Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. október 2022 23:30 Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. Í Laugardal eru þrír grunnskólar: Laugalækjarskóli, fyrir börn í 7. til 10. bekk, Laugarnesskóli, fyrir 1. til 6. bekk, og Langholtsskóli, fyrir 1. til 10. bekk. Borgar- og skólayfirvöld og íbúar hafa sammælst um að skólarnir séu löngu sprungnir, nemendum í hverfinu hafi fjölgað gífurlega, og nauðsynlegt sé að grípa til ráðstafana. Val skóla- og frístundasviðs borgarinnar til að bregðast við vandanum stóð á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu fólst að skólarnir þrír, héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd fól í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Sviðsmynd þrjú fólst í að opnaður yrði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Foreldrar í hverfinu voru verulega mótfallnir annarri og þriðju sviðsmyndinni og boðað hafði verið til undirskriftasöfnunar, sem rúmlega þúsund skrifuðu undir, yrði fyrir valinu. Skóla- og frístundaráð sammála foreldrum Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar mun mæla með fyrstu sviðsmyndinni. Tillaga þess efnis mun fara fyrir borgarráð og borgarstjórn áður en hún kemur til framkvæmda. „Þetta er mikið fagnaðarefni og við í foreldrafélagi Laugarnesskóla erum gríðarlega ánægð með þessa ákvörðun, við teljum að þetta sé rétt ákvörðun. Skólarnir í dalnum eru mjög farsælir skólar, þetta er rótgróið hverfi og það ríkir almenn ánægja með skólana. Stór hluti íbúa hefur einmitt kallað eftir því þessi ákvörðun yrði tekin. Þannig að við erum mjög ánægð með að það verði byggt á þeirri hefð og þeirri ánægju sem hér hefur ríkt. Við fögnum í dag,“ segir Grétar Már Axelsson, stjórnarmaður í foreldrafélagi Laugarnesskóla, í kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið. Hana má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hann segir ferlið hafa verið langt, árið 2002 hafi sjöundi bekkur þurft að yfirgefa Laugarnesskóla, 2013 hafi orðið ljóst að skólinn væri sprunginn. Sú staða sé enn í dag og í hinum skólunum tveimur í hverfinu. „Það er full þörf á að bregðast við. Það er fyrirséð að það verði haldið haldið áfram að byggja hratt upp í skólahverfunum og það er full þörf á að ýta þessum áætlunum í framkvæmd sem fyrst,“ segir Grétar Már að lokum. Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13 Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Í Laugardal eru þrír grunnskólar: Laugalækjarskóli, fyrir börn í 7. til 10. bekk, Laugarnesskóli, fyrir 1. til 6. bekk, og Langholtsskóli, fyrir 1. til 10. bekk. Borgar- og skólayfirvöld og íbúar hafa sammælst um að skólarnir séu löngu sprungnir, nemendum í hverfinu hafi fjölgað gífurlega, og nauðsynlegt sé að grípa til ráðstafana. Val skóla- og frístundasviðs borgarinnar til að bregðast við vandanum stóð á milli þriggja sviðsmynda. Í þeirri fyrstu fólst að skólarnir þrír, héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda í skólahverfinu. Önnur sviðsmynd fól í sér að færa tvo elstu árganga Laugarnesskóla, það er að segja fimmta og sjötta bekk, yfir í Laugalækjarskóla og að byggt verði við hann og Langholtsskóla. Sviðsmynd þrjú fólst í að opnaður yrði nýr unglingaskóli í hverfinu fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Foreldrar í hverfinu voru verulega mótfallnir annarri og þriðju sviðsmyndinni og boðað hafði verið til undirskriftasöfnunar, sem rúmlega þúsund skrifuðu undir, yrði fyrir valinu. Skóla- og frístundaráð sammála foreldrum Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar mun mæla með fyrstu sviðsmyndinni. Tillaga þess efnis mun fara fyrir borgarráð og borgarstjórn áður en hún kemur til framkvæmda. „Þetta er mikið fagnaðarefni og við í foreldrafélagi Laugarnesskóla erum gríðarlega ánægð með þessa ákvörðun, við teljum að þetta sé rétt ákvörðun. Skólarnir í dalnum eru mjög farsælir skólar, þetta er rótgróið hverfi og það ríkir almenn ánægja með skólana. Stór hluti íbúa hefur einmitt kallað eftir því þessi ákvörðun yrði tekin. Þannig að við erum mjög ánægð með að það verði byggt á þeirri hefð og þeirri ánægju sem hér hefur ríkt. Við fögnum í dag,“ segir Grétar Már Axelsson, stjórnarmaður í foreldrafélagi Laugarnesskóla, í kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið. Hana má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hann segir ferlið hafa verið langt, árið 2002 hafi sjöundi bekkur þurft að yfirgefa Laugarnesskóla, 2013 hafi orðið ljóst að skólinn væri sprunginn. Sú staða sé enn í dag og í hinum skólunum tveimur í hverfinu. „Það er full þörf á að bregðast við. Það er fyrirséð að það verði haldið haldið áfram að byggja hratt upp í skólahverfunum og það er full þörf á að ýta þessum áætlunum í framkvæmd sem fyrst,“ segir Grétar Már að lokum.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13 Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01 Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13
Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. 30. september 2022 07:01
Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. 29. september 2022 12:07