Mark Dagnýjar dugði ekki gegn Englandsmeisturunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 20:01 Dagný Brynjarsdóttir og Kadeisha Buchanan í leik kvöldsins. Steve Bardens/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir bar að venju fyrirliðabandið þegar West Ham United heimsótti Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dagný kom West Ham óvænt yfir en heimakonur svöruðu með þremur mörkum og unnu á endanum 3-1 sigur. Dagný skoraði eftir aðeins þrjár mínútur en hún skallaði fyrirgjöf Kirsty Smith í netið. Fyrsta mark Dagnýjar á tímabilinu og sannkölluð draumabyrjun fyrir gestina. Virtist sem leikmenn Chelsea væru slegnir út af laginu og tók það Englandsmeistarana smá tíma að finna taktinn. The Skipper has put us ahead! #CHEWHU 0-1 (9) pic.twitter.com/Kkln1cC1G4— West Ham United Women (@westhamwomen) September 28, 2022 Það tókst þó á endanum og fóru þær þá að ógna marki West Ham. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Fran Kirby metin þegar hún kom boltanum í netið eftir sendingu Guro Reiten. Staðan 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik var Chelsea mun sterkari aðilinn. Sam Kerr opnaði markareikning sinn og kom Chelsea 2-1 yfir á 58. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar skilaði Millie Bright boltanum í netið eftir fyrirgjöf Kateřinu Svitková en hún spilaði með West Ham á síðustu leiktíð. Staðan orðin 3-1 og sigurinn í augsýn. Lauren James fékk svo fullkomið tækifæri til að gera endanlega út um leikinn á 77. mínútu en hún brenndi þá af vítaspyrnu. Mackenzie Arnold, markvörður West Ham, varði spyrnuna og sá til þess að staðan var enn 3-1. Reyndust það á endanum lokatölur leiksins. Chelsea hefur þar með unnið tvo leiki í röð eftir að tapa fyrir Liverpool í fyrstu umferð. West Ham hefur hins vegar tapað tveimur í röð eftir að vinna Everton í fyrstu umferð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Dagný skoraði eftir aðeins þrjár mínútur en hún skallaði fyrirgjöf Kirsty Smith í netið. Fyrsta mark Dagnýjar á tímabilinu og sannkölluð draumabyrjun fyrir gestina. Virtist sem leikmenn Chelsea væru slegnir út af laginu og tók það Englandsmeistarana smá tíma að finna taktinn. The Skipper has put us ahead! #CHEWHU 0-1 (9) pic.twitter.com/Kkln1cC1G4— West Ham United Women (@westhamwomen) September 28, 2022 Það tókst þó á endanum og fóru þær þá að ógna marki West Ham. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Fran Kirby metin þegar hún kom boltanum í netið eftir sendingu Guro Reiten. Staðan 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik var Chelsea mun sterkari aðilinn. Sam Kerr opnaði markareikning sinn og kom Chelsea 2-1 yfir á 58. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar skilaði Millie Bright boltanum í netið eftir fyrirgjöf Kateřinu Svitková en hún spilaði með West Ham á síðustu leiktíð. Staðan orðin 3-1 og sigurinn í augsýn. Lauren James fékk svo fullkomið tækifæri til að gera endanlega út um leikinn á 77. mínútu en hún brenndi þá af vítaspyrnu. Mackenzie Arnold, markvörður West Ham, varði spyrnuna og sá til þess að staðan var enn 3-1. Reyndust það á endanum lokatölur leiksins. Chelsea hefur þar með unnið tvo leiki í röð eftir að tapa fyrir Liverpool í fyrstu umferð. West Ham hefur hins vegar tapað tveimur í röð eftir að vinna Everton í fyrstu umferð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira