Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2022 19:20 Ríkisstjórnin ættlar að leggja fram 178 mál frir Alþingi í vetur. Nokkur þeirra eru umdeild og óvíst hvort þau nái fram að ganga. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Af þeim átta málum sem forsætisráðherra boðar eru þjóðaröryggismálin áberandi í rýni á beinum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis og þingsályktun um þjóðaröryggisstefnuna. Hún boðar einnig frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann. Jón Gunnarsson boðar tuttugu mál, mörg þeirra mjög umdeild eins og frumvarp til útlendingalaga og um auknar forvirkar rannsóknarheimildir til lögreglu.Grafík/Hjalti Dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram tuttugu mál, mörg þeirra umdeild. Þar má nefn breytingar á lögum um útlendinga, frumvarp um fækkun sýslumanna, breytingar á lögreglulögum meðforvirkum heimildum, breytingar á vopnalögum og áfengislögum svo eitthvað sé nefnt. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hyggist leggja fram tólf mál. Þeirra á meðal eru frumvörp um lögfestingu desemberuppbótar áatvinnuleysisbætur og rýmkun áatvinnuréttindum útlendinga utan evrópska efnahagssvæðisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er málakóngur ríkisstjórnarinnar með þrjátíu og eitt mál á málaskránni.Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra er eðli málsins með mörg mál, eða 31. Þeirra á meðal er frumvarp um rýmkun heimilda lífeyrissjóða til fjárfestinga í útlöndum, breytingar á gjaldtöku vegna notkun bifreiða og flýti- og umferðargjöld vegna vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðisráðherra er með ellefu mál á þingmálaskránni, meðal annars um hækkun starfsaldurs heilbrigðisstarfsmanna, refsiábyrgð íheilbrigðisþjónustunni og síðan frumvarp um neysluskammta fíkniefna sem velkst hefur um í þinginu í mörg ár. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggur meðal annars fram frumvarp um stofnun opinbers hlutafélags um vegaframkvæmdir. Forsætisráðherra verður með frumvarp og þingsályktun um þjóðaröryggismál.Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra er með 19 mál á sinni könnu. Þeirra á meðal umdeilt frumvarp um leigubifreiðar, annað um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði og svo stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða. Matvælaráðherra er með tólf mál, þar af nokkur sem lúta að stjórnun fiskveiða og gætu reynst umdeild. Menningar- og viðskiptaráðherra leggur fram 21 mál, meðal annars um skráningu raunverulegra eigenda hlutafélaga og styrki til fjölmiðla. Mennta- og barnamálaráðherra boðar heildarendurskoðun á lögum um barnavernd meðal sinna sjö mála. Umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra boðar 17 mál, meðal annars um bann við olíuleit í lögsögu Íslands. Utanríkisráðherra verður með 15 mál og háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra fimm mál. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Heilbrigðismál Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Vill skerpa heimildir lögreglu til að geta „gripið fyrr inn í atburðarás“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað. 9. mars 2022 07:42 Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56 Hættuástandi lýst yfir á landamærunum vegna fjöldaflótta frá Úkraínu Viðbragðsáætlun Ríkislögreglustjóra hefur verið virkjuð vegna yfirálags á landamærum og hún færð úr óvissustigi yfir á hættustig. Með því eru virkjuð tæki, tól og aðstoð til að taka sem best á móti stærri hópum af fólki í neyð. 8. mars 2022 17:33 Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Af þeim átta málum sem forsætisráðherra boðar eru þjóðaröryggismálin áberandi í rýni á beinum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis og þingsályktun um þjóðaröryggisstefnuna. Hún boðar einnig frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann. Jón Gunnarsson boðar tuttugu mál, mörg þeirra mjög umdeild eins og frumvarp til útlendingalaga og um auknar forvirkar rannsóknarheimildir til lögreglu.Grafík/Hjalti Dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram tuttugu mál, mörg þeirra umdeild. Þar má nefn breytingar á lögum um útlendinga, frumvarp um fækkun sýslumanna, breytingar á lögreglulögum meðforvirkum heimildum, breytingar á vopnalögum og áfengislögum svo eitthvað sé nefnt. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hyggist leggja fram tólf mál. Þeirra á meðal eru frumvörp um lögfestingu desemberuppbótar áatvinnuleysisbætur og rýmkun áatvinnuréttindum útlendinga utan evrópska efnahagssvæðisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er málakóngur ríkisstjórnarinnar með þrjátíu og eitt mál á málaskránni.Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra er eðli málsins með mörg mál, eða 31. Þeirra á meðal er frumvarp um rýmkun heimilda lífeyrissjóða til fjárfestinga í útlöndum, breytingar á gjaldtöku vegna notkun bifreiða og flýti- og umferðargjöld vegna vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðisráðherra er með ellefu mál á þingmálaskránni, meðal annars um hækkun starfsaldurs heilbrigðisstarfsmanna, refsiábyrgð íheilbrigðisþjónustunni og síðan frumvarp um neysluskammta fíkniefna sem velkst hefur um í þinginu í mörg ár. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggur meðal annars fram frumvarp um stofnun opinbers hlutafélags um vegaframkvæmdir. Forsætisráðherra verður með frumvarp og þingsályktun um þjóðaröryggismál.Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra er með 19 mál á sinni könnu. Þeirra á meðal umdeilt frumvarp um leigubifreiðar, annað um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði og svo stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða. Matvælaráðherra er með tólf mál, þar af nokkur sem lúta að stjórnun fiskveiða og gætu reynst umdeild. Menningar- og viðskiptaráðherra leggur fram 21 mál, meðal annars um skráningu raunverulegra eigenda hlutafélaga og styrki til fjölmiðla. Mennta- og barnamálaráðherra boðar heildarendurskoðun á lögum um barnavernd meðal sinna sjö mála. Umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra boðar 17 mál, meðal annars um bann við olíuleit í lögsögu Íslands. Utanríkisráðherra verður með 15 mál og háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra fimm mál.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Heilbrigðismál Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Vill skerpa heimildir lögreglu til að geta „gripið fyrr inn í atburðarás“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað. 9. mars 2022 07:42 Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56 Hættuástandi lýst yfir á landamærunum vegna fjöldaflótta frá Úkraínu Viðbragðsáætlun Ríkislögreglustjóra hefur verið virkjuð vegna yfirálags á landamærum og hún færð úr óvissustigi yfir á hættustig. Með því eru virkjuð tæki, tól og aðstoð til að taka sem best á móti stærri hópum af fólki í neyð. 8. mars 2022 17:33 Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Vill skerpa heimildir lögreglu til að geta „gripið fyrr inn í atburðarás“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað. 9. mars 2022 07:42
Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56
Hættuástandi lýst yfir á landamærunum vegna fjöldaflótta frá Úkraínu Viðbragðsáætlun Ríkislögreglustjóra hefur verið virkjuð vegna yfirálags á landamærum og hún færð úr óvissustigi yfir á hættustig. Með því eru virkjuð tæki, tól og aðstoð til að taka sem best á móti stærri hópum af fólki í neyð. 8. mars 2022 17:33
Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12