Þurfti að hafna myndatöku eftir að leikur var hafinn Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 08:30 Cristiano Ronaldo fagnaði marki sínu gegn Sheriff í gær, í 2-0 sigri. Getty/Oleg Bilsagaev Kona sem hugðist fá að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo í miðjum leik Sheriff og Manchester United í Evrópudeildinni í fótbolta í gærkvöld hafði ekki erindi sem erfiði. Konan var sjúkrastarfsmaður á vellinum en ákvað að sæta færis þegar að leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og reyna að fá af sér mynd með portúgölsku ofurstjörnunni. Ronaldo er sjálfsagt ýmsu vanur í þessum efnum en þó er óvenjulegt að knattspyrnumenn séu beðnir um mynd þegar öll einbeiting er á leikinn sem þeir eru að spila. Hann veit reyndar líka að þeir skora sem að þora en sýndi konunni strax með látbragði að myndataka kæmi ekki til greina, eins og sjá má hér að neðan. A fan asked Ronaldo for a picture during the halftime of the United game but he refused to take it pic.twitter.com/qYIRsvmtQU— LSPN FC (@LSPNFC_) September 15, 2022 Annar starfsmaður á vellinum kom strax í kjölfarið og vísaði konunni í burtu á meðan að leikmenn United gengu áfram inn til búningsklefa. Ronaldo skoraði úr víti í leiknum, í 2-0 sigri United, og var hrósað af knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Þrátt fyrir allt tal um að Ronaldo hafi viljað losna frá United í sumar og vilji enn fara þá segir Ten Hag að ekkert vanti upp á að Ronaldo leggi sig allan fram fyrir félagið. Hann hafi misst af undirbúningstímabilinu og þurfi tíma til að komast í sitt besta ástand en að þá muni hann skora fleiri mörk. „Maður gat séð hvað hann er nálægt þessu og þegar hann verður hraustari mun hann klára [þessi færi]. Ég tel að hann leggi sig allan fram í þetta verkefni og allan fram fyrir þetta lið, og sé með af öllum þunga,“ sagði Ten Hag. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Konan var sjúkrastarfsmaður á vellinum en ákvað að sæta færis þegar að leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og reyna að fá af sér mynd með portúgölsku ofurstjörnunni. Ronaldo er sjálfsagt ýmsu vanur í þessum efnum en þó er óvenjulegt að knattspyrnumenn séu beðnir um mynd þegar öll einbeiting er á leikinn sem þeir eru að spila. Hann veit reyndar líka að þeir skora sem að þora en sýndi konunni strax með látbragði að myndataka kæmi ekki til greina, eins og sjá má hér að neðan. A fan asked Ronaldo for a picture during the halftime of the United game but he refused to take it pic.twitter.com/qYIRsvmtQU— LSPN FC (@LSPNFC_) September 15, 2022 Annar starfsmaður á vellinum kom strax í kjölfarið og vísaði konunni í burtu á meðan að leikmenn United gengu áfram inn til búningsklefa. Ronaldo skoraði úr víti í leiknum, í 2-0 sigri United, og var hrósað af knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Þrátt fyrir allt tal um að Ronaldo hafi viljað losna frá United í sumar og vilji enn fara þá segir Ten Hag að ekkert vanti upp á að Ronaldo leggi sig allan fram fyrir félagið. Hann hafi misst af undirbúningstímabilinu og þurfi tíma til að komast í sitt besta ástand en að þá muni hann skora fleiri mörk. „Maður gat séð hvað hann er nálægt þessu og þegar hann verður hraustari mun hann klára [þessi færi]. Ég tel að hann leggi sig allan fram í þetta verkefni og allan fram fyrir þetta lið, og sé með af öllum þunga,“ sagði Ten Hag.
Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira