Stöndum vörð um hagsmuni sjúklinga Halldóra Mogensen skrifar 14. október 2022 12:01 Öll getum við átt í hættu á að veikjast einhverntímann á lífsleiðinni. Alvarleg veikindi koma fólki oftast algjörlega í opna skjöldu. Á einu augnabliki umturnast líf fólks og ekki er óalgengt að samhliða sæti áherslur, lífsskoðanir og framtíðarsýn fólks endurskoðun. Að ná bata er vegferð sem krefst fullrar athygli fólks. Það skiptir miklu máli að þegar við veikjumst höfum við fullt svigrúm til að setja alla okkar orku og tíma í að hlúa að okkur sjálfum og að ástvinum okkar. En þegar við veikjumst erum við sett í ákveðna stöðu innan samfélagsins – stöðu sjúklings. Þessi staða getur verið miserfið fyrir fólk. Eðlilega er fólk með misgott bakland og misgóða þekkingu á réttindum sínum og því hvernig þjónustukerfin okkar virka. Allskonar ágreiningar geta sprottið upp innan heilbrigðiskerfisins sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt en það sem er hins vegar óeðlilegt er að sjúklingar eigi sér engan málsvara þegar ágreiningur kemur upp. Sjúklingurinn er settur í þá stöðu að gæta sjálfur eigin hagsmuna. Afleiðing þess er að fjöldi fólks fær ekki nauðsynlegt rými til að einbeita sér að bata þar sem það þarf að berjast fyrir réttindum sínum innan kerfis sem þau eru á sama tíma háð til að ná bata. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um að stofna sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga til að mæta þessari þörf sjúklinga á bandamanni innan heilbrigðiskerfisins, sem stendur vörð um hagsmuni sjúklinga, starfar sem opinber talsmaður þeirra og sinnir upplýsingamiðlun og eftirliti með heilbrigðisþjónustu. Von mín er sú að Alþingi taki afstöðu með sjúklingum og sameinist um að styðja tillöguna – svo þau okkar sem veikjast geti einbeitt sér að því að ná bata áhyggjulaus. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Öll getum við átt í hættu á að veikjast einhverntímann á lífsleiðinni. Alvarleg veikindi koma fólki oftast algjörlega í opna skjöldu. Á einu augnabliki umturnast líf fólks og ekki er óalgengt að samhliða sæti áherslur, lífsskoðanir og framtíðarsýn fólks endurskoðun. Að ná bata er vegferð sem krefst fullrar athygli fólks. Það skiptir miklu máli að þegar við veikjumst höfum við fullt svigrúm til að setja alla okkar orku og tíma í að hlúa að okkur sjálfum og að ástvinum okkar. En þegar við veikjumst erum við sett í ákveðna stöðu innan samfélagsins – stöðu sjúklings. Þessi staða getur verið miserfið fyrir fólk. Eðlilega er fólk með misgott bakland og misgóða þekkingu á réttindum sínum og því hvernig þjónustukerfin okkar virka. Allskonar ágreiningar geta sprottið upp innan heilbrigðiskerfisins sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt en það sem er hins vegar óeðlilegt er að sjúklingar eigi sér engan málsvara þegar ágreiningur kemur upp. Sjúklingurinn er settur í þá stöðu að gæta sjálfur eigin hagsmuna. Afleiðing þess er að fjöldi fólks fær ekki nauðsynlegt rými til að einbeita sér að bata þar sem það þarf að berjast fyrir réttindum sínum innan kerfis sem þau eru á sama tíma háð til að ná bata. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um að stofna sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga til að mæta þessari þörf sjúklinga á bandamanni innan heilbrigðiskerfisins, sem stendur vörð um hagsmuni sjúklinga, starfar sem opinber talsmaður þeirra og sinnir upplýsingamiðlun og eftirliti með heilbrigðisþjónustu. Von mín er sú að Alþingi taki afstöðu með sjúklingum og sameinist um að styðja tillöguna – svo þau okkar sem veikjast geti einbeitt sér að því að ná bata áhyggjulaus. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar