618 börn bíða eftir sálfræðiþjónustu hjá HH Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. september 2022 13:27 Umboðsmaður barna heldur utan um tölur yfir fjölda barna sem bíða eftir nauðsynlegri þjónustu, líkt og sálfræðiþjónustu. Vísir/Vilhelm Þessa stundina bíða 618 börn eftir sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem Umboðsmaður barna hefur ráðist í um bið barna eftir nauðsynlegri þjónustu. Ráðist var í sams konar samantekt í árslok 2021 og síðan voru nýjustu upplýsingar birtar í gær frá sömu aðilum en auk þeirra voru birtar upplýsingar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóla barnaspítalans og þjónustu talmeinafræðinga. Af þeim 618 börnum á höfuðborgarsvæðinu sem bíða eftir sálfræðiþjónustu þá hefur rúmur helmingur beðið í meira en 180 daga. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. „Þetta er auðvitað ansi löng og mikil bið því þetta er auðvitað fyrsta stigs þjónusta og mikilvægt að börn sem finna þörf á að leita til sálfræðings geti nálgast slíka þjónustu sem allra fyrst.“ Þegar bornar eru saman upplýsingar frá nýjustu upplýsingaöflun annars vegar og upplýsingum frá lok árs 2021 hins vegar sést að meðalbiðtími eftir þjónustu á göngudeild, transteymi og átröskunarteymi Barna- og unglingageðdeildar LSH hefur styst. 67 börn bíða nú eftir því að komast inná göngudeildina en þar af hafa 39 beðið í meira en þrjá mánuði. Alls bíða nú 42 börn eftir því að komast að hjá Transteymi BUGL og hafa 30 þeirra beðið í meira en þrjá mánuði. Nú bíða tólf börn eftir því að komast að hjá átröskunarteyminu. Þrátt fyrir að þetta séu langir biðlistar þá hefur staðan skánað síðan hún var sem verst í lok síðasta árs í kórónuveirufaraldrinum. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt að sjá það. Það er auðvitað tilgangurinn með upplýsingaöfluninni að sjá hvernig hlutirnir eru að þróast; hvort við séum á réttri leið eða hvort biðin sé að lengjast.“ Salvör segir að snemmtæk íhlutun sé börnum fyrir bestu. „Á meðan börnin bíða þá eykst vandinn þannig að og þess vegna er þetta svo gríðarlega mikilvægt að við getum boðið upp á þá þjónustu sem þau þurfa þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör Nordal. Börn og uppeldi Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Heilsugæsla Tengdar fréttir Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14. febrúar 2022 10:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Af þeim 618 börnum á höfuðborgarsvæðinu sem bíða eftir sálfræðiþjónustu þá hefur rúmur helmingur beðið í meira en 180 daga. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. „Þetta er auðvitað ansi löng og mikil bið því þetta er auðvitað fyrsta stigs þjónusta og mikilvægt að börn sem finna þörf á að leita til sálfræðings geti nálgast slíka þjónustu sem allra fyrst.“ Þegar bornar eru saman upplýsingar frá nýjustu upplýsingaöflun annars vegar og upplýsingum frá lok árs 2021 hins vegar sést að meðalbiðtími eftir þjónustu á göngudeild, transteymi og átröskunarteymi Barna- og unglingageðdeildar LSH hefur styst. 67 börn bíða nú eftir því að komast inná göngudeildina en þar af hafa 39 beðið í meira en þrjá mánuði. Alls bíða nú 42 börn eftir því að komast að hjá Transteymi BUGL og hafa 30 þeirra beðið í meira en þrjá mánuði. Nú bíða tólf börn eftir því að komast að hjá átröskunarteyminu. Þrátt fyrir að þetta séu langir biðlistar þá hefur staðan skánað síðan hún var sem verst í lok síðasta árs í kórónuveirufaraldrinum. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt að sjá það. Það er auðvitað tilgangurinn með upplýsingaöfluninni að sjá hvernig hlutirnir eru að þróast; hvort við séum á réttri leið eða hvort biðin sé að lengjast.“ Salvör segir að snemmtæk íhlutun sé börnum fyrir bestu. „Á meðan börnin bíða þá eykst vandinn þannig að og þess vegna er þetta svo gríðarlega mikilvægt að við getum boðið upp á þá þjónustu sem þau þurfa þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör Nordal.
Börn og uppeldi Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Heilsugæsla Tengdar fréttir Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14. febrúar 2022 10:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14. febrúar 2022 10:15