„Eigum stóran séns á að gera vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2022 12:01 Kristian Nökkvi Hlynsson var markahæstur í íslenska liðinu í undankeppni EM 2023. stöð 2 sport Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. „Mér líst mjög vel á þetta og ég held við eigum stóran séns á að gera vel,“ sagði Kristian í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni, þar sem fyrri leikurinn gegn Tékklandi fer fram á morgun. „Tékkar fóru tiltölulega létt í gegnum sinn riðil nema á móti Englandi. Þeir halda oft hreinu,“ sagði Kristian um andstæðinga morgundagsins. Ísland tryggði sér 2. sætið í D-riðli undankeppninnar, og þar með umspilssæti, með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. Íslendingar fengu átján stig í tíu leikjum í riðlinum. „Leikirnir gegn Grikkjum voru þeir einu sem við hefðum getað fengið fleiri stig úr. En leikirnir gegn Portúgölum voru góðir,“ sagði Kristian sem skoraði sex mörk í undankeppninni. Klippa: Viðtal við Kristian Nökkva Hann hefur verið á mála hjá hollenska stórveldinu Ajax síðan í ársbyrjun 2020. Hann hefur aðallega leikið með ungmenna- og varaliðum félagsins en einnig verið viðloðandi aðalliðið. „Þetta hefur verið mjög fínt,“ sagði Kristian um byrjun tímabilsins hjá sér í Ajax. „Ég spila mest með varaliðinu og við erum í kringum 5. sætið,“ bætti hann við en varalið Ajax leikur í hollensku B-deildinni. En hversu bjartsýnn er Kristian á að fá mínútur með aðalliði Ajax á næstunni? „Það kemur allt í ljós. Ég get ekkert sagt núna en ef ég spila vel með varaliðinu hljóta tækifærin að koma,“ svaraði þessi efnilegi leikmaður að lokum. Viðtalið við Kristian má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta og ég held við eigum stóran séns á að gera vel,“ sagði Kristian í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni, þar sem fyrri leikurinn gegn Tékklandi fer fram á morgun. „Tékkar fóru tiltölulega létt í gegnum sinn riðil nema á móti Englandi. Þeir halda oft hreinu,“ sagði Kristian um andstæðinga morgundagsins. Ísland tryggði sér 2. sætið í D-riðli undankeppninnar, og þar með umspilssæti, með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. Íslendingar fengu átján stig í tíu leikjum í riðlinum. „Leikirnir gegn Grikkjum voru þeir einu sem við hefðum getað fengið fleiri stig úr. En leikirnir gegn Portúgölum voru góðir,“ sagði Kristian sem skoraði sex mörk í undankeppninni. Klippa: Viðtal við Kristian Nökkva Hann hefur verið á mála hjá hollenska stórveldinu Ajax síðan í ársbyrjun 2020. Hann hefur aðallega leikið með ungmenna- og varaliðum félagsins en einnig verið viðloðandi aðalliðið. „Þetta hefur verið mjög fínt,“ sagði Kristian um byrjun tímabilsins hjá sér í Ajax. „Ég spila mest með varaliðinu og við erum í kringum 5. sætið,“ bætti hann við en varalið Ajax leikur í hollensku B-deildinni. En hversu bjartsýnn er Kristian á að fá mínútur með aðalliði Ajax á næstunni? „Það kemur allt í ljós. Ég get ekkert sagt núna en ef ég spila vel með varaliðinu hljóta tækifærin að koma,“ svaraði þessi efnilegi leikmaður að lokum. Viðtalið við Kristian má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira