Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2022 13:35 Guðni Sigurðsson, hjá Icelandair vill lítið tjá sig um málið en segir fólki ekki vísað úr vélum flugfélagsins nema að talin sé rík ástæða fyrir þeirri aðgerð. Margrét Friðriksdóttir er vægast sagt ósátt með framgöngu félagsins og segir það ekki hafa staðið við loforð um að hafa samband við hana í kjölfar atviksins í gær. samsett Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri miðilsins Frettin.is, var á leið til Úkraínu í því skyni að fjalla um kosningar leppstjórna í austur-Úkraínu, þegar henni var vísað úr vél Icelandair sem átti að fara til Munchen. Öryggi farþega í fyrirrúmi Guðni Sigurðsson, hjá samkiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að það sé matskennt hvenær gripið sé til þess ráðs að vísa farþegum úr vélum flugfélagsins. Í öllu falli þurfi þó mikið að koma til svo að flugfreyjur og þjónar vísi farþegum úr vélunum. Hann kveðst þó ekki geta tjáð sig um málefni einstakra farþega. „Þetta er þó alltaf gert af öryggisástæðum, til dæmis ef erfitt er að fá farþega til að fylgja reglum um borð. Það er þá metið af starfsfólki. Flugfreyjum er oft mikið í mun að flug séu á réttum tíma og þess háttar. Þetta er ekki gert nema talin sé rík ástæða,“ segir Guðni. Guðni Sigurðsson, starfsmaður á samskiptadeild Icelandair.Isavia Endar hjá dómstólum Á hinn bóginn kveðst Margrét Friðriksdóttir aldrei munu hafa viðskipti aftur við flugfélagið eftir atvikið sem hún segir hafa verið algjörlega niðurlægjandi. Hún stendur föst á því að sökin liggi alfarið hjá Icelandair, nóg pláss hafi verið fyrir handfarangurstösku hennar, þvert á það sem áhöfn vélarinnar hélt fram. Þá kom að því að minna á grímuskyldu farþega. „Ég bendi henni [flugfreyjunni] á að það sé nú engin grímuskylda á Íslandi. Ég var bara ósátt við þessa framkomu, að segja að það væri ekki pláss þegar það var pláss. Þetta er klárlega mál sem endar fyrir dómstólum, nema þau geri sáttaboð um miskabætur,“ segir Margrét. Að sögn Guðna hjá Icelandair er grímuskylda í öllum flugum til Þýskalands, þar sem stjórnvöld þar í landi geri þá kröfu. Margrét segir flugfreyjurnar sem báðu hana um að bera grímu ekki hafa verið með grímu. „Kannski voru þær bara ekki búnar að setja grímurnar upp,“ segir Guðni varðandi þetta atriði. Verslaði í fríhöfninni og búin að panta annað flug Margrét kveðst hafa samþykkt að bera grímuna og að færa handfarangurstöskuna í farangursrýmið. Allt kom fyrir ekki og að endingu var haft samband við lögreglu. „Ég sagði bara allt í lagi, þá gerið þið það. Við biðum þarna í korter eftir lögreglunni. Ég útskýrði þetta bara fyrir þeim og þeim fannst þetta bara skrýtið. Þeir voru mjög hjálpsamir hjá lögreglunni og fóru með mig að fríhöfninni. Ég verslaði þar og pantaði mér svo bara leigubíl,“ segir Margrét og þvertekur fyrir að ljót orð hafi farið á milli hennar og áhafnar. Þess ber að geta að samþykki flugstjóra þarf til að vísa farþega úr flugvél. Fram hefur komið að skilningur Margrétar hafi verið að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Nú stendur til að fara til Úkraínu þar sem samstarfskona Margrétar, Erna Ýr Öldudóttir er mætt til að flytja fréttir. Þær þáðu boð frá Konráð Magnússyni um þátttöku í ferð til hernumdra svæða í Úkraínu, þar sem leppstjórnir hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland. Icelandair Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri miðilsins Frettin.is, var á leið til Úkraínu í því skyni að fjalla um kosningar leppstjórna í austur-Úkraínu, þegar henni var vísað úr vél Icelandair sem átti að fara til Munchen. Öryggi farþega í fyrirrúmi Guðni Sigurðsson, hjá samkiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að það sé matskennt hvenær gripið sé til þess ráðs að vísa farþegum úr vélum flugfélagsins. Í öllu falli þurfi þó mikið að koma til svo að flugfreyjur og þjónar vísi farþegum úr vélunum. Hann kveðst þó ekki geta tjáð sig um málefni einstakra farþega. „Þetta er þó alltaf gert af öryggisástæðum, til dæmis ef erfitt er að fá farþega til að fylgja reglum um borð. Það er þá metið af starfsfólki. Flugfreyjum er oft mikið í mun að flug séu á réttum tíma og þess háttar. Þetta er ekki gert nema talin sé rík ástæða,“ segir Guðni. Guðni Sigurðsson, starfsmaður á samskiptadeild Icelandair.Isavia Endar hjá dómstólum Á hinn bóginn kveðst Margrét Friðriksdóttir aldrei munu hafa viðskipti aftur við flugfélagið eftir atvikið sem hún segir hafa verið algjörlega niðurlægjandi. Hún stendur föst á því að sökin liggi alfarið hjá Icelandair, nóg pláss hafi verið fyrir handfarangurstösku hennar, þvert á það sem áhöfn vélarinnar hélt fram. Þá kom að því að minna á grímuskyldu farþega. „Ég bendi henni [flugfreyjunni] á að það sé nú engin grímuskylda á Íslandi. Ég var bara ósátt við þessa framkomu, að segja að það væri ekki pláss þegar það var pláss. Þetta er klárlega mál sem endar fyrir dómstólum, nema þau geri sáttaboð um miskabætur,“ segir Margrét. Að sögn Guðna hjá Icelandair er grímuskylda í öllum flugum til Þýskalands, þar sem stjórnvöld þar í landi geri þá kröfu. Margrét segir flugfreyjurnar sem báðu hana um að bera grímu ekki hafa verið með grímu. „Kannski voru þær bara ekki búnar að setja grímurnar upp,“ segir Guðni varðandi þetta atriði. Verslaði í fríhöfninni og búin að panta annað flug Margrét kveðst hafa samþykkt að bera grímuna og að færa handfarangurstöskuna í farangursrýmið. Allt kom fyrir ekki og að endingu var haft samband við lögreglu. „Ég sagði bara allt í lagi, þá gerið þið það. Við biðum þarna í korter eftir lögreglunni. Ég útskýrði þetta bara fyrir þeim og þeim fannst þetta bara skrýtið. Þeir voru mjög hjálpsamir hjá lögreglunni og fóru með mig að fríhöfninni. Ég verslaði þar og pantaði mér svo bara leigubíl,“ segir Margrét og þvertekur fyrir að ljót orð hafi farið á milli hennar og áhafnar. Þess ber að geta að samþykki flugstjóra þarf til að vísa farþega úr flugvél. Fram hefur komið að skilningur Margrétar hafi verið að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Nú stendur til að fara til Úkraínu þar sem samstarfskona Margrétar, Erna Ýr Öldudóttir er mætt til að flytja fréttir. Þær þáðu boð frá Konráð Magnússyni um þátttöku í ferð til hernumdra svæða í Úkraínu, þar sem leppstjórnir hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland.
Icelandair Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06