Gloppótt lögregluvald? Bjarni Már Magnússon skrifar 10. október 2022 10:31 Nokkur umræða hefur spunnist um valdbeitingarheimildir íslenskra löggæsluyfirvalda í kringum hugmyndir um svokallaðar forvirkar rannsóknaraðferðir lögreglu. Grundvallarreglur íslenskra laga um lögregluvald hafa hins vegar hlotið litla athygli. Þær verðskulda hana þó enda óþarflega óskýrar. Lögregluvald Valdheimildir lögreglunnar ganga undir hinu gagnsæja nafni lögregluvald. Í útskýringum í greinargerð við 9. gr. frumvarpsins, sem varð að lögreglulögum nr. 90/1996, er lögregluvald skilgreint með eftirfarandi hætti: „Fræðilega er lögregluvald ein tegund opinbers valds sem stjórnvöld fara með. Nánar telst lögregluvald til réttarvörsluvalds eins og fullnustuvald sýslumanna, enda felst í hvoru tveggja valdbeitingarheimild ef þörf krefur. Með „lögregluvaldi“ er nánar átt við vald sem lögreglunni einni er falið til að gefa fyrirskipanir og til að grípa til aðgerða gagnvart þegnunum, með valdbeitingu ef nauðsynlegt er.“ Í lögregluvaldi felst heimild til að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa samkvæmt 14. gr. lögreglulaga. Eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Af þessu leiðir að það má ætla að lagaákvæði um lögregluvald beri að skýra þröngt. Lögreglan Í 7. gr. lögreglulaga er fjallað um starfssvæði lögreglunnar. Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar hafa lögreglumenn „lögregluvald hvar sem er á landinu.“ Með öðrum orðum lögreglan getur gripið til valdbeitingar hvar sem er á landinu ef það telst nauðsynlegt. Að mati undirritaðs er umrætt ákvæði ekki nægilega skýrt. Hvað felst nákvæmlega í hugtakinu land? Land í þröngri merkingu getur varla falið í sér hugtakið sjó eða loftrýmið þar yfir. Það má því spyrja þeirrar spurningar hvort nægileg heimild sé til staðar í lögreglulögum fyrir lögregluna til að beita lögregluvaldi gagnvart skipum og áhöfnum þeirra á íslenskum hafsvæðum eða flugvélum sem skráðar eru hérlendis sem eru komnar út á sjó. Landhelgisgæslan Nokkuð sérstaka landfræðilega takmörkun á lögregluvaldi er að finna í lögum um Landhelgisgæslu Íslands. Í 3. gr. þeirra laga er starfssvæði Gæslunnar skilgreint með svohljóðandi hætti: „Starfssvæði Landhelgisgæslu Íslands er hafið umhverfis Ísland, þ.e. innsævið, landhelgin, efnahagslögsagan og landgrunnið, auk úthafsins samkvæmt reglum þjóðaréttar. Landhelgisgæsla Íslands sinnir einnig verkefnum á landi í samstarfi við lögreglu og önnur yfirvöld.“ Í 1. mgr. 6. gr. sömu laga er skilgreint hvaða starfsmenn Gæslunnar fara með lögregluvald, við hvaða aðstæður og hvar þeir fara með þetta vald: „Eftirtaldir starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands fara með lögregluvald þegar þeir annast eða aðstoða við löggæslu samkvæmt lögum þessum í efnahagslögsögu Íslands: Forstjóri og löglærðir fulltrúar hans. Áhafnir skipa og loftfara Landhelgisgæslu Íslands. Sprengjusérfræðingar. Yfirmenn í stjórnstöð og vaktstöð siglinga.” Merkilegt er að 1. mgr. 6. gr. tiltekur einvörðungu efnahagslögsöguna en ekki önnur lögsögubelti sem talin eru upp í 3. gr. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Auk þess verður að hafa í huga að lögsaga ríkja tekur til færri efnisatriða í efnahagslögsögunni en í landhelginni og á innsævi. Ef hugtakið efnahagslögsaga í 1. mgr. 6. gr. laga um Gæsluna er túlkað í samræmi við skýrt orðalag ákvæðisins, til samræmis við megin milliríkjasamninginn um hafið sem Ísland er aðili að og megin íslensku löggjöfina um íslensk hafsvæði er varla hægt að álykta með öðrum hætti en svo að lykilákvæðið um lögregluvald í lögum um Gæsluna nái hvorki til innsævis (t.d. Faxaflóa, Breiðafjarðar, Ísafjarðardjúps, Húnaflóa, Skagafjarðar og Eyjafjarðar) né 12 sjómílna landhelginnar. Samkvæmt ofangreindu má efast um að lögreglan og Landhelgisgæslan fari með lögregluvald á innsævi eða landhelgi Íslands og að lögreglan geti beitt lögregluvaldi um borð í íslenskum flugvélum yfir sjó samkvæmt lögunum sem gilda um umræddar stofnanir. Það er nokkuð einkennileg staða. Lagabreytingar Hverjar svo sem afleiðingarnar af ofangreindu eru og óháð þeirri staðreynd að álitaefnið hefur ekki fangað athygli lögmanna, dómara eða annarra, þá er varla tækt að lykilákvæði í íslenskum lögum um lögregluvald séu ekki skýrari en raun ber vitni. Lykilatriði er að löggjafinn stígi inn í og geri breytingar á umræddum lögum. Hér er lagt til að 1. mgr. 7. gr. lögreglulaga verði breytt þannig að hún segi eitthvað á þá leið að lögreglumenn hafi lögregluvald hvar sem er á íslensku yfirráðasvæði og þar sem lögsaga íslenska ríkisins nær til að þjóðarétti eins og nánar er kveðið á um í lögunum (nánari útfærslu er svo að finna í nýjum lagaákvæðum). Eins er lagt til að í 1. mgr. 6. gr. laga um Landhelgisgæsluna verði hugtakinu efnahagslögsaga skipt út fyrir orðunum starfssvæði Landhelgisgæslu Íslands, sem er eins og áður segir skilgreint í 3. gr. laganna, þannig að það nái til fleiri hafsvæða en efnahagslögsöguna. Með því móti myndu gloppurnar sem hér hefur verið greint frá hverfa. Höfundur er prófessor við lagadeild Bifrastar. Ofangreint byggir á erindi undirritaðs, Beiting lögregluvalds á tæpasta vaði, sem flutt var fimmtu ráðstefnunni um Löggæslu og Samfélag við Háskólann á Akureyri þann 5. október síðastliðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Lögreglan Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist um valdbeitingarheimildir íslenskra löggæsluyfirvalda í kringum hugmyndir um svokallaðar forvirkar rannsóknaraðferðir lögreglu. Grundvallarreglur íslenskra laga um lögregluvald hafa hins vegar hlotið litla athygli. Þær verðskulda hana þó enda óþarflega óskýrar. Lögregluvald Valdheimildir lögreglunnar ganga undir hinu gagnsæja nafni lögregluvald. Í útskýringum í greinargerð við 9. gr. frumvarpsins, sem varð að lögreglulögum nr. 90/1996, er lögregluvald skilgreint með eftirfarandi hætti: „Fræðilega er lögregluvald ein tegund opinbers valds sem stjórnvöld fara með. Nánar telst lögregluvald til réttarvörsluvalds eins og fullnustuvald sýslumanna, enda felst í hvoru tveggja valdbeitingarheimild ef þörf krefur. Með „lögregluvaldi“ er nánar átt við vald sem lögreglunni einni er falið til að gefa fyrirskipanir og til að grípa til aðgerða gagnvart þegnunum, með valdbeitingu ef nauðsynlegt er.“ Í lögregluvaldi felst heimild til að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa samkvæmt 14. gr. lögreglulaga. Eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Af þessu leiðir að það má ætla að lagaákvæði um lögregluvald beri að skýra þröngt. Lögreglan Í 7. gr. lögreglulaga er fjallað um starfssvæði lögreglunnar. Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar hafa lögreglumenn „lögregluvald hvar sem er á landinu.“ Með öðrum orðum lögreglan getur gripið til valdbeitingar hvar sem er á landinu ef það telst nauðsynlegt. Að mati undirritaðs er umrætt ákvæði ekki nægilega skýrt. Hvað felst nákvæmlega í hugtakinu land? Land í þröngri merkingu getur varla falið í sér hugtakið sjó eða loftrýmið þar yfir. Það má því spyrja þeirrar spurningar hvort nægileg heimild sé til staðar í lögreglulögum fyrir lögregluna til að beita lögregluvaldi gagnvart skipum og áhöfnum þeirra á íslenskum hafsvæðum eða flugvélum sem skráðar eru hérlendis sem eru komnar út á sjó. Landhelgisgæslan Nokkuð sérstaka landfræðilega takmörkun á lögregluvaldi er að finna í lögum um Landhelgisgæslu Íslands. Í 3. gr. þeirra laga er starfssvæði Gæslunnar skilgreint með svohljóðandi hætti: „Starfssvæði Landhelgisgæslu Íslands er hafið umhverfis Ísland, þ.e. innsævið, landhelgin, efnahagslögsagan og landgrunnið, auk úthafsins samkvæmt reglum þjóðaréttar. Landhelgisgæsla Íslands sinnir einnig verkefnum á landi í samstarfi við lögreglu og önnur yfirvöld.“ Í 1. mgr. 6. gr. sömu laga er skilgreint hvaða starfsmenn Gæslunnar fara með lögregluvald, við hvaða aðstæður og hvar þeir fara með þetta vald: „Eftirtaldir starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands fara með lögregluvald þegar þeir annast eða aðstoða við löggæslu samkvæmt lögum þessum í efnahagslögsögu Íslands: Forstjóri og löglærðir fulltrúar hans. Áhafnir skipa og loftfara Landhelgisgæslu Íslands. Sprengjusérfræðingar. Yfirmenn í stjórnstöð og vaktstöð siglinga.” Merkilegt er að 1. mgr. 6. gr. tiltekur einvörðungu efnahagslögsöguna en ekki önnur lögsögubelti sem talin eru upp í 3. gr. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Auk þess verður að hafa í huga að lögsaga ríkja tekur til færri efnisatriða í efnahagslögsögunni en í landhelginni og á innsævi. Ef hugtakið efnahagslögsaga í 1. mgr. 6. gr. laga um Gæsluna er túlkað í samræmi við skýrt orðalag ákvæðisins, til samræmis við megin milliríkjasamninginn um hafið sem Ísland er aðili að og megin íslensku löggjöfina um íslensk hafsvæði er varla hægt að álykta með öðrum hætti en svo að lykilákvæðið um lögregluvald í lögum um Gæsluna nái hvorki til innsævis (t.d. Faxaflóa, Breiðafjarðar, Ísafjarðardjúps, Húnaflóa, Skagafjarðar og Eyjafjarðar) né 12 sjómílna landhelginnar. Samkvæmt ofangreindu má efast um að lögreglan og Landhelgisgæslan fari með lögregluvald á innsævi eða landhelgi Íslands og að lögreglan geti beitt lögregluvaldi um borð í íslenskum flugvélum yfir sjó samkvæmt lögunum sem gilda um umræddar stofnanir. Það er nokkuð einkennileg staða. Lagabreytingar Hverjar svo sem afleiðingarnar af ofangreindu eru og óháð þeirri staðreynd að álitaefnið hefur ekki fangað athygli lögmanna, dómara eða annarra, þá er varla tækt að lykilákvæði í íslenskum lögum um lögregluvald séu ekki skýrari en raun ber vitni. Lykilatriði er að löggjafinn stígi inn í og geri breytingar á umræddum lögum. Hér er lagt til að 1. mgr. 7. gr. lögreglulaga verði breytt þannig að hún segi eitthvað á þá leið að lögreglumenn hafi lögregluvald hvar sem er á íslensku yfirráðasvæði og þar sem lögsaga íslenska ríkisins nær til að þjóðarétti eins og nánar er kveðið á um í lögunum (nánari útfærslu er svo að finna í nýjum lagaákvæðum). Eins er lagt til að í 1. mgr. 6. gr. laga um Landhelgisgæsluna verði hugtakinu efnahagslögsaga skipt út fyrir orðunum starfssvæði Landhelgisgæslu Íslands, sem er eins og áður segir skilgreint í 3. gr. laganna, þannig að það nái til fleiri hafsvæða en efnahagslögsöguna. Með því móti myndu gloppurnar sem hér hefur verið greint frá hverfa. Höfundur er prófessor við lagadeild Bifrastar. Ofangreint byggir á erindi undirritaðs, Beiting lögregluvalds á tæpasta vaði, sem flutt var fimmtu ráðstefnunni um Löggæslu og Samfélag við Háskólann á Akureyri þann 5. október síðastliðinn.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun