Hefur Bjarni Benediktsson ekkert viðskiptavit? Jón Páll Haraldsson skrifar 2. október 2022 13:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, stefnir á að hækka skatt á áfengi í fríhöfninni um rúm 180%. Sem sagt hann ætlar að færa stóra upphæð frá hægri vasa yfir í vinstri vasa. Hækka tekjur af skatti en minnka hagnað fríhafnarinnar (sem er í eigu ríkisins). Hann mun einnig auka tekjur ÍSAVÍA sem er líka í eigu ríkisins, því leiga fríhafnarinnar miðast við veltu, þannig eru vasar ríkisins orðnir þrír. Sem sagt, auknar tekjur ÍSAVÍA og auknar skatttekjur en minni hagnaður fríhafnarinnar. Til hvers? Er Bjarni kannski viljandi að draga úr afkomu fríhafnarinnar til þess að geta selt hana á lágu verði til einkaaðila? Kannski náðu ekki venslamenn hans að kaupa eins mikið í Íslandsbanka eins og þeir vildu. Hvað gætu afleiðingar af rúmlega 180% hækkun á gjöldum fríhafnarinnar haft í för með sér? Þann 30. september áttu 50 flugvélar að lenda á Keflavíkurflugvelli. Gefur okkur sem dæmi að 100 manns í hverri vél, hafi keypt tollfrjálsa skammtinn í brottfararlandi, því þau vita að sama vara í Keflavík er mun dýrari þar. Einfalt reikningsdæmi gæfi okkur þá að hver farþegi hafi ca. 5 kg í handfarangri, sinnum 100 sem eru 500 kg og það síðan sinnum 50 sem yrði 2.500 kg. þennan eina dag í handfarangri. Ef við síðan reiknum það yfir allt árið, þá yrðu þetta 912.500 kg af áfengi sem yrði flutt með flugi í handfarangri til landsins. Hvað ætli það komi til með að kosta flugfélögin í auka eldsneyti? Kostnaður sem þyrfti að færast í miðaverð, sem síðan hefur áhrif á vísitölu og skuldir einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. Þetta er krónutöludæmið, síðan kemur útblástursdæmi, þar sem við erum nú þegar í mínus varðandi skuldbindingar okkar vegna loftslagsmála. Á sínum tíma óskuðu Loftleiðir eftir því að það yrði komu fríhöfn í Keflavík til að spara eldsneyti við flugtak. Þá var eldsneyti mun ódýrara og mengun var ekki í myndinni. Það má einnig nefna að upphæðin sem Bjarni þykist ætla að hafa í aukatekjur af þessari hækkun á skatti er svipuð og skattgreiðendum landsins er ætlað að styrkja stjórnmálaflokka landsins. Persónulega tel ég að stjórnmálaflokkar eigi að sjá um sig sjálfir en ekki vera á framfæri skattgreiðeinda. Höfundur er vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, stefnir á að hækka skatt á áfengi í fríhöfninni um rúm 180%. Sem sagt hann ætlar að færa stóra upphæð frá hægri vasa yfir í vinstri vasa. Hækka tekjur af skatti en minnka hagnað fríhafnarinnar (sem er í eigu ríkisins). Hann mun einnig auka tekjur ÍSAVÍA sem er líka í eigu ríkisins, því leiga fríhafnarinnar miðast við veltu, þannig eru vasar ríkisins orðnir þrír. Sem sagt, auknar tekjur ÍSAVÍA og auknar skatttekjur en minni hagnaður fríhafnarinnar. Til hvers? Er Bjarni kannski viljandi að draga úr afkomu fríhafnarinnar til þess að geta selt hana á lágu verði til einkaaðila? Kannski náðu ekki venslamenn hans að kaupa eins mikið í Íslandsbanka eins og þeir vildu. Hvað gætu afleiðingar af rúmlega 180% hækkun á gjöldum fríhafnarinnar haft í för með sér? Þann 30. september áttu 50 flugvélar að lenda á Keflavíkurflugvelli. Gefur okkur sem dæmi að 100 manns í hverri vél, hafi keypt tollfrjálsa skammtinn í brottfararlandi, því þau vita að sama vara í Keflavík er mun dýrari þar. Einfalt reikningsdæmi gæfi okkur þá að hver farþegi hafi ca. 5 kg í handfarangri, sinnum 100 sem eru 500 kg og það síðan sinnum 50 sem yrði 2.500 kg. þennan eina dag í handfarangri. Ef við síðan reiknum það yfir allt árið, þá yrðu þetta 912.500 kg af áfengi sem yrði flutt með flugi í handfarangri til landsins. Hvað ætli það komi til með að kosta flugfélögin í auka eldsneyti? Kostnaður sem þyrfti að færast í miðaverð, sem síðan hefur áhrif á vísitölu og skuldir einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. Þetta er krónutöludæmið, síðan kemur útblástursdæmi, þar sem við erum nú þegar í mínus varðandi skuldbindingar okkar vegna loftslagsmála. Á sínum tíma óskuðu Loftleiðir eftir því að það yrði komu fríhöfn í Keflavík til að spara eldsneyti við flugtak. Þá var eldsneyti mun ódýrara og mengun var ekki í myndinni. Það má einnig nefna að upphæðin sem Bjarni þykist ætla að hafa í aukatekjur af þessari hækkun á skatti er svipuð og skattgreiðendum landsins er ætlað að styrkja stjórnmálaflokka landsins. Persónulega tel ég að stjórnmálaflokkar eigi að sjá um sig sjálfir en ekki vera á framfæri skattgreiðeinda. Höfundur er vínáhugamaður.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun