„Ótrúlega gott að fá hann heim“ Viktor Örn Ásgeirsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 9. október 2022 16:04 Gísli Finnsson er loks kominn heim eftir óþarfa langa og erfiða baráttu fjölskyldu hans við að koma honum frá Spáni. Systir Gísla segir greinilegt að illa hafi farið um Gísla á sjúkrahúsi í Torrevieja. Elísa Finnsdóttir Gísli Finnsson er kominn heim frá Spáni þar sem hann hefur legið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur. Íslendingar lögðu hönd á plóg í söfnun fyrir sjúkraflugi en Sjúkratryggingar neituðu að taka þátt í kostnaðinum. Fjölskyldan þakkar fyrir stuðninginn. Elísa Finnsdóttir, systir Gísla segist strax sjá mun á bróður sínum eftir að hafa fengið aðhlynningu á Landspítala. „Hann er núna kominn á almenna deild af gjörgæslu. Hann var greinilega mjög vannærður en nú hafa tekið við allsherjar-rannsóknir. Teymið er bara að gera allt sem þarf að gera og í grunninn að byrja alveg frá byrjun. Það er bara ótrúlega gott að fá hann hingað heim, sérstaklega þar sem maður veit að starfsfólkið hér er með allt uppá tíu,“ segir Elísa í samtali við fréttastofu. Hún segir fjölskylduna hafa haft áhyggjur af því að i að hann væri ekki að fá nógu góða meðhöndlun á Spáni. „Við sjáum rosalegan mun frá því að hann fór af gjörgæslu og á almenna deild. Það sést að það var ekki hlúð að honum eins og á að gera. Næringin hefur eflaust verið engin af því hann hefur grennst alveg rosalega hratt. Hann er hins vegar kominn á mjög gott prógram þannig það horfir til nú til betri vegar.“ Elísa segir fjölskylduna ekki hafa fengið neinar frekari vísbendingar um hvað hafi getað komið fyrir Gísla. Hún segir þó allar líkur á að fjölskyldan fái vísbendingar úr sneiðmyndum og úr frekari rannsóknum. „Flugið gekk bara ótrúlega vel. Hann var með frænda sínum Helga og samkvæmt læknum gekk flugið bara eins og í sögu.“ Að sögn Elísu gekk flugið eins og í sögu.Elísa Finnsdóttir Fannst eftir vikulanga leit á Spáni Gísli fannst meðvitundarlaus fyrir utan veitingastað í Torrevieja á Spáni hinn 21. ágúst síðastliðinn. Hann var á Spáni í skemmtiferð og hafði farið út á lífið með félögum sínum. Barnsmóður Gísla barst símtal frá vini hans þar sem hann sagði að eitthvað hefði komið fyrir og Gísli væri mögulega kominn á spítala. Fleira lá ekki fyrir. Leit hófst að Gísla; vinir og ættingjar leituðu til yfirvalda á Spáni auk borgaraþjónustunnar hér á landi og eftir vikulanga leit fannst Gísli loks á sjúkrahúsi. Hann var með heilaskaða og áverka og enn ekki er vitað hvað gerðist. Fjölskyldan hófst fljótlega handa við að koma Gísla heim. Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í kostnaði af sjúkraflugi en borga sjúkrahúskostnað á Spáni. Fjölskylda Gísla stóð því frammi fyrir miklum útgjöldum. Blásið var til söfnunar vegna sjúkraflugsins en áætlað var að það myndi kosta sex milljónir, samkvæmt Fréttablaðinu. Söfnunin hefur farið fram á Facebook þar sem sögu Gísla hefur verið deilt. Frá móttöku Gísla á Reykjavíkurflugvelli.Elísa Finnsdóttir Annar Íslendingur í sömu stöðu Í gær var flogið frá Alicante með millilendingu í Skotlandi og loks lenti vélin á Reykjavíkurflugvelli seinnipartinn í dag. Nú er Gísli kominn á Landspítalann þar sem hlúð verður að honum og við taka rannsóknir á næstu dögum. Annar Íslendingur er í sömu stöðu og Gísli en Sigurður Kristjánsson, 71 ára gamall Akureyringur, fékk heilablæðingu í Torrevieja í ágúst og var lagður inn á sjúkrahús í kjölfarið. Fjölskylda Sigurðar hefur ítrekað reynt að koma honum heim til Íslands án árangurs. Elísa Finnsdóttir minnir á söfnun fyrir sérhæfða sjúkraflugvél til að flytja Sigurð heim. Dóttir Sigurðar, Rúna Kristín Sigurðardóttir blés til söfnunarinnar sem má styrkja hér. Lagaumhverfið girði fyrir þátttöku María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, sagði í samtali við Kastljós í vikunni að samkvæmt lögum væri ekki gert ráð fyrir því að greitt væri fyrir sjúkraflug. Lagaumhverfið væri einfaldlega þannig. Ef fólk er ekki með sérstaka ferðatryggingu sé lítið hægt að gera. Hún segir að ráðuneytið hafa fengið erindi um stöðuna og bætir við að brýnt sé að skýra málið betur, þannig að réttur fólks verði ljós. „Við áttum okkur á því að þetta komi fólki oft á óvart að við skulum ekki hafa þessa heimild. En þannig er það og þess vegna finnst okkur einmitt mikilvægt að þetta sé tekið aftur upp,“ segir María í samtali við Kastljós. Heilsa Spánn Tryggingar Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Elísa Finnsdóttir, systir Gísla segist strax sjá mun á bróður sínum eftir að hafa fengið aðhlynningu á Landspítala. „Hann er núna kominn á almenna deild af gjörgæslu. Hann var greinilega mjög vannærður en nú hafa tekið við allsherjar-rannsóknir. Teymið er bara að gera allt sem þarf að gera og í grunninn að byrja alveg frá byrjun. Það er bara ótrúlega gott að fá hann hingað heim, sérstaklega þar sem maður veit að starfsfólkið hér er með allt uppá tíu,“ segir Elísa í samtali við fréttastofu. Hún segir fjölskylduna hafa haft áhyggjur af því að i að hann væri ekki að fá nógu góða meðhöndlun á Spáni. „Við sjáum rosalegan mun frá því að hann fór af gjörgæslu og á almenna deild. Það sést að það var ekki hlúð að honum eins og á að gera. Næringin hefur eflaust verið engin af því hann hefur grennst alveg rosalega hratt. Hann er hins vegar kominn á mjög gott prógram þannig það horfir til nú til betri vegar.“ Elísa segir fjölskylduna ekki hafa fengið neinar frekari vísbendingar um hvað hafi getað komið fyrir Gísla. Hún segir þó allar líkur á að fjölskyldan fái vísbendingar úr sneiðmyndum og úr frekari rannsóknum. „Flugið gekk bara ótrúlega vel. Hann var með frænda sínum Helga og samkvæmt læknum gekk flugið bara eins og í sögu.“ Að sögn Elísu gekk flugið eins og í sögu.Elísa Finnsdóttir Fannst eftir vikulanga leit á Spáni Gísli fannst meðvitundarlaus fyrir utan veitingastað í Torrevieja á Spáni hinn 21. ágúst síðastliðinn. Hann var á Spáni í skemmtiferð og hafði farið út á lífið með félögum sínum. Barnsmóður Gísla barst símtal frá vini hans þar sem hann sagði að eitthvað hefði komið fyrir og Gísli væri mögulega kominn á spítala. Fleira lá ekki fyrir. Leit hófst að Gísla; vinir og ættingjar leituðu til yfirvalda á Spáni auk borgaraþjónustunnar hér á landi og eftir vikulanga leit fannst Gísli loks á sjúkrahúsi. Hann var með heilaskaða og áverka og enn ekki er vitað hvað gerðist. Fjölskyldan hófst fljótlega handa við að koma Gísla heim. Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í kostnaði af sjúkraflugi en borga sjúkrahúskostnað á Spáni. Fjölskylda Gísla stóð því frammi fyrir miklum útgjöldum. Blásið var til söfnunar vegna sjúkraflugsins en áætlað var að það myndi kosta sex milljónir, samkvæmt Fréttablaðinu. Söfnunin hefur farið fram á Facebook þar sem sögu Gísla hefur verið deilt. Frá móttöku Gísla á Reykjavíkurflugvelli.Elísa Finnsdóttir Annar Íslendingur í sömu stöðu Í gær var flogið frá Alicante með millilendingu í Skotlandi og loks lenti vélin á Reykjavíkurflugvelli seinnipartinn í dag. Nú er Gísli kominn á Landspítalann þar sem hlúð verður að honum og við taka rannsóknir á næstu dögum. Annar Íslendingur er í sömu stöðu og Gísli en Sigurður Kristjánsson, 71 ára gamall Akureyringur, fékk heilablæðingu í Torrevieja í ágúst og var lagður inn á sjúkrahús í kjölfarið. Fjölskylda Sigurðar hefur ítrekað reynt að koma honum heim til Íslands án árangurs. Elísa Finnsdóttir minnir á söfnun fyrir sérhæfða sjúkraflugvél til að flytja Sigurð heim. Dóttir Sigurðar, Rúna Kristín Sigurðardóttir blés til söfnunarinnar sem má styrkja hér. Lagaumhverfið girði fyrir þátttöku María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, sagði í samtali við Kastljós í vikunni að samkvæmt lögum væri ekki gert ráð fyrir því að greitt væri fyrir sjúkraflug. Lagaumhverfið væri einfaldlega þannig. Ef fólk er ekki með sérstaka ferðatryggingu sé lítið hægt að gera. Hún segir að ráðuneytið hafa fengið erindi um stöðuna og bætir við að brýnt sé að skýra málið betur, þannig að réttur fólks verði ljós. „Við áttum okkur á því að þetta komi fólki oft á óvart að við skulum ekki hafa þessa heimild. En þannig er það og þess vegna finnst okkur einmitt mikilvægt að þetta sé tekið aftur upp,“ segir María í samtali við Kastljós.
Heilsa Spánn Tryggingar Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira