Á að bíta barn sem bítur? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 12. október 2022 17:30 Fréttaflutningur af alvarlegum ofbeldisbrotum á Íslandi hefur verið svo hávær að undanförnu að fólk er farið að spyrja hvort ofbeldisbrotum sé að fjölga. Svarið við þeirri spurningu er því miður einfalt: já. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á síðustu níu árum, eða um 64%. Fólksfjölgun skýrir ekki þessa síhækkandi tíðni því hún var aðeins um 15% á sama tímabili. Í svari frá dómsmálaráðherra um ofbeldisbrot framin af börnum kemur í ljós að þeim hefur ekki síður fjölgað undanfarin níu ár. Árið 2012 var 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot – en á síðasta ári var talan komin upp í 170. Þá hefur fjöldi brota einnig margfaldast á tímabilinu, sem þýðir að þau börn sem fremja ofbeldisbrot eru farin að gera það í auknum mæli. https://www.althingi.is/altext/152/s/0557.html Eru rafbyssur svarið? Þessi þróun er vægast sagt ógnvænleg og kallar á skýr viðbrögð frá ríkisstjórninni, en þau virðast ekki ætla að bregðast við henni með langtímaúrræðum eða auknum forvörnum. Þau telja það hins vegar þjóðþrifamál, í skugga stigvaxandi ofbeldis, að auka vopnaburð lögreglu og leyfa þeim að ganga með rafbyssur. Þau ætla semsagt að bregðast við auknu ofbeldi með meira ofbeldi. Rafstuð getur leitt til andláts Það hljómar vægast sagt eins og undarleg lausn. Rafbyssur eru hættulegar og fólk hefur látist í kjölfar þess að fá rafstuð. Hegðun mótast mikið af herminámi og ef við viljum að unga fólkið okkar hætti að beita ofbeldi gefur auga leið að lausnin felst ekki í auknum heimildum löggæslu til að beita ofbeldi. Á sama hátt og við kennum ekki barni að hætta að bíta með því að bíta það. Það þarf að hugsa dæmið upp á nýtt og skilgreina hvernig við ætlum að fyrirbyggja ofbeldi og tryggja öryggi fólks. Vissulega þarf einnig að tryggja öryggi starfsfólks lögreglu – en ég tel að hér sé verið að byrja á öfugum enda. Ofbeldi eykst í hverju horni Í átakanlegum Kastljóssþætti fyrr í vikunni var rætt um andlegt ofbeldi sem hinsegin börn verða í auknum mæli fyrir frá jafningjum sínum. Ljóst er að ofbeldi meðal barna og fullorðinna er að aukast á öllum vígstöðum og ríkisstjórnin verður að átta sig á því að lausnin við ofbeldi er aldrei meira ofbeldi. Það þarf að líta þessa skelfilegu þróun mjög alvarlegum augum og leita skilvirkra leiða til að snúa henni við áður en fleiri börn finna sig knúin til að enda eigið líf vegna ofbeldis sem þau verða fyrir. Ríkistjórn þessa lands ber ábyrgð á því að bregðast við þessu, ekki seinna en í dag. Höfundur er varaþingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Píratar Lögreglan Alþingi Skotvopn Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fréttaflutningur af alvarlegum ofbeldisbrotum á Íslandi hefur verið svo hávær að undanförnu að fólk er farið að spyrja hvort ofbeldisbrotum sé að fjölga. Svarið við þeirri spurningu er því miður einfalt: já. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á síðustu níu árum, eða um 64%. Fólksfjölgun skýrir ekki þessa síhækkandi tíðni því hún var aðeins um 15% á sama tímabili. Í svari frá dómsmálaráðherra um ofbeldisbrot framin af börnum kemur í ljós að þeim hefur ekki síður fjölgað undanfarin níu ár. Árið 2012 var 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot – en á síðasta ári var talan komin upp í 170. Þá hefur fjöldi brota einnig margfaldast á tímabilinu, sem þýðir að þau börn sem fremja ofbeldisbrot eru farin að gera það í auknum mæli. https://www.althingi.is/altext/152/s/0557.html Eru rafbyssur svarið? Þessi þróun er vægast sagt ógnvænleg og kallar á skýr viðbrögð frá ríkisstjórninni, en þau virðast ekki ætla að bregðast við henni með langtímaúrræðum eða auknum forvörnum. Þau telja það hins vegar þjóðþrifamál, í skugga stigvaxandi ofbeldis, að auka vopnaburð lögreglu og leyfa þeim að ganga með rafbyssur. Þau ætla semsagt að bregðast við auknu ofbeldi með meira ofbeldi. Rafstuð getur leitt til andláts Það hljómar vægast sagt eins og undarleg lausn. Rafbyssur eru hættulegar og fólk hefur látist í kjölfar þess að fá rafstuð. Hegðun mótast mikið af herminámi og ef við viljum að unga fólkið okkar hætti að beita ofbeldi gefur auga leið að lausnin felst ekki í auknum heimildum löggæslu til að beita ofbeldi. Á sama hátt og við kennum ekki barni að hætta að bíta með því að bíta það. Það þarf að hugsa dæmið upp á nýtt og skilgreina hvernig við ætlum að fyrirbyggja ofbeldi og tryggja öryggi fólks. Vissulega þarf einnig að tryggja öryggi starfsfólks lögreglu – en ég tel að hér sé verið að byrja á öfugum enda. Ofbeldi eykst í hverju horni Í átakanlegum Kastljóssþætti fyrr í vikunni var rætt um andlegt ofbeldi sem hinsegin börn verða í auknum mæli fyrir frá jafningjum sínum. Ljóst er að ofbeldi meðal barna og fullorðinna er að aukast á öllum vígstöðum og ríkisstjórnin verður að átta sig á því að lausnin við ofbeldi er aldrei meira ofbeldi. Það þarf að líta þessa skelfilegu þróun mjög alvarlegum augum og leita skilvirkra leiða til að snúa henni við áður en fleiri börn finna sig knúin til að enda eigið líf vegna ofbeldis sem þau verða fyrir. Ríkistjórn þessa lands ber ábyrgð á því að bregðast við þessu, ekki seinna en í dag. Höfundur er varaþingkona Pírata.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun