á tæplega 1.700 krónur gæti hækkað um 237 krónur,“ segir í tilkynningunni. Rengja staðhæfingar um óbreytt gjöld Félag atvinnurekenda gefur lítið fyrir þær fullyrðingar fjármálaráðuneytisins í greinargerð fjárlagafrumvarpsins þess efnis að gjöld haldi verðgildi sínu milli ára í stað þess að rýrna enn frekar að raunvirði eins og þau hafi mörg gert undanfarin ár. „Þar segir jafnframt að þessi gjöld hafi verið „óbreytt frá árinu 2019“. Í tilviki áfengisgjaldsins er þetta alrangt; það hefur verið hækkað árlega og nemur uppsöfnuð hækkun þess 16% frá 2019 til 2023, miðað við frumvarpið,“ segir í tilkynningunni. Skattlagning komin út úr korti Í tilkynningunni segir að í greinargerð fjárlagafrumvarpsins sé áætlað að skattahækkunin skili 1,64 milljarða tekjuhækkun í ríkissjóð og tekjur af áfengisgjaldi verði 25,5 milljarðar á næsta ári. „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag. „Skattlagning á áfenga drykki á Íslandi er löngu komin út úr öllu korti og bitnar til dæmis hart á samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar. Við höfum oft kallað eftir rökstuðningi fyrir því að þessir skattar eigi að vera svona miklu hærri en í nágrannalöndum okkar, en komum þar ævinlega að tómum kofunum hjá stjórnmálamönnum,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, í tilkynningu félagsins.
Skattar og tollar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Óhófsfólk á brennivín látið stoppa í götin Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segist greina dauðastríð ríkisstjórnarinnar í nýju fjárlagafrumvarpi. 12. september 2022 14:57 Hækka gjald á áfengi og tóbak Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. 12. september 2022 10:15 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Óhófsfólk á brennivín látið stoppa í götin Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segist greina dauðastríð ríkisstjórnarinnar í nýju fjárlagafrumvarpi. 12. september 2022 14:57
Hækka gjald á áfengi og tóbak Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. 12. september 2022 10:15