Segist hafa sóað fimm árum af sínum ferli en neitar að hafa verið glaumgosi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 23:00 Ousmane Dembélé virðist loks vera að finna taktinn í Katalóníu. Steve Christo/Getty Images Ousmane Dembélé, vængmaður spænska knattspyrnuliðsins, Barcelona var keyptur á fúlgur fjár árið 2017 en það var í raun ekki fyrr en á síðustu leiktíð sem hann fór virkilega að sýna hvað í sér býr. Leikmaðurinn viðurkennir að hann hafi sóað fimm árum af ferli sínum en þvertekur fyrir að vera glaumgosi. Dembélé var rétt tæplega tvítugir þegar hann gekk í raðir Barcelona sumarið 2017 eftir frábært tímabil með Borussia Dortmund í Þýskalandi. Kaupverðið var vel yfir 100 milljónir evra en hann var keyptur til að fylla skarðið sem Neymar skildi eftir sig. Virðist það hafa tekið sinn toll á franska vængmanninum. Síðan hann gekk í raðir Börsunga hafa ýmis meiðsli plagað hann og sjaldan hefur leikmaðurinn verið nálægt sínu besta. Það er þangað til Xavi tók við stjórnartaumunum á síðustu leiktíð. Hann hrósaði leikmanninnum í hástert og gerði allt sem í sínu valdi stóð til að halda Dembélé en samningur vængmannsins rann út síðasta sumar. Hann samdi á endanum aftur við Barcelona og sér ekki eftir því í dag. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö til viðbótar í sex leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. „Frá 2017 til 2021 hef ég sóað tíma mínum gríðarlega. Ég hef týnt fimm árum af ferli mínum,“ sagði Dembélé í viðtali við RMC Sport. „Ég hef glímt við erfið meiðsli aftan í læri. Þjálfararnir sögðu að ég yrði að leggja hart að mér annars myndi það halda áfram að gerast. Það skánaði þegar Ronald Koeman tók við og varð enn betra eftir að Xavi mætti. Þegar ég kom til Barca var ég yngri, ég fór út en ekki jafn mikið og fólk segir eða ímyndar sér,“ bætti vængmaðurinn við en lífstíll hans hefur verið mikið til umræðu síðan flutti til Katalóníu. Ousmane Dembele's ready to make up for lost time pic.twitter.com/ABEMWh1dwM— GOAL (@goal) September 21, 2022 Dembélé virðist loks hafa jafnað sig af meiðslum, fundið taktinn og stefnir nú á að berjast um titla með Barcelona sem og að tryggja sæti sitt í franska landsliðinu en alls hefur hann leikið 28 A-landsleiki til þessa. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
Dembélé var rétt tæplega tvítugir þegar hann gekk í raðir Barcelona sumarið 2017 eftir frábært tímabil með Borussia Dortmund í Þýskalandi. Kaupverðið var vel yfir 100 milljónir evra en hann var keyptur til að fylla skarðið sem Neymar skildi eftir sig. Virðist það hafa tekið sinn toll á franska vængmanninum. Síðan hann gekk í raðir Börsunga hafa ýmis meiðsli plagað hann og sjaldan hefur leikmaðurinn verið nálægt sínu besta. Það er þangað til Xavi tók við stjórnartaumunum á síðustu leiktíð. Hann hrósaði leikmanninnum í hástert og gerði allt sem í sínu valdi stóð til að halda Dembélé en samningur vængmannsins rann út síðasta sumar. Hann samdi á endanum aftur við Barcelona og sér ekki eftir því í dag. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö til viðbótar í sex leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. „Frá 2017 til 2021 hef ég sóað tíma mínum gríðarlega. Ég hef týnt fimm árum af ferli mínum,“ sagði Dembélé í viðtali við RMC Sport. „Ég hef glímt við erfið meiðsli aftan í læri. Þjálfararnir sögðu að ég yrði að leggja hart að mér annars myndi það halda áfram að gerast. Það skánaði þegar Ronald Koeman tók við og varð enn betra eftir að Xavi mætti. Þegar ég kom til Barca var ég yngri, ég fór út en ekki jafn mikið og fólk segir eða ímyndar sér,“ bætti vængmaðurinn við en lífstíll hans hefur verið mikið til umræðu síðan flutti til Katalóníu. Ousmane Dembele's ready to make up for lost time pic.twitter.com/ABEMWh1dwM— GOAL (@goal) September 21, 2022 Dembélé virðist loks hafa jafnað sig af meiðslum, fundið taktinn og stefnir nú á að berjast um titla með Barcelona sem og að tryggja sæti sitt í franska landsliðinu en alls hefur hann leikið 28 A-landsleiki til þessa.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira