„Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 14:05 Fólk víða um heim hefur málað eða veifað úkraínska fánanum til að lýsa stuðningi við Úkraínumenn eftir að Rússar réðust inn í landið síðasta vetur. Vísir/Getty Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. Nágrannar ræðismannsins í Turku í Suður-Finnlandi hafa mótmælt veru hans þar og bílastæði sem hann hefur fyrir utan bygginguna. Fréttir af erjunum vöktu athygli Jarnos Virtala sem býr í Tampere. Hann taldi tíma til kominn að grípa til aðgerða, ekki síst eftir loftárásir Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu í byrjun vikunnar. Virtala tók sig því til og ók rúmlega 160 kílómetra til Turku. Hann segir Helsingin Sanomat að hann hafi verið innblásinn af málamyndaatkvæðagreiðslum sem leppstjórnir Rússa héldu á dögunum til að réttlæta innlimun Vladímírs Pútín á fjórum úkraínskum héruðum í Rússland. „Ég ákvað að halda eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að bílastæðið tilheyrði rússneska sambandsríkinu eða Úkraínu. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var sú að stæðið tilheyrði Úkraínu,“ segir Virtala. Til að fagna innlimuninni málaði Virtala stæðið gult og blátt, í fánalitum Úkraínu. Það tók hann nokkrar klukkustundir en hann segir að vegfarandi sem er kvæntur úkraínskri konu hafi hjálpað honum um tíma. Sjá má mynd af Virtala við iðju sína í frétt staðarblaðsins Turun Sanomat. Markus Mattsson, vegafarandinn umræddi, segir í Facebook-færslu að hann hafi ákveðið að rétta Virtala hjálparhönd til bæta tengsl Turku og Tampere. „Það er gamall rígur á milli Turku og Tampere þannig að þetta sætir tíðindum en óvenjulegir tímar kalla á óvenjuleg ráð,“ skrifar Mattsson í léttum dúr. Breaking: There has been a referendum in Turku, Finland. The car park of the russian consul to Finland has been annexed to Ukraine ! More (in Finnish) at https://t.co/wNqPkq4Nr4 pic.twitter.com/MXpdfprYyb— Markus Mattsson (@markus_tm) October 12, 2022 Ræðismaðurinn tók myndir Virtala segir að lögreglubílar hafi ekið fram hjá nokkrum sinnum á meðan þeir máluðu stæðið en lagana verðir hafi ekki gert neinar athugasemdir við uppátækið. Rússneski ræðismaðurinn kom hins vegar út úr byggingunni og byrjaði að mynda hann við athæfið. „Hann virtist alls ekki kátur,“ segir Virtala. Hann óttast ekki að innlimunin dragi dilk á eftir sér fyrir hann. Engin eignaspjöll hafi átt sér stað og hægt sé að mála yfir stæðið aftur ef þurfa þykir. Lögreglan hafi þó hringt í hann þegar hann var á leiðinni heim til Tampere til að spyrja hann hvort hann teldi mögulegt að fáninn gæti laðað að sér skemmdarvarga eða önnur læti sem hún gæti þurft að hafa afskipti af. „Ég vonast sannarlega ekki til þess. Ég sagði þeim að ef eitthvað kæmi upp á kæmi ég aftur með fötu af svartri málningu,“ segir Virtala. Finnsk stjórnvöld hættu nýverið að veita rússneskum ferðamönnum vegabréfsáritun eftir að fjöldi rússneskra karlmanna reyndi að komast úr landi í kjölfar herkvaðningar sem Pútín forseti tilkynnti um í síðasta mánuði. Innrás Rússa leiddi ennfremur til þess að Finnar og Svíar sóttu um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Þeir eru ekki enn orðnir aðilar að bandalaginu þar sem Tyrkir og Ungverjar hafa ekki samþykkt inngöngu þeirra. Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bílastæði Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Kölluðu rússneska sendiherrann á teppið vegna innlimunarinnar Utanríkisráðuneytið kallaði rússneska sendiherrann á Íslandi til fundar til að lýsa fordæmingu sinni á tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að innlima fjögur úkraínsk héruð í dag. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að viðurkenna héruðin sem hluta af Rússlandi. 3. október 2022 23:02 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Nágrannar ræðismannsins í Turku í Suður-Finnlandi hafa mótmælt veru hans þar og bílastæði sem hann hefur fyrir utan bygginguna. Fréttir af erjunum vöktu athygli Jarnos Virtala sem býr í Tampere. Hann taldi tíma til kominn að grípa til aðgerða, ekki síst eftir loftárásir Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu í byrjun vikunnar. Virtala tók sig því til og ók rúmlega 160 kílómetra til Turku. Hann segir Helsingin Sanomat að hann hafi verið innblásinn af málamyndaatkvæðagreiðslum sem leppstjórnir Rússa héldu á dögunum til að réttlæta innlimun Vladímírs Pútín á fjórum úkraínskum héruðum í Rússland. „Ég ákvað að halda eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að bílastæðið tilheyrði rússneska sambandsríkinu eða Úkraínu. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var sú að stæðið tilheyrði Úkraínu,“ segir Virtala. Til að fagna innlimuninni málaði Virtala stæðið gult og blátt, í fánalitum Úkraínu. Það tók hann nokkrar klukkustundir en hann segir að vegfarandi sem er kvæntur úkraínskri konu hafi hjálpað honum um tíma. Sjá má mynd af Virtala við iðju sína í frétt staðarblaðsins Turun Sanomat. Markus Mattsson, vegafarandinn umræddi, segir í Facebook-færslu að hann hafi ákveðið að rétta Virtala hjálparhönd til bæta tengsl Turku og Tampere. „Það er gamall rígur á milli Turku og Tampere þannig að þetta sætir tíðindum en óvenjulegir tímar kalla á óvenjuleg ráð,“ skrifar Mattsson í léttum dúr. Breaking: There has been a referendum in Turku, Finland. The car park of the russian consul to Finland has been annexed to Ukraine ! More (in Finnish) at https://t.co/wNqPkq4Nr4 pic.twitter.com/MXpdfprYyb— Markus Mattsson (@markus_tm) October 12, 2022 Ræðismaðurinn tók myndir Virtala segir að lögreglubílar hafi ekið fram hjá nokkrum sinnum á meðan þeir máluðu stæðið en lagana verðir hafi ekki gert neinar athugasemdir við uppátækið. Rússneski ræðismaðurinn kom hins vegar út úr byggingunni og byrjaði að mynda hann við athæfið. „Hann virtist alls ekki kátur,“ segir Virtala. Hann óttast ekki að innlimunin dragi dilk á eftir sér fyrir hann. Engin eignaspjöll hafi átt sér stað og hægt sé að mála yfir stæðið aftur ef þurfa þykir. Lögreglan hafi þó hringt í hann þegar hann var á leiðinni heim til Tampere til að spyrja hann hvort hann teldi mögulegt að fáninn gæti laðað að sér skemmdarvarga eða önnur læti sem hún gæti þurft að hafa afskipti af. „Ég vonast sannarlega ekki til þess. Ég sagði þeim að ef eitthvað kæmi upp á kæmi ég aftur með fötu af svartri málningu,“ segir Virtala. Finnsk stjórnvöld hættu nýverið að veita rússneskum ferðamönnum vegabréfsáritun eftir að fjöldi rússneskra karlmanna reyndi að komast úr landi í kjölfar herkvaðningar sem Pútín forseti tilkynnti um í síðasta mánuði. Innrás Rússa leiddi ennfremur til þess að Finnar og Svíar sóttu um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Þeir eru ekki enn orðnir aðilar að bandalaginu þar sem Tyrkir og Ungverjar hafa ekki samþykkt inngöngu þeirra.
Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bílastæði Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Kölluðu rússneska sendiherrann á teppið vegna innlimunarinnar Utanríkisráðuneytið kallaði rússneska sendiherrann á Íslandi til fundar til að lýsa fordæmingu sinni á tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að innlima fjögur úkraínsk héruð í dag. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að viðurkenna héruðin sem hluta af Rússlandi. 3. október 2022 23:02 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11
Kölluðu rússneska sendiherrann á teppið vegna innlimunarinnar Utanríkisráðuneytið kallaði rússneska sendiherrann á Íslandi til fundar til að lýsa fordæmingu sinni á tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að innlima fjögur úkraínsk héruð í dag. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að viðurkenna héruðin sem hluta af Rússlandi. 3. október 2022 23:02