„Eins og tengdamóðir mín segir: Sportið er grimmt“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 13. október 2022 21:46 Helgi Már Magnússon var frekar súr eftir tap í Smáranum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ansi þungur á brún í leikslok eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Breiðabliki í Subway deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 136-133 heimamönnum í vil. Að mati Helga Más var það stuttur lélegur kafli um miðjan leik sem kostaði þá sigurinn að lokum. „Við létum einhverjar tvær lélegar mínútur í lok fyrri hálfleiks dragast hérna inn í seinni hálfleikinn líka. Vorum að tapa boltanum klaufalega og þeir eru fljótir að refsa. Þetta er náttúrulega frábært lið, þeir voru bara fljótir að refsa og við vorum svona við það að brotna. En ég er bara mjög ánægður með strákana, þeir finna þarna einhversstaðar innra með sér að þetta er alveg hægt. Þolinmóðir og framkvæma vel og við komum okkur af krafti inn í leikinn með dugnaði og elju og það er bara þannig sem við þurfum að spila, alltaf.“ Helgi ræddi um það fyrir leik að hópurinn væri þunnskipaður. Hinn bandaríski Michael Mallory sem meiddist í síðasta leik byrjaði á bekknum og var auðsýnilega bara á hálfum hraða og gat ekki beitt sér af fullum krafti. Það má eiginlega segja að KR hafi bara rúllað á 5 og hálfum leikmanni í kvöld. „Standið á okkur er náttúrulega, já. Ég ætla nú ekki að fara að væla hérna yfir meiðslum. Eins og tengdamóðir mín segir, „Sportið er grimmt.“ En við erum búnir að lenda í ótrúlegum meiðslum. Frá því að undirbúningstímabilið byrjaði er einhver alltaf búinn að vera meiddur.“ „Ég er með fjóra sem eru ekki á skýrslu og tvo sem eru að berjast í gegnum meiðsli af 9-10 manna róteringu. Þannig að þetta er alveg smá basl. Ég hefði mögulega átt að spila þessum strákum meira en ég allavega mat það þannig að keyra þetta á þessum strákum sem spiluðu og er bara mjög ánægður með þeirra framlag. Um leið og við fáum menn aftur og spilum af þessum krafti og elju þá erum við í góðum málum.“ Það er nokkuð á huldu hvenær þessir fjórir leikmenn verða leikfærir. Blaðamaður freistaði þess að fá fréttir hjá Helga Má af stöðunni á Þorsteini Finnbogasyni en Helgi vildi lítið gefa uppi um batahorfur þar á bæ. „Nei, veit það bara ekki neitt. Bara vonandi sem fyrst, það bara kemur í ljós.“ Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
„Við létum einhverjar tvær lélegar mínútur í lok fyrri hálfleiks dragast hérna inn í seinni hálfleikinn líka. Vorum að tapa boltanum klaufalega og þeir eru fljótir að refsa. Þetta er náttúrulega frábært lið, þeir voru bara fljótir að refsa og við vorum svona við það að brotna. En ég er bara mjög ánægður með strákana, þeir finna þarna einhversstaðar innra með sér að þetta er alveg hægt. Þolinmóðir og framkvæma vel og við komum okkur af krafti inn í leikinn með dugnaði og elju og það er bara þannig sem við þurfum að spila, alltaf.“ Helgi ræddi um það fyrir leik að hópurinn væri þunnskipaður. Hinn bandaríski Michael Mallory sem meiddist í síðasta leik byrjaði á bekknum og var auðsýnilega bara á hálfum hraða og gat ekki beitt sér af fullum krafti. Það má eiginlega segja að KR hafi bara rúllað á 5 og hálfum leikmanni í kvöld. „Standið á okkur er náttúrulega, já. Ég ætla nú ekki að fara að væla hérna yfir meiðslum. Eins og tengdamóðir mín segir, „Sportið er grimmt.“ En við erum búnir að lenda í ótrúlegum meiðslum. Frá því að undirbúningstímabilið byrjaði er einhver alltaf búinn að vera meiddur.“ „Ég er með fjóra sem eru ekki á skýrslu og tvo sem eru að berjast í gegnum meiðsli af 9-10 manna róteringu. Þannig að þetta er alveg smá basl. Ég hefði mögulega átt að spila þessum strákum meira en ég allavega mat það þannig að keyra þetta á þessum strákum sem spiluðu og er bara mjög ánægður með þeirra framlag. Um leið og við fáum menn aftur og spilum af þessum krafti og elju þá erum við í góðum málum.“ Það er nokkuð á huldu hvenær þessir fjórir leikmenn verða leikfærir. Blaðamaður freistaði þess að fá fréttir hjá Helga Má af stöðunni á Þorsteini Finnbogasyni en Helgi vildi lítið gefa uppi um batahorfur þar á bæ. „Nei, veit það bara ekki neitt. Bara vonandi sem fyrst, það bara kemur í ljós.“
Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20