Um Sigurfara, Blátind, Aðalbjörgina og Maríu Júlíu Helgi Máni Sigurðsson skrifar 21. september 2022 11:31 Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, sem var meðal frummælenda, hafði góð orð í þá veru. Að mínu mati gæti Borgarsögusafn lagt sitt lóð á vogaskálarnar með því að setja upp bátasmiðju í einum af sölum sínum. Það mundi í leiðinni lífga mjög upp á safnið. Annað meginefni málþingsins var bátavarðveisla. Þar kom fram að staðan gagnvart árabátunum er nokkuð góð, minjasöfnin í landinu hafa tekið til varðveislu nokkuð á annað hundrað árabáta og eru þeir flestir geymdir við góðar aðstæður. En þegar kemur að 20. öldinni, bátunum og skipunum sem komu þjóðinni úr torfkofunum og inn í nútímann, þá er staðan önnur. Þar gætir mikils metnaðarleysis. Til að lagfæra og gera upp árabát dugir oft ein milljón króna og það er upphæð sem söfnin ráða við, m.a. með styrkjum frá fornminjasjóði. Árabátar eru einnig það smáir að þeir komast gjarnan fyrir í almennum munageymslum. En þegar kemur að arftökum þeirra, plankabyggðu þilskipunum, sem voru gjarnan 20-50 tonn að stærð, þá rekast söfnin á vegg. Þekktasta dæmið um það er kútter Sigurfari á Akranesi sem er mjög illa farinn vegna skorts á viðhaldi og umhirðu í hálfa öld. Annað dæmi er Blátindur í Vestmannaeyjum, þriðja dæmið er María Júlía á Ísafirði, fjórða dæmið er Aðalbjörg RE í Reykjavík. Nokkra fleiri báta mætti nefna. Sigurfari GK 17 á safnlóð Byggðasafnsins að Görðum.HMS Helsta undantekningin frá þessari hörmungarmynd er Húni EA á Akureyri. Hann fær gott viðhald og er í góðu ástandi, er haffær. Ástæðurnar fyrir því eru tvær, annars vegar að hann var í góðu ástandi þegar hann var gerður að safnskipi, hin er að Hollvinasamtök Húna, öflugt félag sjálfboðaliða, sinnir skipinu af kostgæfni. Þegar litið er til nágrannalandanna þá er staðan allt önnur og betri, til dæmis í Noregi og Danmörku. Þar er fornbáta- og skipaarfinum sinnt á verðugan hátt, sem sést víða í höfnum þar sem söguleg skip eru til prýði. Eins og oft er bent á þá standa jafnvel Færeyingar sig betur en Íslendingar, sbr. að þeir halda fjórum kútterum, svipuðum Sigurfara, í sjófæru ástandi. Meðal þeirra er Westward Ho sem heimsótt hefur Ísland nokkrum sinnum. En hvað er til ráða á Íslandi? Almenningur og stjórnvöld þurfa að vakna, gangast við þessum hluta menningararfsins, átta sig á sögulegu og efnahagslegu vægi hans, og gera það sem gera þarf til að varðveita síðustu eintökin af eikarskipunum. Það gerist ekki af sjálfu sér. Til þess þarf miklu meiri fjármuni heldur en lagðir hafa verið í málaflokkinn hingað til. Í kjölfar þess kæmu vafalaust nýir hópar sjálfboðaliða. Á fyrrnefndu málþingi tók Andrés Skúlason formaður fornminjanefndar til máls. Hann reyndist mikill áhugamaður um bátavarðveislu og kvaðst mundu berjast fyrir því að stofnaður yrði bátafriðunarsjóður sem hefði burði til að takast á við stærri verkefni en áður. Meðal annars yrði leitað eftir framlögum frá útgerðinni. Óskandi er að það takist. Að vísu hefur lengi verið reynt að stofna slíkan sjóð án árangurs en vonandi eru sjónarmiðin að breytast. Annað atriði sem Andrés lagði áherslu á var að fornbátar væru hafðir á sjó, þar ættu þeir heima og þar færi best um þá. Það er einnig verðugt sjónarmið. En þá ber að hafa í huga að kostnaðurinn við að hafa skip sjófært er mikill. Og ef ekki eru til peningar til þess hvað á þá að gera? Sigurfara-menn gerðu mjög lítið og nú er hann mjög illa farinn. En var það af því að hann var tekinn á land? Nei, ef hann hefði komist í skjól, byggt hefði verið yfir hann, helst á smekklegan hátt, þá væri hann í sama ástandi nú og þegar hann kom til landins árið 1974. Staðan hefði þá verið snöggtum betri en hún er nú. Höfundur er verkefnastjóri hjá Borgarsögusafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsavernd Fornminjar Menning Akranes Vestmannaeyjar Reykjavík Suðurnesjabær Ísafjarðarbær Akureyri Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, sem var meðal frummælenda, hafði góð orð í þá veru. Að mínu mati gæti Borgarsögusafn lagt sitt lóð á vogaskálarnar með því að setja upp bátasmiðju í einum af sölum sínum. Það mundi í leiðinni lífga mjög upp á safnið. Annað meginefni málþingsins var bátavarðveisla. Þar kom fram að staðan gagnvart árabátunum er nokkuð góð, minjasöfnin í landinu hafa tekið til varðveislu nokkuð á annað hundrað árabáta og eru þeir flestir geymdir við góðar aðstæður. En þegar kemur að 20. öldinni, bátunum og skipunum sem komu þjóðinni úr torfkofunum og inn í nútímann, þá er staðan önnur. Þar gætir mikils metnaðarleysis. Til að lagfæra og gera upp árabát dugir oft ein milljón króna og það er upphæð sem söfnin ráða við, m.a. með styrkjum frá fornminjasjóði. Árabátar eru einnig það smáir að þeir komast gjarnan fyrir í almennum munageymslum. En þegar kemur að arftökum þeirra, plankabyggðu þilskipunum, sem voru gjarnan 20-50 tonn að stærð, þá rekast söfnin á vegg. Þekktasta dæmið um það er kútter Sigurfari á Akranesi sem er mjög illa farinn vegna skorts á viðhaldi og umhirðu í hálfa öld. Annað dæmi er Blátindur í Vestmannaeyjum, þriðja dæmið er María Júlía á Ísafirði, fjórða dæmið er Aðalbjörg RE í Reykjavík. Nokkra fleiri báta mætti nefna. Sigurfari GK 17 á safnlóð Byggðasafnsins að Görðum.HMS Helsta undantekningin frá þessari hörmungarmynd er Húni EA á Akureyri. Hann fær gott viðhald og er í góðu ástandi, er haffær. Ástæðurnar fyrir því eru tvær, annars vegar að hann var í góðu ástandi þegar hann var gerður að safnskipi, hin er að Hollvinasamtök Húna, öflugt félag sjálfboðaliða, sinnir skipinu af kostgæfni. Þegar litið er til nágrannalandanna þá er staðan allt önnur og betri, til dæmis í Noregi og Danmörku. Þar er fornbáta- og skipaarfinum sinnt á verðugan hátt, sem sést víða í höfnum þar sem söguleg skip eru til prýði. Eins og oft er bent á þá standa jafnvel Færeyingar sig betur en Íslendingar, sbr. að þeir halda fjórum kútterum, svipuðum Sigurfara, í sjófæru ástandi. Meðal þeirra er Westward Ho sem heimsótt hefur Ísland nokkrum sinnum. En hvað er til ráða á Íslandi? Almenningur og stjórnvöld þurfa að vakna, gangast við þessum hluta menningararfsins, átta sig á sögulegu og efnahagslegu vægi hans, og gera það sem gera þarf til að varðveita síðustu eintökin af eikarskipunum. Það gerist ekki af sjálfu sér. Til þess þarf miklu meiri fjármuni heldur en lagðir hafa verið í málaflokkinn hingað til. Í kjölfar þess kæmu vafalaust nýir hópar sjálfboðaliða. Á fyrrnefndu málþingi tók Andrés Skúlason formaður fornminjanefndar til máls. Hann reyndist mikill áhugamaður um bátavarðveislu og kvaðst mundu berjast fyrir því að stofnaður yrði bátafriðunarsjóður sem hefði burði til að takast á við stærri verkefni en áður. Meðal annars yrði leitað eftir framlögum frá útgerðinni. Óskandi er að það takist. Að vísu hefur lengi verið reynt að stofna slíkan sjóð án árangurs en vonandi eru sjónarmiðin að breytast. Annað atriði sem Andrés lagði áherslu á var að fornbátar væru hafðir á sjó, þar ættu þeir heima og þar færi best um þá. Það er einnig verðugt sjónarmið. En þá ber að hafa í huga að kostnaðurinn við að hafa skip sjófært er mikill. Og ef ekki eru til peningar til þess hvað á þá að gera? Sigurfara-menn gerðu mjög lítið og nú er hann mjög illa farinn. En var það af því að hann var tekinn á land? Nei, ef hann hefði komist í skjól, byggt hefði verið yfir hann, helst á smekklegan hátt, þá væri hann í sama ástandi nú og þegar hann kom til landins árið 1974. Staðan hefði þá verið snöggtum betri en hún er nú. Höfundur er verkefnastjóri hjá Borgarsögusafni.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar