Vextir, verðbólga og öskrandi verkkvíði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. september 2022 18:02 Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja. Nýtt fjárlagafrumvarp geymir hins vegar fá svör. Þar vantar markviss skref um aðhald í ríkisrekstri sem er mikilvægur þáttur þess að halda verðbólgu í skefjum. Þar vantar aðgerðir gegn verðbólgu og viðbrögð við vaxtahækkunum. Þar vantar framtíðarsýn og metnað fyrir heilbrigðiskerfið. Tekjuöflun eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu er ómarkviss – og hún er ósanngjörn. Þar virðist einfaldlega vanta skilning á því hver veruleiki margra heimila er. Alls konar gjöld hækka sem auka byrðar heimilanna – á meðan veiðigjöld standa óhreyfð. Fjórði stærsti útgjaldaliðurinn eru vextir Verðbólgan er ekki séríslenskt vandamál. En vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt meira hér á landi en t.d. í Danmörku þrátt fyrir að þar sé svipuð verðbólga. En það eru ekki bara heimilin í landinu sem glíma við þungar afborganir. Fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vextir. Í þann kostnað fara fjármunir sem annars væri hægt að nýta í heilbrigðis- og velferðarkerfið. Það er dýrt að skulda en í stað þess að sýna aðhald og lækka kostnaðinn af skuldunum er vandanum bara slegið á frest og fluttur í fang næstu ríkisstjórnar. Það virðist ekki einu sinni þykja neitt til að staldra við hjá ríkisstjórninni að hallinn fyrir árið 2023 er næstum 90 milljarðar. Og það virðist ekki heldur þykja neitt til að tala um að það er stefnt að áframhaldandi halla næstu árin, reyndar alveg til 2027. Gjöld hækkuð á almenning Við kynningu á fjárlagafrumvarpinu talaði fjármálaráðherra um tækifæri í einfaldara kerfi og sameiningu ríkisstofnana. Verst er að það er ekkert að finna um þessi tækifæri í frumvarpinu. Engar leiðir kynntar og ekkert plan. Það er eins og það sé feimnismál að reyna að snúa við hallarekstri ríkissjóðs, sem nemur yfir 500 milljörðum króna frá árinu 2019. Í stað þess að ríkisstjórnin leiti leiða til að draga úr kostnaði hefur ríkisstjórnin farið þá leið að hækka alls konar gjöld á almenning og auka á sama tíma útgjöld ríkisins. Millitekjufólk sem fær á sig skelllinn er auðvitað sama fólk og hefur í allt sumar fundið harkalega fyrir hækkandi vöxtum á fasteignalánum og hækkandi verðlagi. Við blasir að auknar byrðar eru enn þyngri fyrir þá hópa sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Þau gjöld sem hækka munu ekki aðeins bíta heimilin heldur eru þau líkleg til að auka verðbólgu. Auðvelda leiðin fyrir stjórnvöld, en reikningurinn til almennings Fjármálaráðherra talar um að ríkisfjármálin þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um að ná niður verðbólgu. Það er rétt hjá honum. Ríkisstjórnin gegnir mikilvægu hlutverki þar. Nýja fjárlagafrumvarpið hans ómar hins vegar þær áherslur á engan hátt. Þar eru engar aðgerðir sjáanlegar. Krónutölugjöld eru hins vegar hækkuð miðað við vísitölu, eins og venjulega, þótt þau renni beint út í vísitölu neysluverðs. Ríkisstjórnin skilur Seðlabankann einan eftir með það mikilvæga verkefni að ná tökum á verðbólgu. Ríkisstjórnin stendur sjálf á hliðarlínunni og talar um að staðan sé í sjálfu sér góð. Staðreyndin er að ríkisstjórnin fer leið sem er stjórnvöldum auðveld en almenningi erfið. Ríkisstjórnin er eins og lömuð af verkkvíða og heldur sig þess vegna bara við að gera það sem hún er vön að gera: að fresta því að takast á við vandamál en auka umsvif ríkisins án þess þó að bæta þjónustu við almenning. Áfram fer fjármagn í að greiða vexti en ekki í að styrkja innviði og brýn velferðarmál. Áfram er talað um að staðan sé góð svona miðað við að skuldirnar gætu kannski jafnvel bara verið enn hærri. Áfram gerist lítið sem ekkert. Fyrir það greiða heimili og fyrirtæki í landinu hátt gjald. Þau eru skilin eftir með reikninginn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja. Nýtt fjárlagafrumvarp geymir hins vegar fá svör. Þar vantar markviss skref um aðhald í ríkisrekstri sem er mikilvægur þáttur þess að halda verðbólgu í skefjum. Þar vantar aðgerðir gegn verðbólgu og viðbrögð við vaxtahækkunum. Þar vantar framtíðarsýn og metnað fyrir heilbrigðiskerfið. Tekjuöflun eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu er ómarkviss – og hún er ósanngjörn. Þar virðist einfaldlega vanta skilning á því hver veruleiki margra heimila er. Alls konar gjöld hækka sem auka byrðar heimilanna – á meðan veiðigjöld standa óhreyfð. Fjórði stærsti útgjaldaliðurinn eru vextir Verðbólgan er ekki séríslenskt vandamál. En vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt meira hér á landi en t.d. í Danmörku þrátt fyrir að þar sé svipuð verðbólga. En það eru ekki bara heimilin í landinu sem glíma við þungar afborganir. Fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vextir. Í þann kostnað fara fjármunir sem annars væri hægt að nýta í heilbrigðis- og velferðarkerfið. Það er dýrt að skulda en í stað þess að sýna aðhald og lækka kostnaðinn af skuldunum er vandanum bara slegið á frest og fluttur í fang næstu ríkisstjórnar. Það virðist ekki einu sinni þykja neitt til að staldra við hjá ríkisstjórninni að hallinn fyrir árið 2023 er næstum 90 milljarðar. Og það virðist ekki heldur þykja neitt til að tala um að það er stefnt að áframhaldandi halla næstu árin, reyndar alveg til 2027. Gjöld hækkuð á almenning Við kynningu á fjárlagafrumvarpinu talaði fjármálaráðherra um tækifæri í einfaldara kerfi og sameiningu ríkisstofnana. Verst er að það er ekkert að finna um þessi tækifæri í frumvarpinu. Engar leiðir kynntar og ekkert plan. Það er eins og það sé feimnismál að reyna að snúa við hallarekstri ríkissjóðs, sem nemur yfir 500 milljörðum króna frá árinu 2019. Í stað þess að ríkisstjórnin leiti leiða til að draga úr kostnaði hefur ríkisstjórnin farið þá leið að hækka alls konar gjöld á almenning og auka á sama tíma útgjöld ríkisins. Millitekjufólk sem fær á sig skelllinn er auðvitað sama fólk og hefur í allt sumar fundið harkalega fyrir hækkandi vöxtum á fasteignalánum og hækkandi verðlagi. Við blasir að auknar byrðar eru enn þyngri fyrir þá hópa sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Þau gjöld sem hækka munu ekki aðeins bíta heimilin heldur eru þau líkleg til að auka verðbólgu. Auðvelda leiðin fyrir stjórnvöld, en reikningurinn til almennings Fjármálaráðherra talar um að ríkisfjármálin þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um að ná niður verðbólgu. Það er rétt hjá honum. Ríkisstjórnin gegnir mikilvægu hlutverki þar. Nýja fjárlagafrumvarpið hans ómar hins vegar þær áherslur á engan hátt. Þar eru engar aðgerðir sjáanlegar. Krónutölugjöld eru hins vegar hækkuð miðað við vísitölu, eins og venjulega, þótt þau renni beint út í vísitölu neysluverðs. Ríkisstjórnin skilur Seðlabankann einan eftir með það mikilvæga verkefni að ná tökum á verðbólgu. Ríkisstjórnin stendur sjálf á hliðarlínunni og talar um að staðan sé í sjálfu sér góð. Staðreyndin er að ríkisstjórnin fer leið sem er stjórnvöldum auðveld en almenningi erfið. Ríkisstjórnin er eins og lömuð af verkkvíða og heldur sig þess vegna bara við að gera það sem hún er vön að gera: að fresta því að takast á við vandamál en auka umsvif ríkisins án þess þó að bæta þjónustu við almenning. Áfram fer fjármagn í að greiða vexti en ekki í að styrkja innviði og brýn velferðarmál. Áfram er talað um að staðan sé góð svona miðað við að skuldirnar gætu kannski jafnvel bara verið enn hærri. Áfram gerist lítið sem ekkert. Fyrir það greiða heimili og fyrirtæki í landinu hátt gjald. Þau eru skilin eftir með reikninginn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun