Gallagher hetja Chelsea í dramatískum sigri í frumraun Potter Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. október 2022 16:02 Hetjan. vísir/Getty Graham Potter stýrði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í dag þegar liðið heimsótti Crystal Palace í Lundúnarslag. Það blés ekki byrlega fyrir Potter því Crystal Palace náði forystunni snemma leiks með marki Odsonne Edouard. Pierre Emerick Aubameyang leiddi sóknarlínu Chelsea og hann jafnaði metin á 38.mínútu og var staðan jöfn í leikhléi. Það stefndi allt í jafntefli þangað til á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar enski miðjumaðurinn Conor Gallagher skoraði sigurmark fyrir Chelsea en hann sló í gegn sem lánsmaður hjá Crystal Palace í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lokatölur 1-2 fyrir Chelsea sem er í sjöunda sæti deildarinnar. Fótbolti Enski boltinn
Graham Potter stýrði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í dag þegar liðið heimsótti Crystal Palace í Lundúnarslag. Það blés ekki byrlega fyrir Potter því Crystal Palace náði forystunni snemma leiks með marki Odsonne Edouard. Pierre Emerick Aubameyang leiddi sóknarlínu Chelsea og hann jafnaði metin á 38.mínútu og var staðan jöfn í leikhléi. Það stefndi allt í jafntefli þangað til á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar enski miðjumaðurinn Conor Gallagher skoraði sigurmark fyrir Chelsea en hann sló í gegn sem lánsmaður hjá Crystal Palace í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lokatölur 1-2 fyrir Chelsea sem er í sjöunda sæti deildarinnar.