Segir formanninum að mæta á leiki áður en hann tjáir sig Atli Arason skrifar 19. september 2022 23:30 Hildur Björg Kristjánsdóttir, leikmaður KR. KR Hildur Björg Kristjánsdóttir, leikmaður KR, virðist vera ósátt við ummæli Páls Kristjánssonar, formann knattspyrnudeildar KR. Hildur segir Páli að mæta á leiki KR áður en hann tjáir sig um mál liðsins. Páll sagði í viðtali við 433.is að hann skilji gremju leikmanna og þjálfara KR en hann hefði frekar viljað fá kvartanir á sitt borð heldur en að lesa um þær í fjölmiðlum. Hildur Björg svaraði frétt 433 á Twitter. „Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr,“ skrifaði Hildur, sem á þar væntanlega við að kvartanir leikmanna KR hafi komið á borð Páls áður. Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr… https://t.co/Py2vfVVfwM— Hildur Björg (@HildurBjorgK) September 19, 2022 Þetta mál á allt rætur sínar að rekja í skort á sjálfboðaliðum á leik KR og Selfoss í Bestu-deild kvenna í gær. Þar þurfti Hannah Tillet að fara meidd af velli en engar sjúkrabörur eða réttir sjálfboðaliðar voru þá til staðar. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Christopher Harrington, annar að þjálfurum KR, að félagið yrði að sýna stelpunum virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. „Í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri í karla bolta þá væri þetta ekki neitt mál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvenna bolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konum líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera,“ sagði Harrington. Í viðtali við Stöð 2 í dag sagðist Páll formaður sinna nær öllum störfum sjálfboðaliða á leikjum KR að vallarþul frátöldum. Formaðurinn segir skort á sjálfboðaliðum m.a. endurspeglast í slæmu gengi liðsins. KR tapaði leiknum á móti Selfoss 3-5 og féll þar með úr Bestu-deildinni. Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Páll sagði í viðtali við 433.is að hann skilji gremju leikmanna og þjálfara KR en hann hefði frekar viljað fá kvartanir á sitt borð heldur en að lesa um þær í fjölmiðlum. Hildur Björg svaraði frétt 433 á Twitter. „Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr,“ skrifaði Hildur, sem á þar væntanlega við að kvartanir leikmanna KR hafi komið á borð Páls áður. Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr… https://t.co/Py2vfVVfwM— Hildur Björg (@HildurBjorgK) September 19, 2022 Þetta mál á allt rætur sínar að rekja í skort á sjálfboðaliðum á leik KR og Selfoss í Bestu-deild kvenna í gær. Þar þurfti Hannah Tillet að fara meidd af velli en engar sjúkrabörur eða réttir sjálfboðaliðar voru þá til staðar. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Christopher Harrington, annar að þjálfurum KR, að félagið yrði að sýna stelpunum virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. „Í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri í karla bolta þá væri þetta ekki neitt mál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvenna bolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konum líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera,“ sagði Harrington. Í viðtali við Stöð 2 í dag sagðist Páll formaður sinna nær öllum störfum sjálfboðaliða á leikjum KR að vallarþul frátöldum. Formaðurinn segir skort á sjálfboðaliðum m.a. endurspeglast í slæmu gengi liðsins. KR tapaði leiknum á móti Selfoss 3-5 og féll þar með úr Bestu-deildinni.
Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31
Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25