Vandi hverfur ekki þótt hann sé hunsaður Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. október 2022 12:00 Umræða um langa biðlista eftir sálfræði- og talmeinaþjónustu í Reykjavík var í borgastjórn 4. 10 að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Ég hef rætt biðlistavandann nánast sleitulaust frá 2018 og lagt fram tillögur til úrlausnar. Ef tilfinninga-, vitsmuna- og/eða félagslegur vandi barna er hunsaður, hverfur hann ekki. Því lengur sem börn bíða án þjónustu aukast líkur á að vandi þeirra taki á sig alvarlegri myndir og verði jafnvel flóknari og erfiðari viðureignar. Ef barn fær ekki hjálp við hæfi að sjálfsmyndin beri hnekki. Málþroskaröskun eða önnur talmein sem ekki fá fullnægjandi meðhöndlun geta haft afar neikvæð áhrif á barnið og dregið úr félagslegu öryggi þess. Verið er að leika sér að eldinum með því að láta börn bíða eftir viðeigandi aðstoð við vanda og vanlíðan. Ef börnum er ekki hjálpað má vænta þess að kvíði og depurð aukist og leiði jafnvel til sjálfsskaða eða neyslu. Biðin er foreldrunum ekki síður erfið og óvissan með öllu óþolandi. Fjölmörg dæmi eru um að börn hafa beðið í allt að 2 ár á biðlista eftir að fá faglega þjónustu skóla og útskrifast jafnvel úr grunnskóla án þess að fá fyrstu hjálp. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það má telja víst að ákveðinn hópur barna með náms-, félags- og tilfinningalegan vanda haldi út í lífið án þess að hafa fengið nokkra aðstoð. Ekkert bólar á innleiðingu Barnasáttmálans í Reykjavík Málefni barna í vanda eru einfaldlega ekki í forgangi í Reykjavík, alla vega ekki eins ofarlega og þau þyrftu að vera. Engu að síður segja ráðamenn að stefnt sé að því að Reykjavíkurborg verði fyrsta „Barnvæna höfuðborgin á heimsvísu.“ Hvernig má þetta verða þegar staðan er svona? Barnasáttmálinn er ekki einu sinni í innleiðingarferli í Reykjavík. Flokkur fólksins lagði fram í borgarstjórn 18. jan. sl. tillögu þess efnis að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað vanti upp á til að hægt sé að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún situr enn. Nýjar rannsóknir hræða Nýlega kom út Ársskýrsla velferðarsviðs. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um algengustu ástæður tilvísana eftir faglegri þjónustu fyrir börn. Langmesta aukningin milli ára er vegna tilfinninga- og félagslegs vanda og málþroskavanda. Einbeitingarvandi hefur aukist mikið hjá börnum. Fjölgun tilvísana/beiðna vegna vitsmunaþroskavanda hefur einnig aukist s.s. vegna lesskilningsvanda. Biðlisti barna eftir fagfólki skólanna telur nú 2017 en var árið 2018 400 börn. Skortur á sálfræðingum Aukning á biðlistum kemur til af tvennu, fjölgun beiðna eftir aðstoð og að ekki hafa verið ráðnir nægilega margir fagaðilar til að takast á við fjölgunina. Stöðugildum sálfræðinga hjá skólum hefur ekki fjölgað árum saman. Skólar eru misstórir og þarfir þeirra mismunandi til sálfræði- og talmeinaþjónustu. Algengt er að sálfræðingur sinni 1-3 skólum eftir stærð og þörfum. Erfitt er að ráða sálfræðinga og má án efa rekja ástæðuna til launamála. Á þessu þarf að finna lausn. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi Flokks fólksins hef ég barist árum saman fyrir því að aðsetur sálfræðinga verði út í skólunum en ekki á þjónustumiðstöðvum. Gjá hefur myndast á milli barna og sálfræðiþjónustu og hana þarf að brúa. Tillögur mínar í þessum efnum sem hafa verið felldar auk tillögur um fjölgun stöðugilda sálfræðinga og talmeinafræðinga er að Skólaþjónustan athugaði með formlegt samstarfi við Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) í þeim tilgangi að vinna saman að málum barna þar sem t.d. aðkoma barnalæknis er nauðsynleg. Þetta á t.d. helst við börn sem eru með ADHD röskun. Með samstarfi sem þessu myndi létta mjög á biðlistum á öllum stigum þjónustunnar. Ábyrgðin er okkar allra Börn hafa ekki sterka rödd, eru ekki hávær hópur eðli málsins samkvæmt. Foreldrar þeirra eru einnig í misjafnri stöðu með að láta heyra í sér og berjast. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að málefni barna verði að hafa meiri forgang í Reykjavík. Það er ótækt að börn í vanlíðan séu sett á bið. Hvert barn á biðlista er einu barni ofaukið. Börn sem fá ekki þessa þjónustu eru í hættu. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Réttindi barna Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Umræða um langa biðlista eftir sálfræði- og talmeinaþjónustu í Reykjavík var í borgastjórn 4. 10 að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Ég hef rætt biðlistavandann nánast sleitulaust frá 2018 og lagt fram tillögur til úrlausnar. Ef tilfinninga-, vitsmuna- og/eða félagslegur vandi barna er hunsaður, hverfur hann ekki. Því lengur sem börn bíða án þjónustu aukast líkur á að vandi þeirra taki á sig alvarlegri myndir og verði jafnvel flóknari og erfiðari viðureignar. Ef barn fær ekki hjálp við hæfi að sjálfsmyndin beri hnekki. Málþroskaröskun eða önnur talmein sem ekki fá fullnægjandi meðhöndlun geta haft afar neikvæð áhrif á barnið og dregið úr félagslegu öryggi þess. Verið er að leika sér að eldinum með því að láta börn bíða eftir viðeigandi aðstoð við vanda og vanlíðan. Ef börnum er ekki hjálpað má vænta þess að kvíði og depurð aukist og leiði jafnvel til sjálfsskaða eða neyslu. Biðin er foreldrunum ekki síður erfið og óvissan með öllu óþolandi. Fjölmörg dæmi eru um að börn hafa beðið í allt að 2 ár á biðlista eftir að fá faglega þjónustu skóla og útskrifast jafnvel úr grunnskóla án þess að fá fyrstu hjálp. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það má telja víst að ákveðinn hópur barna með náms-, félags- og tilfinningalegan vanda haldi út í lífið án þess að hafa fengið nokkra aðstoð. Ekkert bólar á innleiðingu Barnasáttmálans í Reykjavík Málefni barna í vanda eru einfaldlega ekki í forgangi í Reykjavík, alla vega ekki eins ofarlega og þau þyrftu að vera. Engu að síður segja ráðamenn að stefnt sé að því að Reykjavíkurborg verði fyrsta „Barnvæna höfuðborgin á heimsvísu.“ Hvernig má þetta verða þegar staðan er svona? Barnasáttmálinn er ekki einu sinni í innleiðingarferli í Reykjavík. Flokkur fólksins lagði fram í borgarstjórn 18. jan. sl. tillögu þess efnis að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað vanti upp á til að hægt sé að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún situr enn. Nýjar rannsóknir hræða Nýlega kom út Ársskýrsla velferðarsviðs. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um algengustu ástæður tilvísana eftir faglegri þjónustu fyrir börn. Langmesta aukningin milli ára er vegna tilfinninga- og félagslegs vanda og málþroskavanda. Einbeitingarvandi hefur aukist mikið hjá börnum. Fjölgun tilvísana/beiðna vegna vitsmunaþroskavanda hefur einnig aukist s.s. vegna lesskilningsvanda. Biðlisti barna eftir fagfólki skólanna telur nú 2017 en var árið 2018 400 börn. Skortur á sálfræðingum Aukning á biðlistum kemur til af tvennu, fjölgun beiðna eftir aðstoð og að ekki hafa verið ráðnir nægilega margir fagaðilar til að takast á við fjölgunina. Stöðugildum sálfræðinga hjá skólum hefur ekki fjölgað árum saman. Skólar eru misstórir og þarfir þeirra mismunandi til sálfræði- og talmeinaþjónustu. Algengt er að sálfræðingur sinni 1-3 skólum eftir stærð og þörfum. Erfitt er að ráða sálfræðinga og má án efa rekja ástæðuna til launamála. Á þessu þarf að finna lausn. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi Flokks fólksins hef ég barist árum saman fyrir því að aðsetur sálfræðinga verði út í skólunum en ekki á þjónustumiðstöðvum. Gjá hefur myndast á milli barna og sálfræðiþjónustu og hana þarf að brúa. Tillögur mínar í þessum efnum sem hafa verið felldar auk tillögur um fjölgun stöðugilda sálfræðinga og talmeinafræðinga er að Skólaþjónustan athugaði með formlegt samstarfi við Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) í þeim tilgangi að vinna saman að málum barna þar sem t.d. aðkoma barnalæknis er nauðsynleg. Þetta á t.d. helst við börn sem eru með ADHD röskun. Með samstarfi sem þessu myndi létta mjög á biðlistum á öllum stigum þjónustunnar. Ábyrgðin er okkar allra Börn hafa ekki sterka rödd, eru ekki hávær hópur eðli málsins samkvæmt. Foreldrar þeirra eru einnig í misjafnri stöðu með að láta heyra í sér og berjast. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að málefni barna verði að hafa meiri forgang í Reykjavík. Það er ótækt að börn í vanlíðan séu sett á bið. Hvert barn á biðlista er einu barni ofaukið. Börn sem fá ekki þessa þjónustu eru í hættu. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar