Fékk íslenskt nafn og ævintýralega fæðingarsögu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2022 23:00 Snáðinn steinsvaf þegar fréttastofa leit við á fæðingardeildinni í dag. Einn daginn fær hann að heimsækja Ísland á ný. Annað er varla í boði þegar maður ber íslenskt millinafn. vísir/einar Frönsk kona sem hefur setið föst á Íslandi í tvo mánuði eftir að hafa misst vatnið óvænt í ferðalagi fæddi fyrirbura á Landspítalanum í síðustu viku. Hún hefur nú gefið honum íslenskt millinafn og er staðráðin í að sýna honum Ísland einn daginn. Hjónin Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez ákváðu að skella sér til Íslands um miðjan ágúst síðastliðinn þegar hún var kominn rúma fimm mánuði á leið. Planið var að nýta tímann saman áður en nýr fjölskyldumeðlimur myndi koma í heiminn. Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez lentu á Íslandi þann 13. ágúst síðastliðinn. Nóttina, daginn eftir að þau lentu, missti Gaëlle svo vatnið, komin aðeins fimm og hálfan mánuði á leið.aðsend Sá hafði þó önnur plön fyrir foreldra sína, sem náðu ekkert að skoða landið, því sama dag og þau lentu missti Gaëlle vatnið. „Nóttina 13. til 14. ágúst var ég lögð inn á spítala vegna þess að ég var kominn fimm og hálfan mánuð á leið og missti vatnið. Þannig að við fórum á sjúkrahúsið í Reykjavík 14. ágúst,“ segir Gaëlle. Læknarnir vildu því halda henni hér - töldu fæðinguna geta borið brátt að og því mátti hún ekki fljúga heim. Milo Bjarmi er ansi lítill og krúttlegur.aðsend Drengurinn kom svo í heiminn á mánudag í síðustu viku og foreldrarnir ákváðu að gefa honum íslenskt millinafn. Við litum við hjá Gaëlle og hittum Milo Bjarma á fæðingardeildinni í dag. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að neðan. „Við maðurinn minn vorum búin að velja nafn, Milo, og okkur fannst gott að bæta öðru nafni við því það er hefð í Frakklandi að bera millinafn. Því ákváðum við að gera það að smá minjagrip eftir ævintýrið og velja íslenskt nafn. Það er Bjarmi,“ segir Gaëlle. Milo Bjarmi Hosdez. Valið á íslenska nafninu var nokkuð erfitt, segir Gaëlle, en þau hjón báðu um lista yfir algengustu íslensku nöfnin og völdu það sem þeim þótti fallegast. Hún vonast til að komast loks heim með sjúkraflugi í næstu viku en er staðráðin í að heimsækja Ísland aftur einn daginn. Gaëlle hefur setið föst á Íslandi síðan um miðjan ágúst. Hún vonast til að komast heim með sjúkraflugi í næstu viku.vísir/einar „Já, okkur finnst við verða að koma aftur og þá gefst líka tækifæri til að fara í ferð með Milo svo hann geti líka séð Ísland. Ég veit líka að þessi ferð átti stað í hjarta mannsins míns en þetta átti að vera síðasta stóra ferðin sem við færum í fyrir komu sonar okkar. Þannig okkur finnst við eiga óklárað frí og viljum koma aftur til Íslands, “segir Gaëlle. Frakkland Börn og uppeldi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Sjá meira
Hjónin Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez ákváðu að skella sér til Íslands um miðjan ágúst síðastliðinn þegar hún var kominn rúma fimm mánuði á leið. Planið var að nýta tímann saman áður en nýr fjölskyldumeðlimur myndi koma í heiminn. Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez lentu á Íslandi þann 13. ágúst síðastliðinn. Nóttina, daginn eftir að þau lentu, missti Gaëlle svo vatnið, komin aðeins fimm og hálfan mánuði á leið.aðsend Sá hafði þó önnur plön fyrir foreldra sína, sem náðu ekkert að skoða landið, því sama dag og þau lentu missti Gaëlle vatnið. „Nóttina 13. til 14. ágúst var ég lögð inn á spítala vegna þess að ég var kominn fimm og hálfan mánuð á leið og missti vatnið. Þannig að við fórum á sjúkrahúsið í Reykjavík 14. ágúst,“ segir Gaëlle. Læknarnir vildu því halda henni hér - töldu fæðinguna geta borið brátt að og því mátti hún ekki fljúga heim. Milo Bjarmi er ansi lítill og krúttlegur.aðsend Drengurinn kom svo í heiminn á mánudag í síðustu viku og foreldrarnir ákváðu að gefa honum íslenskt millinafn. Við litum við hjá Gaëlle og hittum Milo Bjarma á fæðingardeildinni í dag. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að neðan. „Við maðurinn minn vorum búin að velja nafn, Milo, og okkur fannst gott að bæta öðru nafni við því það er hefð í Frakklandi að bera millinafn. Því ákváðum við að gera það að smá minjagrip eftir ævintýrið og velja íslenskt nafn. Það er Bjarmi,“ segir Gaëlle. Milo Bjarmi Hosdez. Valið á íslenska nafninu var nokkuð erfitt, segir Gaëlle, en þau hjón báðu um lista yfir algengustu íslensku nöfnin og völdu það sem þeim þótti fallegast. Hún vonast til að komast loks heim með sjúkraflugi í næstu viku en er staðráðin í að heimsækja Ísland aftur einn daginn. Gaëlle hefur setið föst á Íslandi síðan um miðjan ágúst. Hún vonast til að komast heim með sjúkraflugi í næstu viku.vísir/einar „Já, okkur finnst við verða að koma aftur og þá gefst líka tækifæri til að fara í ferð með Milo svo hann geti líka séð Ísland. Ég veit líka að þessi ferð átti stað í hjarta mannsins míns en þetta átti að vera síðasta stóra ferðin sem við færum í fyrir komu sonar okkar. Þannig okkur finnst við eiga óklárað frí og viljum koma aftur til Íslands, “segir Gaëlle.
Frakkland Börn og uppeldi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Sjá meira