Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2022 15:33 Eftir rekistefnu í flugvélinni í morgun, milli flugliða og Margrétar Friðriksdóttur, ákváð áhöfnin að kalla til lögreglu og fékk Margrét ekki að fljúga með vélinni til Munchen. vísir/vilhelm/aðsend Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. Flugþjónar kölluðu til lögreglu eftir að til mikillar rekistefnu kom í flugvélinni. Margrét var afar ósátt við það hvernig flugþjónarnir vildu höndla með handfarangur hennar auk þess sem þeir skipuðu henni að setja upp grímu. „Ég var á leiðinni til Moskvu en átti að millilenda í Munchen. Ég var með dýran búnað í handfarangri, svona cabin bag, sem ég hef ferðast með útum allt með fullt af flugfélögum. Ég var búin að greiða fyrir töskuna en þá segja þau mér að það sé ekkert pláss fyrir hana í vélinni og vildu setja hana í farangursrýmið. Með þessum dýra búnaði!“ segir Margrét í samtali við Vísi. Og fer ekki leynt með að hún er afar ósátt við það viðmót sem henni mætti. Í lögreglufylgd frá borði Margrét segir að þegar hún kom að sæti sínu hafi hún séð að þar var pláss fyrir þrjár töskur en þær í flugliðahópnum hafi verið alveg harðar á því að hún fengi ekki að hafa töskuna í farþegarýminu. Umræddar töskur sem Margrét fékk ekki að hafa með sér í flugvélina.margrét friðriksdóttir „Það er oft sem farangur týnist en þær voru ekkert ánægðar með að ég væri að benda þeim á að það væri pláss. Og svo segja þær að það sé grímuskylda,“ segir Margrét og þá hafi nú eiginlega steininn tekið úr. Hún var stödd í íslenskri lögsögu og þar sé ekki grímuskylda. „Og sú sem sagði þetta við mig var ekki með grímu sjálf!“ Þessi samskipti leiddu svo til þess að ákveðið var að Margrét fengi ekki að fljúga með vélinni. „Þeim fannst ég vera með eitthvað vesen og sögðu að ég fengi ekki að fljúga með. Og var ég þó búin að setja upp grímu. Þær sögðust vilja hringja á lögregluna og ég sagði þeim bara að gera það,“ segir Margrét. Hún stóð svo ásamt flugliðum við útganginn og þaðan mátti sjá inn í opinn flugstjóraklefann. Margrét sagði nokkur vel valin orð við flugstjórann, spurði hvort hún ætti virkilega ekki að fá að fluga með þeim? Hennar skilningur er sá að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Og þegar lögreglan kom og fylgdu henni að þjónustuborðinu, þá hafi það allt verið með friði og spekt. Erna Ýr allslaus í Moskvu Margrét segir að nú sé unnið að því að fá flugmiðann endurgreiddan og hún segir ekki ósennilegt að hún eigi kröfu á hendur Icelandair, því tjónið sé tilfinnanlegt. Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður Fréttarinnar er þegar komin út en þær tvær ætluðu að fara til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Nú sé hins vegar komið babb í bátinn því Margrét er með búnaðinn og Erna Ýr því vanbúin til að taka upp það sem fyrir augu ber. Margrét segir það rétt að um sé að ræða boðsferð, væntanlega kostuð að rússneskum stjórnvöldum en það hefur þó ekki fengist staðfest nákvæmlega hver stendur straum af því. Það eru einhverjir sjóðir, að sögn Margrétar. „Konráð Magnússon stendur fyrir þessu og hann leitaði eftir blaðamönnum, sagðist vera að leita óháðum blaðamönnum til að fjalla um ástandið og við þáðum þetta boð. Ekki veitir af,“ segir Margrét. Hún segir að nú sé unnið að því að koma henni út, væntanlega þá með öðru flugi Icelandair. „Þeir verða að redda þessu.“ Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Flugþjónar kölluðu til lögreglu eftir að til mikillar rekistefnu kom í flugvélinni. Margrét var afar ósátt við það hvernig flugþjónarnir vildu höndla með handfarangur hennar auk þess sem þeir skipuðu henni að setja upp grímu. „Ég var á leiðinni til Moskvu en átti að millilenda í Munchen. Ég var með dýran búnað í handfarangri, svona cabin bag, sem ég hef ferðast með útum allt með fullt af flugfélögum. Ég var búin að greiða fyrir töskuna en þá segja þau mér að það sé ekkert pláss fyrir hana í vélinni og vildu setja hana í farangursrýmið. Með þessum dýra búnaði!“ segir Margrét í samtali við Vísi. Og fer ekki leynt með að hún er afar ósátt við það viðmót sem henni mætti. Í lögreglufylgd frá borði Margrét segir að þegar hún kom að sæti sínu hafi hún séð að þar var pláss fyrir þrjár töskur en þær í flugliðahópnum hafi verið alveg harðar á því að hún fengi ekki að hafa töskuna í farþegarýminu. Umræddar töskur sem Margrét fékk ekki að hafa með sér í flugvélina.margrét friðriksdóttir „Það er oft sem farangur týnist en þær voru ekkert ánægðar með að ég væri að benda þeim á að það væri pláss. Og svo segja þær að það sé grímuskylda,“ segir Margrét og þá hafi nú eiginlega steininn tekið úr. Hún var stödd í íslenskri lögsögu og þar sé ekki grímuskylda. „Og sú sem sagði þetta við mig var ekki með grímu sjálf!“ Þessi samskipti leiddu svo til þess að ákveðið var að Margrét fengi ekki að fljúga með vélinni. „Þeim fannst ég vera með eitthvað vesen og sögðu að ég fengi ekki að fljúga með. Og var ég þó búin að setja upp grímu. Þær sögðust vilja hringja á lögregluna og ég sagði þeim bara að gera það,“ segir Margrét. Hún stóð svo ásamt flugliðum við útganginn og þaðan mátti sjá inn í opinn flugstjóraklefann. Margrét sagði nokkur vel valin orð við flugstjórann, spurði hvort hún ætti virkilega ekki að fá að fluga með þeim? Hennar skilningur er sá að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Og þegar lögreglan kom og fylgdu henni að þjónustuborðinu, þá hafi það allt verið með friði og spekt. Erna Ýr allslaus í Moskvu Margrét segir að nú sé unnið að því að fá flugmiðann endurgreiddan og hún segir ekki ósennilegt að hún eigi kröfu á hendur Icelandair, því tjónið sé tilfinnanlegt. Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður Fréttarinnar er þegar komin út en þær tvær ætluðu að fara til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Nú sé hins vegar komið babb í bátinn því Margrét er með búnaðinn og Erna Ýr því vanbúin til að taka upp það sem fyrir augu ber. Margrét segir það rétt að um sé að ræða boðsferð, væntanlega kostuð að rússneskum stjórnvöldum en það hefur þó ekki fengist staðfest nákvæmlega hver stendur straum af því. Það eru einhverjir sjóðir, að sögn Margrétar. „Konráð Magnússon stendur fyrir þessu og hann leitaði eftir blaðamönnum, sagðist vera að leita óháðum blaðamönnum til að fjalla um ástandið og við þáðum þetta boð. Ekki veitir af,“ segir Margrét. Hún segir að nú sé unnið að því að koma henni út, væntanlega þá með öðru flugi Icelandair. „Þeir verða að redda þessu.“
Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira