Eitruð froða rann um læk við Stekkjabakka Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. október 2022 20:08 Hér eru aðgerðir hafnar við að fjarlægja froðuna og má sjá hluta af henni á myndinni. Aðsent Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning í dag um froðu í læk við Stekkjabakka. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Veitur og fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins mættu á vettvang. Stíflu var komið fyrir til þess að koma í veg fyrir að froðan myndi flæða út í Elliðaár en froðan er talin hafa verið eitruð. Í samtali við fréttastofu segir Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar greinilegt að froðan sem komist hafi í lækinn hafi verið eitruð en dauð síli hafi fundist á vettvangi. Hér má sjá dautt dýralíf vegna froðunar. Myndin er samsett.Aðsent Hann segir einhverskonar sápuefni hafa komist í ofanvatnskerfi borgarinnar en það kerfi tekur við rigningarvatni af þökum, bílaplönum og göngustígum sem rennur svo út í árnar. Aðspurður hvernig sápuefni komist í kerfin segir Helgi fólk stundum tengja lagnirnar sínar vitlaust eða skola efni burt á stöðum sem ekki séu ætlaðir til þess. Fráveitukerfi borgarinnar er tvískipt, um er að ræða fráveitukerfi þar sem meðal annars skólp og sturtur eru tengdar og ofanveitukerfi sem sér um rigningarvatn sem fellur á þök, bílastæði og göngustíga. Helgi segir sápuefni eins og það sem hafi dúkkað upp í dag ekki lengi að komast inn í kerfið og því hafi efnið að öllum líkindum komið inn í kerfið í dag. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar sápuefnið kom út úr kerfinu og rann niður lækinn en blái punkturinn sýnir staðsetninguna. Blái punturinn sýnir hvar froðan kom út og rann í lækinn.Skjáskot/Borgarvefsjá „Við erum ekki viss um hvort þetta hafi verið rangtenging eða hvort einhver hafi helt einhverju ofan í niðurfall á bílastæði,“ segir Helgi. Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.Aðsent Hann segir tilfelli sem þetta nokkuð algeng en Heilbrigðiseftirlitið sé í samstarfi við Veitur, oft að leita að rangtengingum. Hann hvetur fólk til þess að fá fagaðila til þess að ganga úr skugga um að lagnir þeirra séu tengdar rétt. Verst sé þegar skólp sé tengt inn á ofanveitukerfið. Þegar komið var á vettvang hafi heilbrigðiseftirlitið, slökkviliðið og Veitur ákveðið að dælubíll yrði kallaður til til þess að hreinsa svæðið en þá var stíflu komið fyrir svo froðan myndi ekki renna lengra. Helgi segir froðuna hafa legið ofan á vatninu svo ekki hafi þurft mikið til þess að hún færi ekki lengra. Hann segir erfitt að vita hvaðan sápuefnið kom en rigningarvatn af stóru svæði renni í lækinn. Einnig sé froðan ekki lengur til staðar í kerfinu. Hann ítrekar að ekkert annað en rigningarvatn megi fara í ofanveitukerfið og mikilvægt sé að ganga úr skugga um það að lagnir séu rétt tengdar svo þetta komi ekki fyrir oftar. Umhverfismál Reykjavík Dýr Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar greinilegt að froðan sem komist hafi í lækinn hafi verið eitruð en dauð síli hafi fundist á vettvangi. Hér má sjá dautt dýralíf vegna froðunar. Myndin er samsett.Aðsent Hann segir einhverskonar sápuefni hafa komist í ofanvatnskerfi borgarinnar en það kerfi tekur við rigningarvatni af þökum, bílaplönum og göngustígum sem rennur svo út í árnar. Aðspurður hvernig sápuefni komist í kerfin segir Helgi fólk stundum tengja lagnirnar sínar vitlaust eða skola efni burt á stöðum sem ekki séu ætlaðir til þess. Fráveitukerfi borgarinnar er tvískipt, um er að ræða fráveitukerfi þar sem meðal annars skólp og sturtur eru tengdar og ofanveitukerfi sem sér um rigningarvatn sem fellur á þök, bílastæði og göngustíga. Helgi segir sápuefni eins og það sem hafi dúkkað upp í dag ekki lengi að komast inn í kerfið og því hafi efnið að öllum líkindum komið inn í kerfið í dag. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar sápuefnið kom út úr kerfinu og rann niður lækinn en blái punkturinn sýnir staðsetninguna. Blái punturinn sýnir hvar froðan kom út og rann í lækinn.Skjáskot/Borgarvefsjá „Við erum ekki viss um hvort þetta hafi verið rangtenging eða hvort einhver hafi helt einhverju ofan í niðurfall á bílastæði,“ segir Helgi. Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.Aðsent Hann segir tilfelli sem þetta nokkuð algeng en Heilbrigðiseftirlitið sé í samstarfi við Veitur, oft að leita að rangtengingum. Hann hvetur fólk til þess að fá fagaðila til þess að ganga úr skugga um að lagnir þeirra séu tengdar rétt. Verst sé þegar skólp sé tengt inn á ofanveitukerfið. Þegar komið var á vettvang hafi heilbrigðiseftirlitið, slökkviliðið og Veitur ákveðið að dælubíll yrði kallaður til til þess að hreinsa svæðið en þá var stíflu komið fyrir svo froðan myndi ekki renna lengra. Helgi segir froðuna hafa legið ofan á vatninu svo ekki hafi þurft mikið til þess að hún færi ekki lengra. Hann segir erfitt að vita hvaðan sápuefnið kom en rigningarvatn af stóru svæði renni í lækinn. Einnig sé froðan ekki lengur til staðar í kerfinu. Hann ítrekar að ekkert annað en rigningarvatn megi fara í ofanveitukerfið og mikilvægt sé að ganga úr skugga um það að lagnir séu rétt tengdar svo þetta komi ekki fyrir oftar.
Umhverfismál Reykjavík Dýr Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira