„Það er ekkert eðlilegt við að kennarar í dag séu öryrkjar út af ofbeldi nemenda“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2022 11:53 Soffía hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum með hegðunarvanda en meðfram meistaranámi sínu vann hún í Brúarskóla sem er skóli fyrir börn sem glíma við alvarlegan hegðunar-og tilfinningavanda. Líkamlegt ofbeldi grunnskólabarna færist í aukana og verður sífellt grófara. Þetta er þróun sem skólastjórnendur í Reykjavík hafa numið í sínum störfum. Þeir segja algeran skort á stuðningi og miðstýrðum verkferlum. Kennari segir samfélagið verða að vakna til meðvitundar um alvarleika málsins; það sé ekki eðlilegt að missa kennara í örorku vegna ofbeldis nemenda. Soffía Ámundadóttir, hefur nú birt eigindlega rannsókn sem hún gerði í meistaranámi sínu í Stjórnun menntastofnana sem fjallar um ofbeldi sem börn í grunnskólum Reykjavíkur beita. Í ritgerðinni kannar hún reynslu stjórnenda en rauði þráðurinn í svörum þeirra er að málaflokkurinn sé hálfgerðum ólestri. „Viðmælendur mínir skynja aukningu á ofbeldi. Ofbeldið er grófara og afleiðingar eru ekki nógu markvissar og alvarlegri birtingamyndir eru að koma fram núna í skólastarfinu. Allir voru sammála um að það væri mikil áskorun fyrir skólasamfélagið að takast á við þessi mál. Þetta væru mál sem væru erfið og viðkvæm sem tækju oft verulega mikið á. Verulegur skortur sé á fræðslu og ofbeldisforvörnum. „Það voru allir sammála um að það vantaði miðstýrða verkferla. Skortur er á skráningum, það þarf að virkja viðbragðsáætlun. Viðbragðsteymi er ekki til staðar og vinnuaðstæður ekki góðar. Það er ekki gert neitt áhættumat út frá nemendahópum og skólum þannig að það er í rauninni víða pottur brotinn. Starfsfólk upplifir mjög mikið óöryggi og finnst það vonlítið í krefjandi aðstæðum og þau skortir allan faglegan stuðning. Úrræðin sem í boði eru vinna ekki nógu mikið saman og biðlistarnir eru langir og það eru mjög mörg mál sem stranda á biðlistum.“ Til samanburðar sé skyndihjálp kennd annað hvert ár í öllum skólum landsins. „Sem betur fer gerast slysin ekki oft en ofbeldi getur skólinn verið að takast á við á hverjum degi en við tökum enga fræðslu um það,“ útskýrir Soffía. Kennarar og skólastjórnendur myndu upplifa mun meira öryggi og sjálfstraust í sínum störfum ef kerfislægir verkferlar væru aðgengilegir. Skólar þurfi þá að mæta þörfum nemenda með hegðunarvanda mun betur. „Mínir viðmælendur töluðu um að það þyrfti að grípa mun fyrr inn í og að vera með snemmtæka íhlutun. Það þyrfti jafnvel að skoða áfallasögu hjá nemendum; af hverju er þetta að gerast?“ Soffía kveðst vera hugsi yfir þróuninni. „Við þurfum, bara sem samfélag, að setjast niður og taka umræðuna um hvernig menningu við viljum hafa í okkar skólum. Viljum við hafa ofbeldismenningu? Skólastjórnendur sögðust finna fyrir slíkri neikvæðri menningu. Við þurfum að vinna meira með aga. Við þurfum að setja okkur skýrari ramma í þessum málum af því að ofbeldi er að færast neðar. Leikskólakennarar og leikskólastjórar tala um að þeir séu farnir að skynja ofbeldi hjá elstu hópunum.“ Nú verði að huga að öryggistilfinningu kennara og grípa til aðgerða til að vernda stéttina. „Það er ekkert eðlilegt að kennarar í dag séu orðnir öryrkjar út af ofbeldi nemenda og það hrynja inn dæmin. Ég veit um mörg dæmi um kennara sem eru óstarfhæfir í dag út af ofbeldi nemenda.“ Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn. 3. mars 2022 14:51 „Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. 12. maí 2021 20:40 Tölum um ofbeldi í skólastarfi Formaður Félags grunnskólakennara ritar í gær grein þar sem hvatt er til þess að hið flókna og viðkvæma mál, ofbeldi í skólastarfi, sé uppi á borðum. Hún bendir á að staða kennara sem verða fyrir ofbeldi sé mjög flókin og geti leitt til þess að viðkomandi hrökklist úr starfi. 7. maí 2021 13:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Soffía Ámundadóttir, hefur nú birt eigindlega rannsókn sem hún gerði í meistaranámi sínu í Stjórnun menntastofnana sem fjallar um ofbeldi sem börn í grunnskólum Reykjavíkur beita. Í ritgerðinni kannar hún reynslu stjórnenda en rauði þráðurinn í svörum þeirra er að málaflokkurinn sé hálfgerðum ólestri. „Viðmælendur mínir skynja aukningu á ofbeldi. Ofbeldið er grófara og afleiðingar eru ekki nógu markvissar og alvarlegri birtingamyndir eru að koma fram núna í skólastarfinu. Allir voru sammála um að það væri mikil áskorun fyrir skólasamfélagið að takast á við þessi mál. Þetta væru mál sem væru erfið og viðkvæm sem tækju oft verulega mikið á. Verulegur skortur sé á fræðslu og ofbeldisforvörnum. „Það voru allir sammála um að það vantaði miðstýrða verkferla. Skortur er á skráningum, það þarf að virkja viðbragðsáætlun. Viðbragðsteymi er ekki til staðar og vinnuaðstæður ekki góðar. Það er ekki gert neitt áhættumat út frá nemendahópum og skólum þannig að það er í rauninni víða pottur brotinn. Starfsfólk upplifir mjög mikið óöryggi og finnst það vonlítið í krefjandi aðstæðum og þau skortir allan faglegan stuðning. Úrræðin sem í boði eru vinna ekki nógu mikið saman og biðlistarnir eru langir og það eru mjög mörg mál sem stranda á biðlistum.“ Til samanburðar sé skyndihjálp kennd annað hvert ár í öllum skólum landsins. „Sem betur fer gerast slysin ekki oft en ofbeldi getur skólinn verið að takast á við á hverjum degi en við tökum enga fræðslu um það,“ útskýrir Soffía. Kennarar og skólastjórnendur myndu upplifa mun meira öryggi og sjálfstraust í sínum störfum ef kerfislægir verkferlar væru aðgengilegir. Skólar þurfi þá að mæta þörfum nemenda með hegðunarvanda mun betur. „Mínir viðmælendur töluðu um að það þyrfti að grípa mun fyrr inn í og að vera með snemmtæka íhlutun. Það þyrfti jafnvel að skoða áfallasögu hjá nemendum; af hverju er þetta að gerast?“ Soffía kveðst vera hugsi yfir þróuninni. „Við þurfum, bara sem samfélag, að setjast niður og taka umræðuna um hvernig menningu við viljum hafa í okkar skólum. Viljum við hafa ofbeldismenningu? Skólastjórnendur sögðust finna fyrir slíkri neikvæðri menningu. Við þurfum að vinna meira með aga. Við þurfum að setja okkur skýrari ramma í þessum málum af því að ofbeldi er að færast neðar. Leikskólakennarar og leikskólastjórar tala um að þeir séu farnir að skynja ofbeldi hjá elstu hópunum.“ Nú verði að huga að öryggistilfinningu kennara og grípa til aðgerða til að vernda stéttina. „Það er ekkert eðlilegt að kennarar í dag séu orðnir öryrkjar út af ofbeldi nemenda og það hrynja inn dæmin. Ég veit um mörg dæmi um kennara sem eru óstarfhæfir í dag út af ofbeldi nemenda.“
Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn. 3. mars 2022 14:51 „Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. 12. maí 2021 20:40 Tölum um ofbeldi í skólastarfi Formaður Félags grunnskólakennara ritar í gær grein þar sem hvatt er til þess að hið flókna og viðkvæma mál, ofbeldi í skólastarfi, sé uppi á borðum. Hún bendir á að staða kennara sem verða fyrir ofbeldi sé mjög flókin og geti leitt til þess að viðkomandi hrökklist úr starfi. 7. maí 2021 13:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn. 3. mars 2022 14:51
„Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. 12. maí 2021 20:40
Tölum um ofbeldi í skólastarfi Formaður Félags grunnskólakennara ritar í gær grein þar sem hvatt er til þess að hið flókna og viðkvæma mál, ofbeldi í skólastarfi, sé uppi á borðum. Hún bendir á að staða kennara sem verða fyrir ofbeldi sé mjög flókin og geti leitt til þess að viðkomandi hrökklist úr starfi. 7. maí 2021 13:00